Eiður Smári: EM að þakka að ég enda ekki sem gamall og bitur maður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 08:30 Eiður Smári Guðjohnsen þakkar fyrir leik á EM 2016. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen endaði ferilinn sinn í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 og hann er þakklátur fyrir það að hafa fengið að taka þátt í stórmóti með íslenska landsliðinu. Eiður Smári ræddi afrek íslenska karlalandsliðsins að komast inn á HM í Rússlandi við blaðmanninn Ashley Hammond hjá Flóafréttum, Gulfnews International. Íslensku strákarnir náðu að fylgja eftir sögulegum árangri á EM með því að halda áfram að endurskrifa íslenska knattspyrnusögu. Ashley Hammond byrjar viðtalið á því að segja frá því að Eiður Smári hafi skorað 26 mörk í 88 landsleikjum frá 1996 til 2016 en að landsliðið hafi aðeins byrjað að komast inn á stórmót þegar komið var að því hjá honum að leggja skóna á hilluna. Eiður Smári var hinsvegar með íslenska landsliðinu á fyrsta stórmótinu á EM í Frakklandi sumarið 2016 þar sem hann kom inná sem varamaður í jafnteflinu á móti Ungverjalandi og í leiknum á móti Frakklandi í átta liða úrslitunum. „Evrópumótið hjálpaði mér svo sannarlega,“ sagði Eiður Smári þar sem hann hitti blaðamann Flóafrétta á hóteli í Dúbæ þar sem hann er að kenna við Football Escapes knattspyrnuskólann. „Ég spilaði bara tvo leiki og aðeins í tíu til fimmtán mínútur en það var nóg til að gefa mér fyllingu og upplifa draum sem ég hafði átt frá því að ég var strákur,“ sagði Eiður Smári. „Nú er auðveldara fyrir mig að sjá þá fara inn á HM án þess að ég fái að vera með. Ef ég hefði ekki farið með á EM þá værir þú líklega að horfa á bitran gamlan mann,“ sagði Eiður Smári sem segir að skrokkurinn sé búinn að setja stopp. „Ég mun vilja spila fótbolta þar til að ég dey en líkamlega þá get ég það ekki lengur,“ sagði Eiður Smári. Hann veit að hann átti sinn þátt í þessu öllu saman ekki síst sem sterk fyrirmynd fyrir þá stráka sem eru í aðalhlutverki í íslenska landsliðinu í dag. Það má lesa allt viðtalið við Eið Smára með því að smella hér.Eiður Smári var nálægt því að skora í Ungverjaleiknum.Vísir/GettyEiður Smári að koma inn á í fyrsta sinn á stórmóti.Vísir/GettyEiður Smári kemur inn á fyrir Kolbein Sigþórsson í leiknum á móti Ungverjalandi á EM 2016.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen endaði ferilinn sinn í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 og hann er þakklátur fyrir það að hafa fengið að taka þátt í stórmóti með íslenska landsliðinu. Eiður Smári ræddi afrek íslenska karlalandsliðsins að komast inn á HM í Rússlandi við blaðmanninn Ashley Hammond hjá Flóafréttum, Gulfnews International. Íslensku strákarnir náðu að fylgja eftir sögulegum árangri á EM með því að halda áfram að endurskrifa íslenska knattspyrnusögu. Ashley Hammond byrjar viðtalið á því að segja frá því að Eiður Smári hafi skorað 26 mörk í 88 landsleikjum frá 1996 til 2016 en að landsliðið hafi aðeins byrjað að komast inn á stórmót þegar komið var að því hjá honum að leggja skóna á hilluna. Eiður Smári var hinsvegar með íslenska landsliðinu á fyrsta stórmótinu á EM í Frakklandi sumarið 2016 þar sem hann kom inná sem varamaður í jafnteflinu á móti Ungverjalandi og í leiknum á móti Frakklandi í átta liða úrslitunum. „Evrópumótið hjálpaði mér svo sannarlega,“ sagði Eiður Smári þar sem hann hitti blaðamann Flóafrétta á hóteli í Dúbæ þar sem hann er að kenna við Football Escapes knattspyrnuskólann. „Ég spilaði bara tvo leiki og aðeins í tíu til fimmtán mínútur en það var nóg til að gefa mér fyllingu og upplifa draum sem ég hafði átt frá því að ég var strákur,“ sagði Eiður Smári. „Nú er auðveldara fyrir mig að sjá þá fara inn á HM án þess að ég fái að vera með. Ef ég hefði ekki farið með á EM þá værir þú líklega að horfa á bitran gamlan mann,“ sagði Eiður Smári sem segir að skrokkurinn sé búinn að setja stopp. „Ég mun vilja spila fótbolta þar til að ég dey en líkamlega þá get ég það ekki lengur,“ sagði Eiður Smári. Hann veit að hann átti sinn þátt í þessu öllu saman ekki síst sem sterk fyrirmynd fyrir þá stráka sem eru í aðalhlutverki í íslenska landsliðinu í dag. Það má lesa allt viðtalið við Eið Smára með því að smella hér.Eiður Smári var nálægt því að skora í Ungverjaleiknum.Vísir/GettyEiður Smári að koma inn á í fyrsta sinn á stórmóti.Vísir/GettyEiður Smári kemur inn á fyrir Kolbein Sigþórsson í leiknum á móti Ungverjalandi á EM 2016.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira