NBA: OKC tapaði aftur og nú á flautukörfu rétt innan miðju | Sjáið sigurkörfuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 07:30 Andrew Wiggins var hetja Minnesota Timberwolves í nótt. Vísir/Getty Oklahoma City Thunder liðið byrjar ekki nógu vel með nýju stjörnuleikmennina sína en liðið tapaði sínum öðrum leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers er líka með tvö töp í fyrstu þremur leikjum sínum. Andrew Wiggins var hetja Minnesota Timberwolves í 115-113 útisigri á Oklahoma City Thunder þegar hann skoraði sigurkörfuna um leið og tíminn rann út. Wiggins skoraði þá þriggja stiga körfu rétt innan miðju, spjaldið ofaní og OKC-liðið varð að sætta sig við annan tapleikinn í röð. Carmelo Anthony hafði komið Oklahoma City Thunder einu stigi yfir með þriggja stiga körfu þegar 5,1 sekúndur voru eftir og var því nálægt því að tryggja sinu nýja liði sigurinn. Oklahoma City Thunder vann sig inn í leikinn á ný í lokaleikhlutanum eftir að hafa verið þrettán stigum undir fyrir hann, 88-75. Andrew Wiggins var með 27 stig fyrir Minnesota Timberwolves í leiknum og Karl-Anthony Towns skoraði 27 stig og tók 12 fráköst að auki. Russell Westbrook var stigahæstur hjá Oklahoma City með 31 stig auk þess að gefa 10 stoðsendingar og taka 5 fráköst. Carmelo Anthony skoraði 23 stig, Steven Adams var með 17 stig og 13 fráköst og Paul George var með 14 stig og 8 stoðsendingar.Anthony Davis skoraði 27 stig og 17 fráköst í fyrsta sigri New Orleans Pelicans á tímabilinu en liðið vann þá 119-112 útisigur á Los Angeles Lakers. DeMarcus Cousins bætti við 22 stigum, 11 fráköstum og 8 stoðsendingum. Nýliðinn Lonzo Ball gaf 13 stoðsendingar á félaga sína í Lakers-liðinu en klikkaði aftur á móti á 10 af 13 skotum sínum og endaði bara með 8 stig auk 8 frákasta. Jordan Clarkson kom með 24 stig inn af bekknum.Allen Crabbe var með 20 stig þegar Brooklyn Nets vann 116-104 á Atlanta Hawks. DeMarre Carroll bætti við 17 stigum og þeir Caris LeVert og D'Angelo Russell skoruðu báðir 16 stig fyrir Nets-liðið sem hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum. Marco Belinelli var stighæstur hjá Atlanta með 19 stig en þetta var annar tapleikur liðsins. í röð. Atlanta tapaði ekki bara leiknum heldur meiddist þýski leikstjórnandinn Dennis Schroeder líka á ökkla og þurfti hjálp til að komast af velli.Úrslitin úr NBA-deildinni í nótt: Brooklyn Nets - Atlanta Hawks 116-104 Oklahoma City Thunder - Minnesota Timberwolves 113-115 Los Angeles Lakers - New Orleans Pelicans 112-119 NBA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Oklahoma City Thunder liðið byrjar ekki nógu vel með nýju stjörnuleikmennina sína en liðið tapaði sínum öðrum leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers er líka með tvö töp í fyrstu þremur leikjum sínum. Andrew Wiggins var hetja Minnesota Timberwolves í 115-113 útisigri á Oklahoma City Thunder þegar hann skoraði sigurkörfuna um leið og tíminn rann út. Wiggins skoraði þá þriggja stiga körfu rétt innan miðju, spjaldið ofaní og OKC-liðið varð að sætta sig við annan tapleikinn í röð. Carmelo Anthony hafði komið Oklahoma City Thunder einu stigi yfir með þriggja stiga körfu þegar 5,1 sekúndur voru eftir og var því nálægt því að tryggja sinu nýja liði sigurinn. Oklahoma City Thunder vann sig inn í leikinn á ný í lokaleikhlutanum eftir að hafa verið þrettán stigum undir fyrir hann, 88-75. Andrew Wiggins var með 27 stig fyrir Minnesota Timberwolves í leiknum og Karl-Anthony Towns skoraði 27 stig og tók 12 fráköst að auki. Russell Westbrook var stigahæstur hjá Oklahoma City með 31 stig auk þess að gefa 10 stoðsendingar og taka 5 fráköst. Carmelo Anthony skoraði 23 stig, Steven Adams var með 17 stig og 13 fráköst og Paul George var með 14 stig og 8 stoðsendingar.Anthony Davis skoraði 27 stig og 17 fráköst í fyrsta sigri New Orleans Pelicans á tímabilinu en liðið vann þá 119-112 útisigur á Los Angeles Lakers. DeMarcus Cousins bætti við 22 stigum, 11 fráköstum og 8 stoðsendingum. Nýliðinn Lonzo Ball gaf 13 stoðsendingar á félaga sína í Lakers-liðinu en klikkaði aftur á móti á 10 af 13 skotum sínum og endaði bara með 8 stig auk 8 frákasta. Jordan Clarkson kom með 24 stig inn af bekknum.Allen Crabbe var með 20 stig þegar Brooklyn Nets vann 116-104 á Atlanta Hawks. DeMarre Carroll bætti við 17 stigum og þeir Caris LeVert og D'Angelo Russell skoruðu báðir 16 stig fyrir Nets-liðið sem hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum. Marco Belinelli var stighæstur hjá Atlanta með 19 stig en þetta var annar tapleikur liðsins. í röð. Atlanta tapaði ekki bara leiknum heldur meiddist þýski leikstjórnandinn Dennis Schroeder líka á ökkla og þurfti hjálp til að komast af velli.Úrslitin úr NBA-deildinni í nótt: Brooklyn Nets - Atlanta Hawks 116-104 Oklahoma City Thunder - Minnesota Timberwolves 113-115 Los Angeles Lakers - New Orleans Pelicans 112-119
NBA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira