Þolinmæði gagnvart kerfisbreytingum Bolli Héðinsson skrifar 31. október 2017 07:00 Björt framtíð reis úr öskustónni fyrir kosningarnar 2016 með því að greiða einn flokka atkvæði gegn búvörusamningnum og sýna þannig fram á að hún væri flokkur kerfisbreytinga. Flokkurinn fór svo í ríkisstjórn án þess að ná fram kerfisbreytingum. Á meðan á ríkisstjórnarsamstarfinu stóð lágu forráðamenn Bjartrar framtíðar undir stöðugu ámæli fyrir að hafa farið í ríkisstjórn upp á þessi býti. Samfélagsmiðlar voru dag eftir dag uppfullir af ásökunum, dylgjum og oft á tíðum yfirgengilegri illmælgi í garð forystu Bjartrar framtíðar. Lærdómurinn af þessu hlýtur að vera sá að fyrir flokka eins og Samfylkinguna, Viðreisn og Pírata sem allir hafa boðað kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði, auk nýrrar stjórnarskrár, þá verða þessir flokkar að ná áþreifanlegum árangri í ríkisstjórnarsamstarfi strax svo þeir megi forðast það að lenda í því sama og Björt framtíð. Þolinmæði kjósenda fyrir sýnilegum árangri af stjórnarsamstarfi er ekki mæld í árum heldur fáeinum mánuðum.Útboð aflaheimilda – stjórnarskrá – landbúnaður Þannig geta Píratar ekki vænst friðhelgi frá kjósendum sínum ef ekki verður búið að skipa hóp til að beinlínis ganga frá nýrri stjórnarskrá í annarri eða þriðju viku eftir myndun ríkisstjórnar sem þeir eiga aðild að. Aukinn innflutningur landbúnaðarvara og dregið úr miðstýringu í mjólkur- og kjötframleiðslu yrði að sjást innan örfárra mánaða hjá Viðreisn og Samfylking yrði að tryggja að útboð veiðiheimilda vegna veiða á makríl fari fram ekki seinna en fyrir páska. Það er liðinn sá tími að nægi að segja kjósendum að málin séu komin í nefnd eða farveg og svo líður og bíður, ekkert gerist og fyrr en varir er komið að lokum kjörtímabils. Þessi vinnubrögð eru einfaldlega ekki lengur í boði. Almenningur sættir sig ekki við að slíkt sé viðhaft um mál sem þegar hafa verið rædd í þaula og vitað er hverjir eru og verða alltaf á móti og hverjir eru með. Þetta gildir a.m.k. um útboð aflaheimilda og nýja stjórnarskrá.Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Skoðun Mest lesið Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Björt framtíð reis úr öskustónni fyrir kosningarnar 2016 með því að greiða einn flokka atkvæði gegn búvörusamningnum og sýna þannig fram á að hún væri flokkur kerfisbreytinga. Flokkurinn fór svo í ríkisstjórn án þess að ná fram kerfisbreytingum. Á meðan á ríkisstjórnarsamstarfinu stóð lágu forráðamenn Bjartrar framtíðar undir stöðugu ámæli fyrir að hafa farið í ríkisstjórn upp á þessi býti. Samfélagsmiðlar voru dag eftir dag uppfullir af ásökunum, dylgjum og oft á tíðum yfirgengilegri illmælgi í garð forystu Bjartrar framtíðar. Lærdómurinn af þessu hlýtur að vera sá að fyrir flokka eins og Samfylkinguna, Viðreisn og Pírata sem allir hafa boðað kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði, auk nýrrar stjórnarskrár, þá verða þessir flokkar að ná áþreifanlegum árangri í ríkisstjórnarsamstarfi strax svo þeir megi forðast það að lenda í því sama og Björt framtíð. Þolinmæði kjósenda fyrir sýnilegum árangri af stjórnarsamstarfi er ekki mæld í árum heldur fáeinum mánuðum.Útboð aflaheimilda – stjórnarskrá – landbúnaður Þannig geta Píratar ekki vænst friðhelgi frá kjósendum sínum ef ekki verður búið að skipa hóp til að beinlínis ganga frá nýrri stjórnarskrá í annarri eða þriðju viku eftir myndun ríkisstjórnar sem þeir eiga aðild að. Aukinn innflutningur landbúnaðarvara og dregið úr miðstýringu í mjólkur- og kjötframleiðslu yrði að sjást innan örfárra mánaða hjá Viðreisn og Samfylking yrði að tryggja að útboð veiðiheimilda vegna veiða á makríl fari fram ekki seinna en fyrir páska. Það er liðinn sá tími að nægi að segja kjósendum að málin séu komin í nefnd eða farveg og svo líður og bíður, ekkert gerist og fyrr en varir er komið að lokum kjörtímabils. Þessi vinnubrögð eru einfaldlega ekki lengur í boði. Almenningur sættir sig ekki við að slíkt sé viðhaft um mál sem þegar hafa verið rædd í þaula og vitað er hverjir eru og verða alltaf á móti og hverjir eru með. Þetta gildir a.m.k. um útboð aflaheimilda og nýja stjórnarskrá.Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar