Óttarr segir BF ekki vera að lognast út af Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. október 2017 07:00 Óttarr Proppé segir stöðu formanns verða skoðaða. Vísir/anton brink „Flokkurinn hvorki stendur né fellur með því hvort ég sé formaður,“ segir Óttarr Proppé spurður um stöðu hans sem formaður Bjartrar framtíðar eftir það afhroð sem flokkurinn galt í kosningunum á laugardag. „Við þurfum náttúrulega að fara í ákveðna naflaskoðun með flokkinn og staða formanns er auðvitað bara hluti af þeirri naflaskoðun.“ Óttarr segir flokkinn þó ekki vera að lognast út af. „Við erum náttúrulega í virkum meirihluta í fjórum stórum sveitarfélögum þar sem 2/3 landsmanna búa, þannig að það er allt á fullu í flokknum. En það er alveg klárt að við þurfum náttúrulega að skoða hvernig við erum að vinna hlutina, bæði í innanflokksmálum og skipulagsmálum,“ segir Óttarr, en bætir við að málefnalega standi flokkurinn sterkt. „Hann er alveg ágætur en augljóslega misjafn,“ segir Óttarr um móralinn í flokknum og bætir við: „En þessi ríkisstjórnarþátttaka var erfið og það voru ýmsir í hópnum sem voru ekki hrifnir henni. En við tókum það alvarlega að rísa upp í erfiðri stjórnarkreppu og axla ábyrgð.“ Óttarr segir flokkinn ekki síður hafa reynt að mynda stjórn í fimmflokkaviðræðunum á sínum tíma. „En það voru því miður aðrir sem voru tregir til þar.“ Óttarr er stoltur af mörgum verkum sem Björt framtíð kom að á þingi. Hann nefnir sérstaklega mál sem flokkurinn tók þátt í þvert á flokka, til að mynda útlendingamálin. Þá telur Óttarr þá ákvörðun Bjartrar framtíðar að slíta stjórnarsamstarfinu geta haft fordæmisgildi inn í framtíðina ekki síst vegna þess á hvaða forsendum stjórninni var slitið, en hann hefur líka áhyggjur af stjórnmálunum almennt. „Maður á mjög erfitt með að ímynda sér hvernig á að vinna sig út úr þessari stöðu í þinginu. Það eru mjög erfið verkefni fram undan og það kæmi mér ekki á óvart ef það væri styttra en fjögur ár og jafnvel mikið styttra í næstu kosningar eða allavega erfiða stjórnarkreppu,“ segir Óttarr og bætir við: „Ég hef á tilfinningunni að það sé í loftinu ákveðin afturhaldsbylgja sem ég held að muni ekki njóta almennra vinsælda meðal almennings og það gæti soðið upp úr ef fólkinu ofbýður. Það er mjög flókið verkefni hvernig stjórnmálamenn og flokkar umgangast tilfinningar almennings.“ Óttarr segir ekki ólíklegt að Björt framtíð eigi afturkvæmt á Alþingi. „Mér finnst það ekki ólíklegt, ég finn heilmikinn kraft, bæði í hópnum okkar og líka fyrir frjálslyndri pólitík almennt. Við fundum líka styrk í því að ná góðum árangri í krakkakosningunum þar sem við vorum með fjóra menn örugga inni og lítum á það sem góða vísbendingu um Bjarta framtíð.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Flokkurinn hvorki stendur né fellur með því hvort ég sé formaður,“ segir Óttarr Proppé spurður um stöðu hans sem formaður Bjartrar framtíðar eftir það afhroð sem flokkurinn galt í kosningunum á laugardag. „Við þurfum náttúrulega að fara í ákveðna naflaskoðun með flokkinn og staða formanns er auðvitað bara hluti af þeirri naflaskoðun.“ Óttarr segir flokkinn þó ekki vera að lognast út af. „Við erum náttúrulega í virkum meirihluta í fjórum stórum sveitarfélögum þar sem 2/3 landsmanna búa, þannig að það er allt á fullu í flokknum. En það er alveg klárt að við þurfum náttúrulega að skoða hvernig við erum að vinna hlutina, bæði í innanflokksmálum og skipulagsmálum,“ segir Óttarr, en bætir við að málefnalega standi flokkurinn sterkt. „Hann er alveg ágætur en augljóslega misjafn,“ segir Óttarr um móralinn í flokknum og bætir við: „En þessi ríkisstjórnarþátttaka var erfið og það voru ýmsir í hópnum sem voru ekki hrifnir henni. En við tókum það alvarlega að rísa upp í erfiðri stjórnarkreppu og axla ábyrgð.“ Óttarr segir flokkinn ekki síður hafa reynt að mynda stjórn í fimmflokkaviðræðunum á sínum tíma. „En það voru því miður aðrir sem voru tregir til þar.“ Óttarr er stoltur af mörgum verkum sem Björt framtíð kom að á þingi. Hann nefnir sérstaklega mál sem flokkurinn tók þátt í þvert á flokka, til að mynda útlendingamálin. Þá telur Óttarr þá ákvörðun Bjartrar framtíðar að slíta stjórnarsamstarfinu geta haft fordæmisgildi inn í framtíðina ekki síst vegna þess á hvaða forsendum stjórninni var slitið, en hann hefur líka áhyggjur af stjórnmálunum almennt. „Maður á mjög erfitt með að ímynda sér hvernig á að vinna sig út úr þessari stöðu í þinginu. Það eru mjög erfið verkefni fram undan og það kæmi mér ekki á óvart ef það væri styttra en fjögur ár og jafnvel mikið styttra í næstu kosningar eða allavega erfiða stjórnarkreppu,“ segir Óttarr og bætir við: „Ég hef á tilfinningunni að það sé í loftinu ákveðin afturhaldsbylgja sem ég held að muni ekki njóta almennra vinsælda meðal almennings og það gæti soðið upp úr ef fólkinu ofbýður. Það er mjög flókið verkefni hvernig stjórnmálamenn og flokkar umgangast tilfinningar almennings.“ Óttarr segir ekki ólíklegt að Björt framtíð eigi afturkvæmt á Alþingi. „Mér finnst það ekki ólíklegt, ég finn heilmikinn kraft, bæði í hópnum okkar og líka fyrir frjálslyndri pólitík almennt. Við fundum líka styrk í því að ná góðum árangri í krakkakosningunum þar sem við vorum með fjóra menn örugga inni og lítum á það sem góða vísbendingu um Bjarta framtíð.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira