„Við fengum annað tækifæri í lífinu“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 23. október 2017 19:30 Frændsystkin á unglingsaldri segjast hafa fengið annað tækifæri í lífinu þegar þau sluppu ómeidd frá hryðjuverkaárás í Manchester í maí. Þau hafa nú sett á fót söfnunarvef fyrir stærsta barnaspítala borgarinnar, en þangað komu fjölmörg fórnarlömb árásarinnar og fengu aðhlynningu. Ísak Snær Ægisson og Kara Lind Óskarsdóttir voru á meðal þeirra rúmlega 14 þúsund aðdáenda söngkonunnar Ariönu Grande sem staddir voru á tónleikum hennar á Manchester Arena þann 22. maí. Þar létust 22 tónleikagestir þegar sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sig í loft upp við inngang leikvangsins. Þau Ísak og Kara segjast einfaldlega hafa hlaupið eins hratt og fætur toguðu þegar þau áttuðu sig á því hvernig í pottinn var búið og telja sig afar heppin að hafa sloppið ómeidd. Þau segja áfallið talsvert og þau séu enn óstyrk og vör um sig þegar þau heyra háa hvelli eða óvenjuleg hljóð á almannafæri. Þau segjast lengi hafa vilja leggja eitthvað af mörkum og ákváðu því að stofna söfnunarvefinn isakandkara.com þar sem hægt er að styrkja barnaspítalann Royal Manchester Children's Hospital. Þau vonast til þess að safna sem hæstri upphæð sem þau ætla svo að afhenda forsvarsmönnum spítalans persónulega í janúar.Rætt var við Ísak Snæ og Köru Lind í kvöldfréttum Stöðvar 2, en viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Frændsystkin á unglingsaldri segjast hafa fengið annað tækifæri í lífinu þegar þau sluppu ómeidd frá hryðjuverkaárás í Manchester í maí. Þau hafa nú sett á fót söfnunarvef fyrir stærsta barnaspítala borgarinnar, en þangað komu fjölmörg fórnarlömb árásarinnar og fengu aðhlynningu. Ísak Snær Ægisson og Kara Lind Óskarsdóttir voru á meðal þeirra rúmlega 14 þúsund aðdáenda söngkonunnar Ariönu Grande sem staddir voru á tónleikum hennar á Manchester Arena þann 22. maí. Þar létust 22 tónleikagestir þegar sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sig í loft upp við inngang leikvangsins. Þau Ísak og Kara segjast einfaldlega hafa hlaupið eins hratt og fætur toguðu þegar þau áttuðu sig á því hvernig í pottinn var búið og telja sig afar heppin að hafa sloppið ómeidd. Þau segja áfallið talsvert og þau séu enn óstyrk og vör um sig þegar þau heyra háa hvelli eða óvenjuleg hljóð á almannafæri. Þau segjast lengi hafa vilja leggja eitthvað af mörkum og ákváðu því að stofna söfnunarvefinn isakandkara.com þar sem hægt er að styrkja barnaspítalann Royal Manchester Children's Hospital. Þau vonast til þess að safna sem hæstri upphæð sem þau ætla svo að afhenda forsvarsmönnum spítalans persónulega í janúar.Rætt var við Ísak Snæ og Köru Lind í kvöldfréttum Stöðvar 2, en viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira