Svar við opnu bréfi frá Eddu Þórarinsdóttur Katrín Jakobsdóttir skrifar 25. október 2017 18:52 Kæra Edda, Þakka þér fyrir bréfið og að gefa mér þar með tækifæri til að leiðrétta ýmislegt sem haldið hefur verið fram um auðlegðarskattinn. Síðast þegar hann var lagður á greiddu hann um 3% framteljenda. Ekki er rétt að hann hafi verið lagður á 7200 eldri borgara. Heildarfjöldi þeirra sem greiddu hann var um 6000 manns og meiri hluti hans var greiddur af þeim sem voru yngri en 65 ára. Til þess að vera í hópi þeirra sem greiddu skattinn þurfti hrein eign hjóna að vera yfir 120 m.kr. sem svaraði þá til að eiga skuldlaust 400 til 600 fermetra íbúðarhúsnæði. Ekki er útilokað að sjálfstætt starfandi listamenn hafi byggt upp slíka eign af tekjum sínum. Rétt er að flestir lífeyrissjóðir voru tengdir kjarasamningum stéttarfélaga en síðan 1974 hafa verið til lífeyrissjóðir sem tóku á móti iðgjöldum frá þeim sem ekki áttu skylduaðild að öðrum sjóðum, svo sem sjálfstætt starfandi fólki. Frá 1998 hefur verið skylda að greiða iðgjöld til lífeyrissjóðs af launum og tekur það einnig til þeirra launa sem sjálfstætt starfandi fólki ber að reikna sér skv. ákvæðum skattalaga. Um sparnað með eignamyndun utan lífeyrissjóða eða til viðbótar við slíka sjóði gilda eðli máls samkvæmt aðrar reglur en um lífeyrissjóði. Iðgjöld til lífeyrissjóða af launum eru undanþegin skatti en greiðslur úr lífeyrissjóði eru skattskyldar. Laun sem varið er til frjáls sparnaðar hafa eða hafa átt að sæta skattlagningu en útgreiðsla af eigninni sem er sambærileg úthlutun úr lífeyrissjóð er skattfrjáls hvað höfuðstól varðar. Við andlát fellur ónotaður frjáls sparnaður til erfingja en lífeyrisréttur erfist ekki. Tekjur úr lífeyrissjóðum geta eftir atvikum skert rétt til greiðslna frá almannatryggingum sem sala eigna gerir ekki. Hér er því um afar ólíka hluti að ræða sem ekki verða bornir saman með einföldum hætti. Hugmyndir okkar nú um upptöku auðlegðarskatts felast í því að 1% skattur verði lagður á hreina eign yfir 200 milljónum króna, það er að segja eignir að frádregnum skuldum. Til að setja það í samhengi þýðir það að af hreinni eign upp á 201 milljón yrði greiddur 1% skattur af þeirri einu milljón sem er umfram 200 milljónirnar eða 10 þúsund krónur á ári. Af 210 milljóna hreinni eign yrði greiddur skattur af 10 m.kr. eða 100 þúsund krónur og svo framvegis. Skattar eru nýttir til að greiða fyrir þá þjónustu á ýmsum sviðum, sem samfélagið vill tryggja öllum borgurum. Skattar eru því það gjald sem greiða þarf fyrir að lifa í siðuðu samfélagi og það hvernig skattkerfið er byggt upp ræður því hvernig þetta endurgjald dreifist á borgarana. Markmið okkar Vinstri-grænna er að tryggja að það verði gert með sem sanngjörnustum hætti þannig að þau sem mest hafa á milli handanna leggi meira af mörkum en þau sem minnst hafa. Katrín Jakobsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Kæra Edda, Þakka þér fyrir bréfið og að gefa mér þar með tækifæri til að leiðrétta ýmislegt sem haldið hefur verið fram um auðlegðarskattinn. Síðast þegar hann var lagður á greiddu hann um 3% framteljenda. Ekki er rétt að hann hafi verið lagður á 7200 eldri borgara. Heildarfjöldi þeirra sem greiddu hann var um 6000 manns og meiri hluti hans var greiddur af þeim sem voru yngri en 65 ára. Til þess að vera í hópi þeirra sem greiddu skattinn þurfti hrein eign hjóna að vera yfir 120 m.kr. sem svaraði þá til að eiga skuldlaust 400 til 600 fermetra íbúðarhúsnæði. Ekki er útilokað að sjálfstætt starfandi listamenn hafi byggt upp slíka eign af tekjum sínum. Rétt er að flestir lífeyrissjóðir voru tengdir kjarasamningum stéttarfélaga en síðan 1974 hafa verið til lífeyrissjóðir sem tóku á móti iðgjöldum frá þeim sem ekki áttu skylduaðild að öðrum sjóðum, svo sem sjálfstætt starfandi fólki. Frá 1998 hefur verið skylda að greiða iðgjöld til lífeyrissjóðs af launum og tekur það einnig til þeirra launa sem sjálfstætt starfandi fólki ber að reikna sér skv. ákvæðum skattalaga. Um sparnað með eignamyndun utan lífeyrissjóða eða til viðbótar við slíka sjóði gilda eðli máls samkvæmt aðrar reglur en um lífeyrissjóði. Iðgjöld til lífeyrissjóða af launum eru undanþegin skatti en greiðslur úr lífeyrissjóði eru skattskyldar. Laun sem varið er til frjáls sparnaðar hafa eða hafa átt að sæta skattlagningu en útgreiðsla af eigninni sem er sambærileg úthlutun úr lífeyrissjóð er skattfrjáls hvað höfuðstól varðar. Við andlát fellur ónotaður frjáls sparnaður til erfingja en lífeyrisréttur erfist ekki. Tekjur úr lífeyrissjóðum geta eftir atvikum skert rétt til greiðslna frá almannatryggingum sem sala eigna gerir ekki. Hér er því um afar ólíka hluti að ræða sem ekki verða bornir saman með einföldum hætti. Hugmyndir okkar nú um upptöku auðlegðarskatts felast í því að 1% skattur verði lagður á hreina eign yfir 200 milljónum króna, það er að segja eignir að frádregnum skuldum. Til að setja það í samhengi þýðir það að af hreinni eign upp á 201 milljón yrði greiddur 1% skattur af þeirri einu milljón sem er umfram 200 milljónirnar eða 10 þúsund krónur á ári. Af 210 milljóna hreinni eign yrði greiddur skattur af 10 m.kr. eða 100 þúsund krónur og svo framvegis. Skattar eru nýttir til að greiða fyrir þá þjónustu á ýmsum sviðum, sem samfélagið vill tryggja öllum borgurum. Skattar eru því það gjald sem greiða þarf fyrir að lifa í siðuðu samfélagi og það hvernig skattkerfið er byggt upp ræður því hvernig þetta endurgjald dreifist á borgarana. Markmið okkar Vinstri-grænna er að tryggja að það verði gert með sem sanngjörnustum hætti þannig að þau sem mest hafa á milli handanna leggi meira af mörkum en þau sem minnst hafa. Katrín Jakobsdóttir
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun