Hvað er eiginlega í gangi? Agnar H. Johnson skrifar 25. október 2017 13:23 Traust á helstu stoðum þjóðfélagsins hefur enn beðið afhroð og þörf er breytinga – viðhorfsbreytinga og kerfisbreytinga. Hverjum er treystandi í slík verkefni? Skylt er að árétta að Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á pólitískum óstöðugleika hér á landi og hefur tekið við keflinu í þeim efnum af Framsókn/Miðflokknum þegar forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum vegna hneykslis sem vakti heimsathygli fyrir einu og hálfu ári síðan. Sjálfstæðisflokkurinn er fyrst og fremst hagsmunafélag kvótakónga sem elskar stóriðju, þótt stefnan og ásýndin sé að mörgu leyti fögur. Leynimakk og leyndarhyggja er ótrúlegur skaðvaldur í íslenskum sjórnmálum og gæti, þegar upp er staðið, valdið verulegum efnahagslegum óstöðugleika, ekki síst í ljósi loforðaflaums stjórnmálaflokka sem nú flæðir yfir kjósendur. Já, það er vonandi að rödd umbóta og skapandi frjálslyndis fái enn að hljóma í sölum Alþingis. Björt framtíð vill ástunda heiðarleg og vönduð stjórnmál – er samkvæm sjálfum sér og treystir sér því ekki að starfa þar sem leynimakk þykir eðlilegt og sjálfsagt, þegar almannahagsmunir eru látnir víkja fyrir hagsmunum sem þola ekki dagsljósið. Það var og er engan veginn hægt að fallast á slík vinnubrögð. Komum hreint fram og tökum til í íslenskum stjórnmálum. Endurnýja ber stjórnarskrá Íslands á grunni tillagna stjórnlagaráðs. Björt framtíð hefur sýnt það í verkum sínum á Alþingi að hún hefur haft veruleg áhrif á stjórnmál og lagt áherslu á langtímalausnir fremur en skyndilausnir. Björt framtíð hefur þegar lagt grunnin að uppbyggingu í heilbrigðismálum landsmanna og stigið mikilvæg skref í þá átt. Má þar nefna fjarheilbrigðisþjónustu og sálfræðiþjónustu í heilsugæslunni. Náttúra Íslands felur í sér ómetanleg verðmæti og standa verður vörð um umhverfið. Björt framtíð hefur raunverulega sýnt í verki ábyrgð í umhverfismálum og stigið mikilvæg skref m.a. með stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Björt framtíð vill stuðla að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu og hvatningu í skapandi greinum, grænum iðnaði, hugverka- og þekkingariðnaði og aukinni rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði gert hærra undir höfði með einfaldara regluverki, skattaumgjörð og hvötum sem efla rekstur þeirra. Þannig stuðlum við að verðmætaaukningu í þjóðfélaginu. Orkan, náttúran og fiskurinn í sjónum hafa verið Íslendingum gjöful. Okkur ber að nýta auðlindir landsins með sjálfbærum hætti. Björt framtíð vill hækka auðlindagjöld til samræmis við verðmæti og afrakstur hverju sinni í samstarfi við hagsmunaaðila. Björt framtíð var eini stjórnmálaflokkurinn sem greiddi atkvæði gegn búvörulögunum fyrir ári síðan. Enn og aftur kemur í ljós vandi sauðfjárbænda í boði gömlu stjórnmálaflokkanna. Æskilegt er að fleiri forsendur skapist fyrir byggð í sveitum með fjölbreyttari starfsemi en hefðbundnum landbúnaði. Björt framtíð telur að langtímahagsmunir þjóðarinnar verði betur tryggðir innan Evrópusambandsins en utan. Forsenda þess að vextir lækki hér og spari þjóðinni árlega gríðarlegar fjárhæðir er upptaka öflugs gjaldmiðils sem gjaldgengur er í okkar helstu viðskiptalöndum, en talið er af málsmetandi aðilum að íslenska krónan kosti samfélagið árlega um 100 milljarða króna þegar á heildina er litið. Vonandi er að þjóðin samþykki hagkvæman samning í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þar að kemur. Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem lætur sig umhverfismál varða, er málsvari mannréttinda, umbóta og gagnsæis, fjölbreytni og aukinna tækifæra. Auk þess að vera eini stjórnmálaflokkurinn á Alþingi sem hafnar styrkjum frá lögaðilum og hagsmunaöflum, hefur alla tíð sýnt ábyrgð og forðast kosningaloforð, gerandi sér grein fyrir að hluti kjósenda vill ábyrga og trausta pólitík sem hefur langtímahagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Kjósendur þurfa að gera það upp við sig á kjördag hvort sérhagsmunir eða almannahagsmunir verði ofaná – hvort leyndarhyggja eða heiðarleg stjórnmál ráði för. Breytum stjórnmálum. Fyrstu skrefin hafa verið tekin. A stendur fyrir almannahagsmuni. Hvert atkvæði telur og margir eru óákveðnir fram á kjördag. Sýnum hugrekki og kjósum eftir hjartanu – xA.Agnar H. Johnson er verkfræðingur og á sæti á lista Bjartrar framtíðar í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Traust á helstu stoðum þjóðfélagsins hefur enn beðið afhroð og þörf er breytinga – viðhorfsbreytinga og kerfisbreytinga. Hverjum er treystandi í slík verkefni? Skylt er að árétta að Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á pólitískum óstöðugleika hér á landi og hefur tekið við keflinu í þeim efnum af Framsókn/Miðflokknum þegar forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum vegna hneykslis sem vakti heimsathygli fyrir einu og hálfu ári síðan. Sjálfstæðisflokkurinn er fyrst og fremst hagsmunafélag kvótakónga sem elskar stóriðju, þótt stefnan og ásýndin sé að mörgu leyti fögur. Leynimakk og leyndarhyggja er ótrúlegur skaðvaldur í íslenskum sjórnmálum og gæti, þegar upp er staðið, valdið verulegum efnahagslegum óstöðugleika, ekki síst í ljósi loforðaflaums stjórnmálaflokka sem nú flæðir yfir kjósendur. Já, það er vonandi að rödd umbóta og skapandi frjálslyndis fái enn að hljóma í sölum Alþingis. Björt framtíð vill ástunda heiðarleg og vönduð stjórnmál – er samkvæm sjálfum sér og treystir sér því ekki að starfa þar sem leynimakk þykir eðlilegt og sjálfsagt, þegar almannahagsmunir eru látnir víkja fyrir hagsmunum sem þola ekki dagsljósið. Það var og er engan veginn hægt að fallast á slík vinnubrögð. Komum hreint fram og tökum til í íslenskum stjórnmálum. Endurnýja ber stjórnarskrá Íslands á grunni tillagna stjórnlagaráðs. Björt framtíð hefur sýnt það í verkum sínum á Alþingi að hún hefur haft veruleg áhrif á stjórnmál og lagt áherslu á langtímalausnir fremur en skyndilausnir. Björt framtíð hefur þegar lagt grunnin að uppbyggingu í heilbrigðismálum landsmanna og stigið mikilvæg skref í þá átt. Má þar nefna fjarheilbrigðisþjónustu og sálfræðiþjónustu í heilsugæslunni. Náttúra Íslands felur í sér ómetanleg verðmæti og standa verður vörð um umhverfið. Björt framtíð hefur raunverulega sýnt í verki ábyrgð í umhverfismálum og stigið mikilvæg skref m.a. með stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Björt framtíð vill stuðla að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu og hvatningu í skapandi greinum, grænum iðnaði, hugverka- og þekkingariðnaði og aukinni rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði gert hærra undir höfði með einfaldara regluverki, skattaumgjörð og hvötum sem efla rekstur þeirra. Þannig stuðlum við að verðmætaaukningu í þjóðfélaginu. Orkan, náttúran og fiskurinn í sjónum hafa verið Íslendingum gjöful. Okkur ber að nýta auðlindir landsins með sjálfbærum hætti. Björt framtíð vill hækka auðlindagjöld til samræmis við verðmæti og afrakstur hverju sinni í samstarfi við hagsmunaaðila. Björt framtíð var eini stjórnmálaflokkurinn sem greiddi atkvæði gegn búvörulögunum fyrir ári síðan. Enn og aftur kemur í ljós vandi sauðfjárbænda í boði gömlu stjórnmálaflokkanna. Æskilegt er að fleiri forsendur skapist fyrir byggð í sveitum með fjölbreyttari starfsemi en hefðbundnum landbúnaði. Björt framtíð telur að langtímahagsmunir þjóðarinnar verði betur tryggðir innan Evrópusambandsins en utan. Forsenda þess að vextir lækki hér og spari þjóðinni árlega gríðarlegar fjárhæðir er upptaka öflugs gjaldmiðils sem gjaldgengur er í okkar helstu viðskiptalöndum, en talið er af málsmetandi aðilum að íslenska krónan kosti samfélagið árlega um 100 milljarða króna þegar á heildina er litið. Vonandi er að þjóðin samþykki hagkvæman samning í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þar að kemur. Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem lætur sig umhverfismál varða, er málsvari mannréttinda, umbóta og gagnsæis, fjölbreytni og aukinna tækifæra. Auk þess að vera eini stjórnmálaflokkurinn á Alþingi sem hafnar styrkjum frá lögaðilum og hagsmunaöflum, hefur alla tíð sýnt ábyrgð og forðast kosningaloforð, gerandi sér grein fyrir að hluti kjósenda vill ábyrga og trausta pólitík sem hefur langtímahagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Kjósendur þurfa að gera það upp við sig á kjördag hvort sérhagsmunir eða almannahagsmunir verði ofaná – hvort leyndarhyggja eða heiðarleg stjórnmál ráði för. Breytum stjórnmálum. Fyrstu skrefin hafa verið tekin. A stendur fyrir almannahagsmuni. Hvert atkvæði telur og margir eru óákveðnir fram á kjördag. Sýnum hugrekki og kjósum eftir hjartanu – xA.Agnar H. Johnson er verkfræðingur og á sæti á lista Bjartrar framtíðar í SV-kjördæmi.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun