Geir fær fimm leiki fyrir EM: Verður gaman að sjá hvar við stöndum gegn Svíunum Tómas Þór Þórðarson og Henry Birgir Gunnarsson skrifa 26. október 2017 06:00 Geir Sveinsson og Guðjón Valur landsliðsfyrirliði eru hér einbeittir á æfingu landsliðsins í Valsheimilinu í gær. vísir/eyþór „Ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni og ekki síst að sjá hvar við stöndum og hvernig menn koma út úr þessu verkefni,“ segir Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handbolta, en Ísland spilar í kvöld vináttulandsleik gegn Svíum í Laugardalshöll. Þetta er fyrri leikur liðanna af tveimur en þau mætast aftur í Höllinni á laugardag. Svíar mæta með mjög sterkt lið til leiks og ljóst að verkefnið er ærið. „Það verður ekkert skipt í tvö lið milli leikjanna. Það er ákveðinn kjarni sem mun spila þessa leiki. Vonandi fá allir eitthvað að spreyta sig samt. Ég er ánægður með margt sem kom út úr síðustu leikjunum í sumar og við viljum byggja ofan á það. Í grunninn vill maður helst vinna eða að minnsta kosti þannig að maður geti gengið nokkuð sáttur frá borði. Leikirnir munu sýna okkur hvar við stöndum og hvað við þurfum að gera fram að EM í janúar,“ segir Geir sem er þó í þeirri erfiðu stöðu að geta ekki látið liðið sýna endilega allt of mikið enda eru Svíar á meðal andstæðinga Íslands á EM. „Það eru bara fimm leikir fram að fyrsta leik á EM sem er einmitt gegn Svíum. Það er slæmt að Bjarki Már Gunnarsson geti ekki spilað og það hefði líka verið gott að hafa Aron Pálmarsson með okkur í þessu verkefni,“ segir Geir en Aron gaf ekki kost á sér í verkefnið af persónulegum ástæðum.Snorri Steinn Guðjónsson og Dagur Sigurðsson voru mættir í Valshöllina að fylgjast með æfingu.vísir/eyþórÆtlaði að velja Aron „Það er gott að hans mál eru komin á hreint og óvissan var allt of lengi. Nú getur hann komið sér í gang í handboltanum. Hans persónulegu mál eru ekki bara handboltinn heldur líka að hann er að verða faðir í fyrsta skipti og það spilaði inn í. Þau urðu að taka ákvörðun um hvar þau ætluðu að eiga barnið en það verður á Spáni,“ segir Geir en hefði hann samt valið Aron í hópinn? „Það var mikið að gerast í lífi hans þegar ég tilkynnti hópinn. Ég hefði alltaf kallað hann í hópinn af því að við höfðum rétt til þess. Þar var tækifæri til þess að koma honum í handbolta því hann hefur hingað til ekki mátt æfa handbolta. Þetta er alþjóðleg vika og Veszprém hefði ekki getað meinað honum að fara í landsliðsverkefni. Hvort hann hefði spilað hefði komið í ljós.“ Leikurinn á laugardag fer fram klukkan 14.00 á kosningadegi. Það verður áhugavert að sjá hversu margir sjá sér fært að mæta í Höllina þá. „Það riðlar aðeins málunum því við ætluðum ekki að spila svona snemma. Við verðum bara að halda fókus og ég vona svo innilega að fólk komi. Sjá okkur og líka Svíana sem eru með mjög flott lið. Fólk á að koma og njóta þess að horfa á flottan handbolta. Þarna verða bestu handboltamenn í heimi.Einn fyrir alla - allir fyrir einn.vísir/eyþórKristján að gera góða hluti Þjálfari Svíanna er Íslendingurinn viðkunnanlegi Kristján Andrésson. Hann spilaði með íslenska landsliðinu á ÓL í Aþenu árið 2004 en átti annars ekki langan landsliðsferil. „Við Kristján erum góðir vinir. Við höfum þekkst í gegnum tíðina og þegar ég þjálfaði í Þýskalandi og hann í Svíþjóð þá vorum við í miklu sambandi. Þá var ég að leita að Svíum í mitt lið. Síðan kláruðum við báðir „master coach“ á sama tíma. Okkar leiðir hafa því oft legið saman og við erum mjög góðir félagar,“ segir Geir og hrósar Kristjáni í hástert fyrir starf hans með Svíana sem enduðu í sjötta sæti á síðasta HM og spiluðu þá frábæran handbolta. „Kristján er að gera mjög góða hluti með Svíana. Þeir eru einstaklega ánægðir með hann í Svíþjóð. Hann hefur komið með ákveðinn léttleika og skemmtilegheit í liðið. Kristján er blanda af Íslendingi og Svía og það er góð blanda.“ EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Gísli Þorgeir: Handbolti spyr ekki um aldur Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur væntanlega sína fyrstu landsleiki þegar Ísland mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöll annað kvöld og á laugardaginn. 25. október 2017 13:00 Ásgeir Örn vonast til að spila annan leikinn gegn Svíum Ásgeir Örn Hallgrímsson segir líklegt að hann geti tekið þátt í vináttulandsleikjunum gegn Svíum í Laugardalshöllinni. 25. október 2017 19:15 Létt yfir strákunum í morgun | Myndir Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því sænska í fyrri vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni annað kvöld. Liðin mætast aftur á laugardaginn, sjálfan kjördaginn. 25. október 2017 16:00 Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum. 25. október 2017 10:30 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum við að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Sjá meira
„Ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni og ekki síst að sjá hvar við stöndum og hvernig menn koma út úr þessu verkefni,“ segir Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handbolta, en Ísland spilar í kvöld vináttulandsleik gegn Svíum í Laugardalshöll. Þetta er fyrri leikur liðanna af tveimur en þau mætast aftur í Höllinni á laugardag. Svíar mæta með mjög sterkt lið til leiks og ljóst að verkefnið er ærið. „Það verður ekkert skipt í tvö lið milli leikjanna. Það er ákveðinn kjarni sem mun spila þessa leiki. Vonandi fá allir eitthvað að spreyta sig samt. Ég er ánægður með margt sem kom út úr síðustu leikjunum í sumar og við viljum byggja ofan á það. Í grunninn vill maður helst vinna eða að minnsta kosti þannig að maður geti gengið nokkuð sáttur frá borði. Leikirnir munu sýna okkur hvar við stöndum og hvað við þurfum að gera fram að EM í janúar,“ segir Geir sem er þó í þeirri erfiðu stöðu að geta ekki látið liðið sýna endilega allt of mikið enda eru Svíar á meðal andstæðinga Íslands á EM. „Það eru bara fimm leikir fram að fyrsta leik á EM sem er einmitt gegn Svíum. Það er slæmt að Bjarki Már Gunnarsson geti ekki spilað og það hefði líka verið gott að hafa Aron Pálmarsson með okkur í þessu verkefni,“ segir Geir en Aron gaf ekki kost á sér í verkefnið af persónulegum ástæðum.Snorri Steinn Guðjónsson og Dagur Sigurðsson voru mættir í Valshöllina að fylgjast með æfingu.vísir/eyþórÆtlaði að velja Aron „Það er gott að hans mál eru komin á hreint og óvissan var allt of lengi. Nú getur hann komið sér í gang í handboltanum. Hans persónulegu mál eru ekki bara handboltinn heldur líka að hann er að verða faðir í fyrsta skipti og það spilaði inn í. Þau urðu að taka ákvörðun um hvar þau ætluðu að eiga barnið en það verður á Spáni,“ segir Geir en hefði hann samt valið Aron í hópinn? „Það var mikið að gerast í lífi hans þegar ég tilkynnti hópinn. Ég hefði alltaf kallað hann í hópinn af því að við höfðum rétt til þess. Þar var tækifæri til þess að koma honum í handbolta því hann hefur hingað til ekki mátt æfa handbolta. Þetta er alþjóðleg vika og Veszprém hefði ekki getað meinað honum að fara í landsliðsverkefni. Hvort hann hefði spilað hefði komið í ljós.“ Leikurinn á laugardag fer fram klukkan 14.00 á kosningadegi. Það verður áhugavert að sjá hversu margir sjá sér fært að mæta í Höllina þá. „Það riðlar aðeins málunum því við ætluðum ekki að spila svona snemma. Við verðum bara að halda fókus og ég vona svo innilega að fólk komi. Sjá okkur og líka Svíana sem eru með mjög flott lið. Fólk á að koma og njóta þess að horfa á flottan handbolta. Þarna verða bestu handboltamenn í heimi.Einn fyrir alla - allir fyrir einn.vísir/eyþórKristján að gera góða hluti Þjálfari Svíanna er Íslendingurinn viðkunnanlegi Kristján Andrésson. Hann spilaði með íslenska landsliðinu á ÓL í Aþenu árið 2004 en átti annars ekki langan landsliðsferil. „Við Kristján erum góðir vinir. Við höfum þekkst í gegnum tíðina og þegar ég þjálfaði í Þýskalandi og hann í Svíþjóð þá vorum við í miklu sambandi. Þá var ég að leita að Svíum í mitt lið. Síðan kláruðum við báðir „master coach“ á sama tíma. Okkar leiðir hafa því oft legið saman og við erum mjög góðir félagar,“ segir Geir og hrósar Kristjáni í hástert fyrir starf hans með Svíana sem enduðu í sjötta sæti á síðasta HM og spiluðu þá frábæran handbolta. „Kristján er að gera mjög góða hluti með Svíana. Þeir eru einstaklega ánægðir með hann í Svíþjóð. Hann hefur komið með ákveðinn léttleika og skemmtilegheit í liðið. Kristján er blanda af Íslendingi og Svía og það er góð blanda.“
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Gísli Þorgeir: Handbolti spyr ekki um aldur Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur væntanlega sína fyrstu landsleiki þegar Ísland mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöll annað kvöld og á laugardaginn. 25. október 2017 13:00 Ásgeir Örn vonast til að spila annan leikinn gegn Svíum Ásgeir Örn Hallgrímsson segir líklegt að hann geti tekið þátt í vináttulandsleikjunum gegn Svíum í Laugardalshöllinni. 25. október 2017 19:15 Létt yfir strákunum í morgun | Myndir Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því sænska í fyrri vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni annað kvöld. Liðin mætast aftur á laugardaginn, sjálfan kjördaginn. 25. október 2017 16:00 Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum. 25. október 2017 10:30 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum við að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Sjá meira
Gísli Þorgeir: Handbolti spyr ekki um aldur Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur væntanlega sína fyrstu landsleiki þegar Ísland mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöll annað kvöld og á laugardaginn. 25. október 2017 13:00
Ásgeir Örn vonast til að spila annan leikinn gegn Svíum Ásgeir Örn Hallgrímsson segir líklegt að hann geti tekið þátt í vináttulandsleikjunum gegn Svíum í Laugardalshöllinni. 25. október 2017 19:15
Létt yfir strákunum í morgun | Myndir Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því sænska í fyrri vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni annað kvöld. Liðin mætast aftur á laugardaginn, sjálfan kjördaginn. 25. október 2017 16:00
Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum. 25. október 2017 10:30
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti