Methagnaður í fyrra hjá Kúkú Campers Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. október 2017 06:00 Lárus Guðbjartsson og Steinarr Lár Steinarsson, eigendur Kúkú Campers. Húsbílaleigan Kúkú Campers hagnaðist um 154 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 58 prósent milli ára. Um er að ræða besta rekstrarár fyrirtækisins frá því það var stofnað en Kúkú Campers hefur notið mikilla vinsælda meðal erlendra ferðamanna á undanförnum árum. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 2012 og hefur vaxið úr einum gömlum Renault-bíl í eina stærstu húsbílaleigu landsins með hátt í 250 sérútbúnar bifreiðar. Annar eigenda fyrirtækisins segir að íslenski markaðurinn sé mettur og að Kúkú Campers ætli að stækka enn við sig í Bandaríkjunum þar sem fyrirtækið hóf útrás í ársbyrjun. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins Kúkú Campers fyrir árið 2016 kemur fram að ferðamenn hafi leigt bíla hjá fyrirtækinu fyrir tæpar 460 milljónir króna á síðasta ári. Er það gríðarleg aukning frá árinu 2015 þegar salan nam 285 milljónum króna. Eigendur Kúkú Campers eru frændurnir Steinarr Lár Steinarsson og Lárus Guðbjartsson, en fram kemur í ársreikningum að þeir hafi greitt sér 80 milljónir króna í arð í fyrra. Lárus segir í samtali við Fréttablaðið að vöxtinn megi rekja til þess að ráðist var í að nærri tvöfalda bílaflotann milli áranna 2015 og 2016. „Það hefði ekki mátt vera meiri stækkun miðað við það sem við sjáum í sumar og aðrir í sambærilegum rekstri. Það var vöntun á þessum markaði en hann virðist mettur miðað við það sem sjáum núna,“ segir Lárus og bætir við að klár merki um þrengingar séu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi sem fyrst og fremst megi rekja til krónunnar. Reksturinn það sem af er ári hafi litast af því. Litlar líkur séu á viðlíka vexti milli ára og í fyrra en hann segir þó vonir standa til að reksturinn í ár verði á pari við árið í fyrra. Í ársbyrjun opnaði Kúkú Campers starfsstöð í Colorado í Bandaríkjunum. Byrjað hafi verið með 20 bíla vestanhafs og voru viðtökurnar í sumar fram úr væntingum. Lárus segir framtíðarfókus Kúkú Campers liggja erlendis og að mikil tækifæri séu í Bandaríkjunum. „Starfsstöðin í Bandaríkjunum er í rólegum en góðum vexti. Við færðum út vörumerkið og sjáum að þetta á heima víðar en á Íslandi og er að virka. Við sjáum ekki fram á annað en að stækka meira þar og setja fókusinn meira á erlenda grund. Það eru ákveðnar vaxtarhömlur á ferðaþjónustunni hér núna og því ágætt að horfa annað.“ Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira
Húsbílaleigan Kúkú Campers hagnaðist um 154 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 58 prósent milli ára. Um er að ræða besta rekstrarár fyrirtækisins frá því það var stofnað en Kúkú Campers hefur notið mikilla vinsælda meðal erlendra ferðamanna á undanförnum árum. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 2012 og hefur vaxið úr einum gömlum Renault-bíl í eina stærstu húsbílaleigu landsins með hátt í 250 sérútbúnar bifreiðar. Annar eigenda fyrirtækisins segir að íslenski markaðurinn sé mettur og að Kúkú Campers ætli að stækka enn við sig í Bandaríkjunum þar sem fyrirtækið hóf útrás í ársbyrjun. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins Kúkú Campers fyrir árið 2016 kemur fram að ferðamenn hafi leigt bíla hjá fyrirtækinu fyrir tæpar 460 milljónir króna á síðasta ári. Er það gríðarleg aukning frá árinu 2015 þegar salan nam 285 milljónum króna. Eigendur Kúkú Campers eru frændurnir Steinarr Lár Steinarsson og Lárus Guðbjartsson, en fram kemur í ársreikningum að þeir hafi greitt sér 80 milljónir króna í arð í fyrra. Lárus segir í samtali við Fréttablaðið að vöxtinn megi rekja til þess að ráðist var í að nærri tvöfalda bílaflotann milli áranna 2015 og 2016. „Það hefði ekki mátt vera meiri stækkun miðað við það sem við sjáum í sumar og aðrir í sambærilegum rekstri. Það var vöntun á þessum markaði en hann virðist mettur miðað við það sem sjáum núna,“ segir Lárus og bætir við að klár merki um þrengingar séu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi sem fyrst og fremst megi rekja til krónunnar. Reksturinn það sem af er ári hafi litast af því. Litlar líkur séu á viðlíka vexti milli ára og í fyrra en hann segir þó vonir standa til að reksturinn í ár verði á pari við árið í fyrra. Í ársbyrjun opnaði Kúkú Campers starfsstöð í Colorado í Bandaríkjunum. Byrjað hafi verið með 20 bíla vestanhafs og voru viðtökurnar í sumar fram úr væntingum. Lárus segir framtíðarfókus Kúkú Campers liggja erlendis og að mikil tækifæri séu í Bandaríkjunum. „Starfsstöðin í Bandaríkjunum er í rólegum en góðum vexti. Við færðum út vörumerkið og sjáum að þetta á heima víðar en á Íslandi og er að virka. Við sjáum ekki fram á annað en að stækka meira þar og setja fókusinn meira á erlenda grund. Það eru ákveðnar vaxtarhömlur á ferðaþjónustunni hér núna og því ágætt að horfa annað.“
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira