Fótbolti

Messi á von á lífstíðarsamning líkt og Iniesta skrifaði undir

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sá besti frá upphafi vilja margir meina.
Sá besti frá upphafi vilja margir meina. Vísir/getty
Framkvæmdarstjóri Barcelona, Oscar Grau, segir að sambærilegur lífstíðarsamningur og Andres Iniesta skrifaði undir hjá félaginu á dögunum sé handan hornsins fyrir Lionel Messi.

Eftir töluverðan ágreining um nýjan samning fyrir spænska landsliðsmanninn Iniesta skrifaði hann á dögunum undir samning sem Börsungar sögðu að væri til lífstíðar. Hann yrði samningsbundinn liðinu á meðan hann væri enn að spila.

Næstur á lista hjá Barcelona er hinn argentínski Messi sem samþykkti nýjan samning í sumar en á enn eftir að skrifa undir hann. Hefur hann verið orðaður við önnur lið eftir að hafa verið einn besti leikmaður heims í sigursælu liði Barcelona undanfarin þrettán ár.

„Hann samþykkti nýjan samning til fjögurra ára í júní en það er á borðinu að bjóða honum samning til lífstíðar. Hugmynd okkar er að hann verði hér allan ferilinn og að hann fái starf hjá félaginu þegar hann leggur skóna á hilluna,“ sagði Grau.

Hinn þrítugi Messi sem er ásamt Iniesta sigursælasti leikmaður í sögu félagsins með 30 titla hefur leikið 596 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum og skorað í þeim 522 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×