Þýskir Græningjar vilja ekki sérstök fjárlög fyrir evrusvæðið Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2017 10:29 Angela Merkel Þýskalandskanslari og Cem Ozdemir, annar leiðtoga Græningja, ræða saman þegar þýska þingið kom saman í gær í fyrsta sinn eftir kosningar. Vísir/AFP Stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi standa nú yfir þar sem leiðtogar Kristilegra demókrata, flokks Angelu Merkel kanslara, og systurflokksins CSU, Frjálslynda flokksins og Græningja reyna að ná saman um myndun nýrrar stjórnar. Í frétt Aftonbladet um málið kemur fram að nú liggi fyrir að Græningjar styðji ekki hugmyndir um sérstök fjárlög fyrir evrusvæðið, sem er hugmynd sem Merkel hefur áður lýst yfir stuðning við. Flokkarnir fjórir – CDU (Kristilegir demókratar), CSU (systurflokkur CDU í Bæjaralandi), FDP (Frjálslyndir) og Græningjar – náðu í gærkvöldi samkomulagi um að ekki auka skuldsetningu þýska ríkisins á kjörtímabilinu að því er fram kemur í Spiegel. Reinhard Bütikofer, einn leiðtoga Græningja, segir að ekki komi til greina að styðja tillögur um sérstök fjárlög fyrir evrusvæðið sem Frakkar hafa lagt til. Segir hann að Græningjar vilji leggja aukið fé í innviðauppbyggingu en að unnið verði að því innan núgildandi fjárhagsramma Evrópusambandsins. Orð Bütikofer eru talin nokkurt áfall fyrir Emmanuel Macron Frakklandsforseta sem lagði fram tillögur um sérstök evrusvæðisfjárlög. Merkel hefur lýst yfir stuðningi við hugmyndir Macron svo ljóst er að málið kann að reynast sérstakur ásteytingarsteinn í viðræðunum.Jafnaðarmenn vilja ekki stjórn með Merkel Kosningar fóru fram í Þýskalandi þann 24. september síðastliðinn þar sem bæði Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn misstu mikið fylgi. Hægri popúlistaflokkurinn AfD vann mikinn sigur í kosningunum með því að ná í fyrsta sinn mönnum inn á þing, auk þess að Frjálslyndir demókratar sneru aftur á þing eftir að hafa misst alla þingmenn sína í síðustu kosningum. Jafnaðarmenn höfðu áður tilkynnt að þeir myndu ekki mynda nýja stjórn með Merkel og Kristilegum demókrötum og virðist því sem að Merkel hafi engan annan möguleika en að mynda stjórn með Græningjum og Frjálslyndum. Flokkarnir fjórir eru sammála um að afnema „soli“-skattinn svokallaða sem komið var á á tíunda áratugnum til að standa að hluta straum af kostnaði við sameiningu Þýskalands. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Schäuble nýr forseti þýska þingsins Þýska þingið kom saman í fyrsta sinn í morgun eftir að þingkosningar fóru fram í landinu þann 24. september síðastliðinn. 24. október 2017 13:13 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi standa nú yfir þar sem leiðtogar Kristilegra demókrata, flokks Angelu Merkel kanslara, og systurflokksins CSU, Frjálslynda flokksins og Græningja reyna að ná saman um myndun nýrrar stjórnar. Í frétt Aftonbladet um málið kemur fram að nú liggi fyrir að Græningjar styðji ekki hugmyndir um sérstök fjárlög fyrir evrusvæðið, sem er hugmynd sem Merkel hefur áður lýst yfir stuðning við. Flokkarnir fjórir – CDU (Kristilegir demókratar), CSU (systurflokkur CDU í Bæjaralandi), FDP (Frjálslyndir) og Græningjar – náðu í gærkvöldi samkomulagi um að ekki auka skuldsetningu þýska ríkisins á kjörtímabilinu að því er fram kemur í Spiegel. Reinhard Bütikofer, einn leiðtoga Græningja, segir að ekki komi til greina að styðja tillögur um sérstök fjárlög fyrir evrusvæðið sem Frakkar hafa lagt til. Segir hann að Græningjar vilji leggja aukið fé í innviðauppbyggingu en að unnið verði að því innan núgildandi fjárhagsramma Evrópusambandsins. Orð Bütikofer eru talin nokkurt áfall fyrir Emmanuel Macron Frakklandsforseta sem lagði fram tillögur um sérstök evrusvæðisfjárlög. Merkel hefur lýst yfir stuðningi við hugmyndir Macron svo ljóst er að málið kann að reynast sérstakur ásteytingarsteinn í viðræðunum.Jafnaðarmenn vilja ekki stjórn með Merkel Kosningar fóru fram í Þýskalandi þann 24. september síðastliðinn þar sem bæði Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn misstu mikið fylgi. Hægri popúlistaflokkurinn AfD vann mikinn sigur í kosningunum með því að ná í fyrsta sinn mönnum inn á þing, auk þess að Frjálslyndir demókratar sneru aftur á þing eftir að hafa misst alla þingmenn sína í síðustu kosningum. Jafnaðarmenn höfðu áður tilkynnt að þeir myndu ekki mynda nýja stjórn með Merkel og Kristilegum demókrötum og virðist því sem að Merkel hafi engan annan möguleika en að mynda stjórn með Græningjum og Frjálslyndum. Flokkarnir fjórir eru sammála um að afnema „soli“-skattinn svokallaða sem komið var á á tíunda áratugnum til að standa að hluta straum af kostnaði við sameiningu Þýskalands.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Schäuble nýr forseti þýska þingsins Þýska þingið kom saman í fyrsta sinn í morgun eftir að þingkosningar fóru fram í landinu þann 24. september síðastliðinn. 24. október 2017 13:13 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Schäuble nýr forseti þýska þingsins Þýska þingið kom saman í fyrsta sinn í morgun eftir að þingkosningar fóru fram í landinu þann 24. september síðastliðinn. 24. október 2017 13:13