Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 10:40 Bjarni Benediktsson eftir fund með forseta Íslands í dag. Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. Bjarni fór á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Bjarni segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkurinn eigi sterkasta tilkallið til stjórnarmyndunarumboðs í ljósi þess að flokkurinn er með mestan þingstyrk í kjölfar kosninganna. Hann gefur lítið fyrir tal að stjórnarandstaðan sé nú komin með 32 þingmanna meirihluta og eigi því tilkall til umboðsins. „Í fyrsta lagi finnst mér þetta hjákátleg skýring á niðurstöðum kosninganna. Auðvitað sjá það allir að það eru nýju flokkarnir sem eru stóru tíðindin í þessu. 32 þingmenn fyrir stjórnarandstöðu þegar einn stjórnarflokkurinn þurrkast út af þingi og hinir báðir tapa mönnum, það er enginn sigur fyrir stjórnarandstöðuna, enda var þetta ekki samstillt stjórnarandstaða,“ sagði Bjarni á blaðamannafundi að loknum fundi hans með forsetanum.Vill meira svigrúm til viðræðna Hann segir að enn séu menn að vinna úr niðurstöðum kosninganna. Hann segist hafa rætt við nokkra formenn flokka um mögulegt samstarf en vill þó ekki gefa upp hvaða formenn það eru. Hann benti á að báðir formennirnir sem hann gerði stjórnarsáttmála með hafi horfið af þingi um helgina og á þar við Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formann Viðreisnar og Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar. Hann segist því vona að stjórnmálamenn fái svigrúm til viðræðna svo hægt sé að komast að skynsamlegri niðurstöðu.Bjarni var fyrstur í röð þeirra stjórnmálamanna sem fara á fund forseta í dag. Vísir/Ernir„Ég er ekki kominn hingað í dag með formaðan meirihluta og ég er þeirrar skoðunar að það kunni jafnvel að vera ágætt í kjölfar þessara kosninga a leyfa rykinu aðeins að setjast og leyfa fólki að eiga samtal, jafnvel óformlegar viðræður.“Áttu von á löngum stjórnarmyndunarviðræðum? „Ég bara veit ekki hverju ég á von á.“ Hann segir það hafa orðið ljóst undanfarin ár að ef menn vilji styrkja sig sem stjórnmálum þá sé langbest að halda sig frá ríkisstjórn landsins. „Við þær aðstæður þá þurfa stjórnmálaleiðtogar aðeins að spyrja sig, á að gefa eftir gagnvart þessari tilfinningu og forðast ábyrgð, eða snýst þetta um að bera ábyrgð þegar er erfitt? Ég hef skipað mér í þennan seinni flokk að láta það ekki trufla mig þó það kunni að reyna á að taka þátt í að leiða fram niðurstöðu um stór mál, erfið mál,“ segir Bjarni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bein útsending: Formenn fara á fund forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun funda með formönnum allra flokkanna átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi á Bessastöðum í dag. 30. október 2017 08:00 Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. Bjarni fór á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Bjarni segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkurinn eigi sterkasta tilkallið til stjórnarmyndunarumboðs í ljósi þess að flokkurinn er með mestan þingstyrk í kjölfar kosninganna. Hann gefur lítið fyrir tal að stjórnarandstaðan sé nú komin með 32 þingmanna meirihluta og eigi því tilkall til umboðsins. „Í fyrsta lagi finnst mér þetta hjákátleg skýring á niðurstöðum kosninganna. Auðvitað sjá það allir að það eru nýju flokkarnir sem eru stóru tíðindin í þessu. 32 þingmenn fyrir stjórnarandstöðu þegar einn stjórnarflokkurinn þurrkast út af þingi og hinir báðir tapa mönnum, það er enginn sigur fyrir stjórnarandstöðuna, enda var þetta ekki samstillt stjórnarandstaða,“ sagði Bjarni á blaðamannafundi að loknum fundi hans með forsetanum.Vill meira svigrúm til viðræðna Hann segir að enn séu menn að vinna úr niðurstöðum kosninganna. Hann segist hafa rætt við nokkra formenn flokka um mögulegt samstarf en vill þó ekki gefa upp hvaða formenn það eru. Hann benti á að báðir formennirnir sem hann gerði stjórnarsáttmála með hafi horfið af þingi um helgina og á þar við Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formann Viðreisnar og Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar. Hann segist því vona að stjórnmálamenn fái svigrúm til viðræðna svo hægt sé að komast að skynsamlegri niðurstöðu.Bjarni var fyrstur í röð þeirra stjórnmálamanna sem fara á fund forseta í dag. Vísir/Ernir„Ég er ekki kominn hingað í dag með formaðan meirihluta og ég er þeirrar skoðunar að það kunni jafnvel að vera ágætt í kjölfar þessara kosninga a leyfa rykinu aðeins að setjast og leyfa fólki að eiga samtal, jafnvel óformlegar viðræður.“Áttu von á löngum stjórnarmyndunarviðræðum? „Ég bara veit ekki hverju ég á von á.“ Hann segir það hafa orðið ljóst undanfarin ár að ef menn vilji styrkja sig sem stjórnmálum þá sé langbest að halda sig frá ríkisstjórn landsins. „Við þær aðstæður þá þurfa stjórnmálaleiðtogar aðeins að spyrja sig, á að gefa eftir gagnvart þessari tilfinningu og forðast ábyrgð, eða snýst þetta um að bera ábyrgð þegar er erfitt? Ég hef skipað mér í þennan seinni flokk að láta það ekki trufla mig þó það kunni að reyna á að taka þátt í að leiða fram niðurstöðu um stór mál, erfið mál,“ segir Bjarni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bein útsending: Formenn fara á fund forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun funda með formönnum allra flokkanna átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi á Bessastöðum í dag. 30. október 2017 08:00 Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Bein útsending: Formenn fara á fund forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun funda með formönnum allra flokkanna átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi á Bessastöðum í dag. 30. október 2017 08:00
Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00
Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00