Byggjum samfélag jafnra tækifæra Páll Valur Björnsson skrifar 24. október 2017 07:00 Það hvernig búið er að börnum, ungmennum og þeim sem standa höllum fæti vegna fátæktar, fötlunar eða skerðinga er sá mælikvarði sem segir mest til um hversu góð eða vond samfélög eru og hversu vel stjórnmál og stjórnsýsla vinna í þágu almennings. Hvernig kemur samfélagið okkar, stjórnmálin og stjórnsýslan út þegar þessi mælikvarði er lagður á? Mér finnst samfélag okkar alls ekki standa sig nógu vel og síðustu ríkisstjórnir hafa kolfallið á prófinu. Nýlegar upplýsingar frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (Unicef) sýna að meira en sex þúsund börn líða efnislegan skort hér á landi. Fleiri hundruð börn bíða eftir greiningu og úrræðum vegna ADHD og annarra raskana. Flóttafólki með börn er ítrekað vísað úr landi og út í fullkomna óvissu, jafnvel þó að börnin séu með sjúkdóma sem krefjast sérhæfðrar læknisþjónustu sem ekki er hægt að veita í fátækum löndum. Mannréttindi snúast um jöfn tækifæri fólks. Jöfn tækifæri fólks eru mannréttindi sem við höfum skuldbundið okkur til að virða og framfylgja, meðal annars með því að gerast aðilar að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þetta er því ekki spurning um skoðanir. Þetta eru beinharðar skyldur sem stjórnvöld eiga að taka grafalvarlega. Þær tvær ríkisstjórnir sem hér hafa setið síðustu fjögur ár virðast hafa haft mjög lítinn áhuga á jöfnuði og það er líklega skoðun þeirra ráðherra sem í þeim hafa setið og þeirra stjórnmálaflokka sem að þeim hafa staðið að jöfnuður sé ekki æskilegur. Því er ég og við í Samfylkingunni algjörlega ósammála. Við þurfum nýja ríkisstjórn í þessu landi sem tekur mannréttindi og skyldur sínar við að tryggja fólki jöfn tækifæri mjög alvarlega. Þannig, og aðeins þannig, getum við búið hér til gott og réttlátt samfélag. Samfélag sem ræktar heiðarleika, kærleika og ábyrgð ásamt hófsemd og auðmýkt, samfélag sem setur málefni barna sinna og þeirra sem höllustum fæti standa í samfélaginu í forgang, samfélag sem tekur nýjum þegnum sem hér vilja búa opnum örmum, og síðast en ekki síst tryggir eldri borgurum sínum áhyggjulausa göngu inn í sólarlag lífs síns. Þannig samfélag lendir ekki í hruni, þannig samfélag setur bönd á græðgina, það hafnar hrokanum og metur heiðarleika og ábyrgð miklu meira en munað og auð. Þannig samfélagi viljum við í Samfylkingunni berjast fyrir. Höfundur er í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Af hverju kílómetragjald? Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Það hvernig búið er að börnum, ungmennum og þeim sem standa höllum fæti vegna fátæktar, fötlunar eða skerðinga er sá mælikvarði sem segir mest til um hversu góð eða vond samfélög eru og hversu vel stjórnmál og stjórnsýsla vinna í þágu almennings. Hvernig kemur samfélagið okkar, stjórnmálin og stjórnsýslan út þegar þessi mælikvarði er lagður á? Mér finnst samfélag okkar alls ekki standa sig nógu vel og síðustu ríkisstjórnir hafa kolfallið á prófinu. Nýlegar upplýsingar frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (Unicef) sýna að meira en sex þúsund börn líða efnislegan skort hér á landi. Fleiri hundruð börn bíða eftir greiningu og úrræðum vegna ADHD og annarra raskana. Flóttafólki með börn er ítrekað vísað úr landi og út í fullkomna óvissu, jafnvel þó að börnin séu með sjúkdóma sem krefjast sérhæfðrar læknisþjónustu sem ekki er hægt að veita í fátækum löndum. Mannréttindi snúast um jöfn tækifæri fólks. Jöfn tækifæri fólks eru mannréttindi sem við höfum skuldbundið okkur til að virða og framfylgja, meðal annars með því að gerast aðilar að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þetta er því ekki spurning um skoðanir. Þetta eru beinharðar skyldur sem stjórnvöld eiga að taka grafalvarlega. Þær tvær ríkisstjórnir sem hér hafa setið síðustu fjögur ár virðast hafa haft mjög lítinn áhuga á jöfnuði og það er líklega skoðun þeirra ráðherra sem í þeim hafa setið og þeirra stjórnmálaflokka sem að þeim hafa staðið að jöfnuður sé ekki æskilegur. Því er ég og við í Samfylkingunni algjörlega ósammála. Við þurfum nýja ríkisstjórn í þessu landi sem tekur mannréttindi og skyldur sínar við að tryggja fólki jöfn tækifæri mjög alvarlega. Þannig, og aðeins þannig, getum við búið hér til gott og réttlátt samfélag. Samfélag sem ræktar heiðarleika, kærleika og ábyrgð ásamt hófsemd og auðmýkt, samfélag sem setur málefni barna sinna og þeirra sem höllustum fæti standa í samfélaginu í forgang, samfélag sem tekur nýjum þegnum sem hér vilja búa opnum örmum, og síðast en ekki síst tryggir eldri borgurum sínum áhyggjulausa göngu inn í sólarlag lífs síns. Þannig samfélag lendir ekki í hruni, þannig samfélag setur bönd á græðgina, það hafnar hrokanum og metur heiðarleika og ábyrgð miklu meira en munað og auð. Þannig samfélagi viljum við í Samfylkingunni berjast fyrir. Höfundur er í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun