Óttarr segir Bjarta eiga framtíðina fyrir sér Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2017 19:30 Formaður Bjartrar framtíðar segir eðlilegt að hann axli ábyrgð á slæmri útkomu flokksins í kosningunum á laugardag með því að segja af sér formennsku. Stefna Bjartrar framtíðar eigi enn ríkt erindi en þegar menn séu farnir að þvælast fyrir sé rétt að þeir dragi sig í hlé. Óttarr Proppé tilkynnti í morgun að hann ætlaði að segja af sér sem formaður Bjartrar framtíðar en flokkurinn fékk aðeins 1,2 prósent atkvæða í kosningunum á laugardag. „Mér finnst bara eðlilegt að axla ábyrgð á útkomu flokksins í kosningunum núna um helgina. Þetta voru náttúrlega mjög slæm úrslit sem Björt framtíð fékk og mjög slæm skilaboð fyrir okkar pólitík og okkar áherslur í pólitík,“ segir Óttarr. Hins vegar eigi þær áherslur enn fullt erindi en eðlilegt að aðrir taki við forystunni til að koma stefnunni áfram. „Um breytt stjórnmál, frjálslynda umhverfisstefnu og svo framvegis. Þetta skiptir máli í íslenskri pólitík. Við sjáum það sérstaklega núna miðað við stjórnarmyndunarviðræðurnar. Ég hef alltaf sagt að ég vilji vera í pólitík til að gera gagn. En þegar maður er farinn að þvælast fyrir á maður að fara til hliðar,“ segir formaðurinn fráfarandi. Óttarr er ekki í nokkrum vafa um hvað það var sem varð til þess að fylgið hrundi af flokknum. „Ég fann það og við fundum það mjög sterkt að það var þátttaka okkar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem sat mjög í okkar stuðningsmönnum. Fólki fannst það erfið ákvörðun. Það var erfið og umdeild stjórn. Fólki fannst að trúverðugleikinn hefði laskast,“ segir Óttarr. Björt framtíð er í meirihlutasamstarfi í fjórum sveitarfélögum, Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi á Akranesi og á fulltrúa bæjarstjórn Garðabæjar, Akureyrar og Árborgar. Óttarr segir flokkinn geta komið sterkan til leiks í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. „Björt framtíð hefur staðið sig vel í meirihlutum í fjórum sveitarfélögum þar sem yfir tveir þriðju landsmanna búa. Við höfum kannski ekki unnið með miklum látum en að umbótaverkefnum og breiðari sátt innan þessara sveitarfélaga og ég held að það eigi eftir að skila sér,“ segir Óttarr Proppé. Kosningar 2017 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Formaður Bjartrar framtíðar segir eðlilegt að hann axli ábyrgð á slæmri útkomu flokksins í kosningunum á laugardag með því að segja af sér formennsku. Stefna Bjartrar framtíðar eigi enn ríkt erindi en þegar menn séu farnir að þvælast fyrir sé rétt að þeir dragi sig í hlé. Óttarr Proppé tilkynnti í morgun að hann ætlaði að segja af sér sem formaður Bjartrar framtíðar en flokkurinn fékk aðeins 1,2 prósent atkvæða í kosningunum á laugardag. „Mér finnst bara eðlilegt að axla ábyrgð á útkomu flokksins í kosningunum núna um helgina. Þetta voru náttúrlega mjög slæm úrslit sem Björt framtíð fékk og mjög slæm skilaboð fyrir okkar pólitík og okkar áherslur í pólitík,“ segir Óttarr. Hins vegar eigi þær áherslur enn fullt erindi en eðlilegt að aðrir taki við forystunni til að koma stefnunni áfram. „Um breytt stjórnmál, frjálslynda umhverfisstefnu og svo framvegis. Þetta skiptir máli í íslenskri pólitík. Við sjáum það sérstaklega núna miðað við stjórnarmyndunarviðræðurnar. Ég hef alltaf sagt að ég vilji vera í pólitík til að gera gagn. En þegar maður er farinn að þvælast fyrir á maður að fara til hliðar,“ segir formaðurinn fráfarandi. Óttarr er ekki í nokkrum vafa um hvað það var sem varð til þess að fylgið hrundi af flokknum. „Ég fann það og við fundum það mjög sterkt að það var þátttaka okkar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem sat mjög í okkar stuðningsmönnum. Fólki fannst það erfið ákvörðun. Það var erfið og umdeild stjórn. Fólki fannst að trúverðugleikinn hefði laskast,“ segir Óttarr. Björt framtíð er í meirihlutasamstarfi í fjórum sveitarfélögum, Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi á Akranesi og á fulltrúa bæjarstjórn Garðabæjar, Akureyrar og Árborgar. Óttarr segir flokkinn geta komið sterkan til leiks í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. „Björt framtíð hefur staðið sig vel í meirihlutum í fjórum sveitarfélögum þar sem yfir tveir þriðju landsmanna búa. Við höfum kannski ekki unnið með miklum látum en að umbótaverkefnum og breiðari sátt innan þessara sveitarfélaga og ég held að það eigi eftir að skila sér,“ segir Óttarr Proppé.
Kosningar 2017 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira