Logi sér ekki grundvöll fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. október 2017 06:00 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gengist við eða talað um að hér hafi orðið nokkur siðferðisbrestur eða rof á trausti milli þjóðar og þings í mjög stórum málum og hefur hrist hausinn við stórum málum eins og stjórnarskrá og þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Ofan í kaupið bætast svo efnahagstillögur sem teikna upp framtíð sem er algjörlega andstæð því sem við stefnum að, svo ég bara sé engan grundvöll fyrir því,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurður um mögulegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Logi segir línurnar hafa verið að skýrast núna á síðustu dögum í gegnum áherslur flokkana. „Það er ljóst að hér eru að myndast tvær blokkir. Annars vegar um hægri stefnu og áframhaldandi misskiptingu auðs eða stjórn um félagslegan stöðugleika, mannúð og mannréttindi,“ segir formaður Samfylkingarinnar um horfurnar eftir kosningar. Hann segist vel geta hugsað sér stjórn nokkurra flokka og nefnir auk Samfylkingar Vinstri græn, Framsóknarflokk, Viðreisn og Pírata. Þótt engar formlegar viðræður eigi sér stað milli flokkanna fyrir kosningar eru forystumenn farnir að hringjast á og taka stöðuna. Símar formanna eru þó mismikið á tali og sumir vinsælli en aðrir eins og gengur. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála um að svokölluð Lækjarbrekkutilraun vinstri flokkanna fyrir síðustu kosningar hafi verið misráðin. „Mér fannst þetta nú ekki koma neitt sérstaklega vel út síðast,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati um möguleika á formlegum viðræðum milli flokka fyrir kosningar. Aðspurð um óskasamstarfsflokka Pírata nefnir Þórhildur Sunna þá flokka sem störfuðu saman í stjórnarandstöðu á því kjörtímabili sem er að ljúka; Vinstri græn, Samfylkingu og Framsóknarflokk. „Það eru helst þeir flokkar sem eru til í að koma með okkur í stjórnarskrármálin og raunverulegar kerfisbreytingar.“ Aðspurð hvort hún telji þessa flokka líklegasta til þess, segir Þórhildur Sunna: „Þeir eru allavega minnst líklegir til að vilja standa gegn því.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru einkum tvær átakalínur sem skipt geta miklu máli við myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. Annars vegar afstaða flokka til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og hins vegar afstaða forystumanna til þess hvor flokkurinn eigi að mynda límið í ríkisstjórn, Framsóknarflokkur eða Viðreisn. „Ég met stöðuna þannig að þrátt fyrir að útlit verði fyrir mikinn fjölda flokka á þingi þá verði ekki stjórnarkreppa eins og síðast,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og er bjartsýn á að að unnt verði að mynda ríkisstjórn hvort heldur er til hægri eða vinstri. „Ég held að menn sjái æ betur að allt tal um tveggja flokka stjórn er gamaldags nálgun og engan veginn ávísun á stöðugleika. Þetta snýst fyrst og fremst um málefnin og þess vegna er ég bjartsýn.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsir þungum áhyggjum af óstöðugleika í íslenskum stjórnmálum. „Það þarf að mynda öfluga starfhæfa ríkisstjórn til að ráða bót á þessum pólitíska óstöðugleika, honum verður að linna,“ segir Sigurður. Hann segir að ekki verði ráðin bót á vanda stjórnmálanna nema menn stigi upp úr skotgröfunum og er sjálfur reiðubúinn að ganga á undan með góðu fordæmi: „Það er enginn maður í stjórnmálum sem ég treysti mér ekki til að vinna með,“ segir Sigurður þegar hann er spurður hvort hann sé reiðubúinn að starfa með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. Sigurður segist helst vilja sjá breiða stjórn fyrir miðju og segir Framsóknarflokkinn reiðubúinn að taka þátt í slíkri stjórn. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Sjá meira
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gengist við eða talað um að hér hafi orðið nokkur siðferðisbrestur eða rof á trausti milli þjóðar og þings í mjög stórum málum og hefur hrist hausinn við stórum málum eins og stjórnarskrá og þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Ofan í kaupið bætast svo efnahagstillögur sem teikna upp framtíð sem er algjörlega andstæð því sem við stefnum að, svo ég bara sé engan grundvöll fyrir því,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurður um mögulegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Logi segir línurnar hafa verið að skýrast núna á síðustu dögum í gegnum áherslur flokkana. „Það er ljóst að hér eru að myndast tvær blokkir. Annars vegar um hægri stefnu og áframhaldandi misskiptingu auðs eða stjórn um félagslegan stöðugleika, mannúð og mannréttindi,“ segir formaður Samfylkingarinnar um horfurnar eftir kosningar. Hann segist vel geta hugsað sér stjórn nokkurra flokka og nefnir auk Samfylkingar Vinstri græn, Framsóknarflokk, Viðreisn og Pírata. Þótt engar formlegar viðræður eigi sér stað milli flokkanna fyrir kosningar eru forystumenn farnir að hringjast á og taka stöðuna. Símar formanna eru þó mismikið á tali og sumir vinsælli en aðrir eins og gengur. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála um að svokölluð Lækjarbrekkutilraun vinstri flokkanna fyrir síðustu kosningar hafi verið misráðin. „Mér fannst þetta nú ekki koma neitt sérstaklega vel út síðast,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati um möguleika á formlegum viðræðum milli flokka fyrir kosningar. Aðspurð um óskasamstarfsflokka Pírata nefnir Þórhildur Sunna þá flokka sem störfuðu saman í stjórnarandstöðu á því kjörtímabili sem er að ljúka; Vinstri græn, Samfylkingu og Framsóknarflokk. „Það eru helst þeir flokkar sem eru til í að koma með okkur í stjórnarskrármálin og raunverulegar kerfisbreytingar.“ Aðspurð hvort hún telji þessa flokka líklegasta til þess, segir Þórhildur Sunna: „Þeir eru allavega minnst líklegir til að vilja standa gegn því.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru einkum tvær átakalínur sem skipt geta miklu máli við myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. Annars vegar afstaða flokka til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og hins vegar afstaða forystumanna til þess hvor flokkurinn eigi að mynda límið í ríkisstjórn, Framsóknarflokkur eða Viðreisn. „Ég met stöðuna þannig að þrátt fyrir að útlit verði fyrir mikinn fjölda flokka á þingi þá verði ekki stjórnarkreppa eins og síðast,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og er bjartsýn á að að unnt verði að mynda ríkisstjórn hvort heldur er til hægri eða vinstri. „Ég held að menn sjái æ betur að allt tal um tveggja flokka stjórn er gamaldags nálgun og engan veginn ávísun á stöðugleika. Þetta snýst fyrst og fremst um málefnin og þess vegna er ég bjartsýn.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsir þungum áhyggjum af óstöðugleika í íslenskum stjórnmálum. „Það þarf að mynda öfluga starfhæfa ríkisstjórn til að ráða bót á þessum pólitíska óstöðugleika, honum verður að linna,“ segir Sigurður. Hann segir að ekki verði ráðin bót á vanda stjórnmálanna nema menn stigi upp úr skotgröfunum og er sjálfur reiðubúinn að ganga á undan með góðu fordæmi: „Það er enginn maður í stjórnmálum sem ég treysti mér ekki til að vinna með,“ segir Sigurður þegar hann er spurður hvort hann sé reiðubúinn að starfa með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. Sigurður segist helst vilja sjá breiða stjórn fyrir miðju og segir Framsóknarflokkinn reiðubúinn að taka þátt í slíkri stjórn.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Sjá meira