Og hvað svo? Ólafur Loftsson skrifar 24. október 2017 10:15 18. október síðastliðinn hélt Kennarasamband Íslands, í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, opinn fund með fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram á landsvísu. Allir flokkarnir sendu fulltrúa á fundinn. Spurningar voru lagðar fyrir frambjóðendur, bæði af hálfu fundarstjóra og fundarmanna. Mikill samhljómur var meðal frambjóðendanna um nokkur mikilvæg mál. Þeir eru sammála um að menntun sé undirstaða framfara allra þjóða, kennarastarfið sé eitt hið mikilvægasta sem um getur, álag á kennara sé allt of mikið, verkefnum þeirra verði að fækka, efla verði faglega stöðu þeirra, ná verði þjóðarsátt um að hækka laun þeirra og gera þau samkeppnishæf. Þegar frambjóðendur voru spurðir hvað þeir teldu eðlileg byrjunarlaun eftir 5 ára háskólanám voru þeir meira að segja nokkuð sammála. Byrjunarlaun kennara með 5 ára meistaranám ættu að vera á bilinu 600 – 700.000 kr. Það er nokkuð frá raunveruleikanum. Þetta hljómar allt vel hjá frambjóðendunum – EN þetta hefur maður heyrt margoft áður. Alveg nákvæmlega sömu klisjurnar, kosningar eftir kosningar.Staðreyndir Það liggur fyrir að viðvarandi kennaraskortur er í leikskólum landsins. Það vantar um 1.300 kennara til að uppfylla lög nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara. Það er því grafalvarlegt ástand á fyrsta skólastiginu en því er ætlað að leggja grunn að framtíðarnámi barnanna okkar. Í grunnskóla er alvarlegur kennaraskortur fram undan. Svo alvarlegur að Ríkisendurskoðun snuprar yfirvöld og segir þau ekki „…hafa hugað nægilega vel að dvínandi aðsókn í kennaranám og aðsteðjandi hættu á kennaraskorti. Ríkisendurskoðun hvetur stjórnvöld til að grípa til aðgerða til að sporna við þessari þróun svo að framfylgja megi markmiðum laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla“. Stefán Hrafn Jónsson, prófessor við félagsvísindasvið Háskóla Íslands, og Helgi Eiríkur Eyjólfsson MA-nemi komast að sömu niðurstöðu í athugun sinni á framtíðarhorfum grunnskólakennara. Alvarlegur kennaraskortur er fram undan verði ekkert að gert. Meðalaldur kennara í grunn- og framhaldsskólum hækkar stöðugt og er nú rúm 50 ár á framhaldsskólastiginu. Vert er að benda á að í dag eru um 10.000 manns sem hafa menntað sig til að verða grunnskólakennarar. Við kennslu starfa hins vegar aðeins um 4.400 og fer fækkandi. Síðustu ár hefur ekki tekist að manna grunnskólana með kennurum og undanþágum fyrir leiðbeinendur fjölgar ár frá ári. Þetta er að gerast þrátt fyrir að „nóg“ sé til af kennurum. Og fyrir þá sem telja að best sé að stytta kennaranám úr 5 árum í 3 vil ég segja; þeir rúmlega 5.000 kennarar sem hafa menntað sig til að starfa við grunnskólakennslu en starfa við annað hafa allir 3 ára B.ed. próf. Námslengdin veldur því ekki að þeir velja sér annað starf.Hvað er til ráða? Það þarf ekki margar nefndir eða starfshópa til að finna út úr því. Það duga engar töfralausnir eins og stjórnmálamönnum er tamt að tala um. Það verður fyrst og fremst að hækka laun og bæta starfsaðstæður. Þetta eru tvö lang-, langmikilvægustu atriðin. Ef koma á í veg fyrir flótta úr kennarastétt, koma í veg fyrir kennaraskort, fjölga kennaranemum og stuðla að eðlilegri endurnýjun meðal kennara verður að gera störf í skólum landsins samkeppnishæf við almennan markað. Þetta er ekkert flókið.Lausn í sjónmáli? Miðað við ræður frambjóðenda á umræddum framboðsfundi höfum við ekkert að óttast. Þeir eru sammála því að það verði að grípa til aðgerða – eins og alltaf! Vandamálið er öllum ljóst – stærstu þættir lausnarinnar eru ljósir og flestir eru sammála um megináherslurnar. Hvert er þá vandamálið? Ég vona að ég lifi þann dag að sjá stjórnmálamenn landsins standa í lappirnar og sýna ábyrgð í málinu – sjá þá setja menntun raunverulega í forgang – ekki bara á framboðsfundum. Vandamálið liggur fyrir – lausnirnar eru til. Ég ætla að kjósa það framboð sem er líklegast til að gera eitthvað í málinu.Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
18. október síðastliðinn hélt Kennarasamband Íslands, í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, opinn fund með fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram á landsvísu. Allir flokkarnir sendu fulltrúa á fundinn. Spurningar voru lagðar fyrir frambjóðendur, bæði af hálfu fundarstjóra og fundarmanna. Mikill samhljómur var meðal frambjóðendanna um nokkur mikilvæg mál. Þeir eru sammála um að menntun sé undirstaða framfara allra þjóða, kennarastarfið sé eitt hið mikilvægasta sem um getur, álag á kennara sé allt of mikið, verkefnum þeirra verði að fækka, efla verði faglega stöðu þeirra, ná verði þjóðarsátt um að hækka laun þeirra og gera þau samkeppnishæf. Þegar frambjóðendur voru spurðir hvað þeir teldu eðlileg byrjunarlaun eftir 5 ára háskólanám voru þeir meira að segja nokkuð sammála. Byrjunarlaun kennara með 5 ára meistaranám ættu að vera á bilinu 600 – 700.000 kr. Það er nokkuð frá raunveruleikanum. Þetta hljómar allt vel hjá frambjóðendunum – EN þetta hefur maður heyrt margoft áður. Alveg nákvæmlega sömu klisjurnar, kosningar eftir kosningar.Staðreyndir Það liggur fyrir að viðvarandi kennaraskortur er í leikskólum landsins. Það vantar um 1.300 kennara til að uppfylla lög nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara. Það er því grafalvarlegt ástand á fyrsta skólastiginu en því er ætlað að leggja grunn að framtíðarnámi barnanna okkar. Í grunnskóla er alvarlegur kennaraskortur fram undan. Svo alvarlegur að Ríkisendurskoðun snuprar yfirvöld og segir þau ekki „…hafa hugað nægilega vel að dvínandi aðsókn í kennaranám og aðsteðjandi hættu á kennaraskorti. Ríkisendurskoðun hvetur stjórnvöld til að grípa til aðgerða til að sporna við þessari þróun svo að framfylgja megi markmiðum laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla“. Stefán Hrafn Jónsson, prófessor við félagsvísindasvið Háskóla Íslands, og Helgi Eiríkur Eyjólfsson MA-nemi komast að sömu niðurstöðu í athugun sinni á framtíðarhorfum grunnskólakennara. Alvarlegur kennaraskortur er fram undan verði ekkert að gert. Meðalaldur kennara í grunn- og framhaldsskólum hækkar stöðugt og er nú rúm 50 ár á framhaldsskólastiginu. Vert er að benda á að í dag eru um 10.000 manns sem hafa menntað sig til að verða grunnskólakennarar. Við kennslu starfa hins vegar aðeins um 4.400 og fer fækkandi. Síðustu ár hefur ekki tekist að manna grunnskólana með kennurum og undanþágum fyrir leiðbeinendur fjölgar ár frá ári. Þetta er að gerast þrátt fyrir að „nóg“ sé til af kennurum. Og fyrir þá sem telja að best sé að stytta kennaranám úr 5 árum í 3 vil ég segja; þeir rúmlega 5.000 kennarar sem hafa menntað sig til að starfa við grunnskólakennslu en starfa við annað hafa allir 3 ára B.ed. próf. Námslengdin veldur því ekki að þeir velja sér annað starf.Hvað er til ráða? Það þarf ekki margar nefndir eða starfshópa til að finna út úr því. Það duga engar töfralausnir eins og stjórnmálamönnum er tamt að tala um. Það verður fyrst og fremst að hækka laun og bæta starfsaðstæður. Þetta eru tvö lang-, langmikilvægustu atriðin. Ef koma á í veg fyrir flótta úr kennarastétt, koma í veg fyrir kennaraskort, fjölga kennaranemum og stuðla að eðlilegri endurnýjun meðal kennara verður að gera störf í skólum landsins samkeppnishæf við almennan markað. Þetta er ekkert flókið.Lausn í sjónmáli? Miðað við ræður frambjóðenda á umræddum framboðsfundi höfum við ekkert að óttast. Þeir eru sammála því að það verði að grípa til aðgerða – eins og alltaf! Vandamálið er öllum ljóst – stærstu þættir lausnarinnar eru ljósir og flestir eru sammála um megináherslurnar. Hvert er þá vandamálið? Ég vona að ég lifi þann dag að sjá stjórnmálamenn landsins standa í lappirnar og sýna ábyrgð í málinu – sjá þá setja menntun raunverulega í forgang – ekki bara á framboðsfundum. Vandamálið liggur fyrir – lausnirnar eru til. Ég ætla að kjósa það framboð sem er líklegast til að gera eitthvað í málinu.Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar