NBA: James og Westbrook báðir með þrennu en aðeins önnur þeirra skilaði sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2017 07:00 Russell Westbrook. Vísir/Getty Stórstjörnurnar LeBron James og Russell Westbrook áttu báðir mjög flottan leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en voru þó misglaðir í leikslok. Golden State Warriors rétt slapp með nauman sigur á heimavelli og San Antonio Spurs hélt sigurgöngu sinni áfram. Dallas Mavericks vann loksins sigur og færði Memphis Grizzlies fyrsta tapið. Washington Wizards tapaði fyrir Los Angeles Lakers í framlengingu og því hafa öll liðin í Austurdeildinni tapað leik.Spencer Dinwiddie skoraði mikilvægan þrist 43 sekúndum fyrir leikslok í 112-107 sigri Brooklyn Nets á Cleveland Cavaliers. LeBron James var með þrennu í leiknum, 29 stig, 13 stoðsendingar og 10 fráköst, en klikkaði á tveimur vítum 7,6 sekúndum fyrir leikslok þegar Cavaliers liðið var bara tveimur stigum undir í leiknum. Spencer Dinwiddie var með 22 stig fyrir Brooklyn Nets en þeir Rondae Hollis-Jefferson og Allen Crabbe skoruðu báðir 19 stig og DeMarre Carroll var með 18 stig. Brooklyn Nets er því með 3 sigra og 2 töp í fyrstu fimm leikjum sínum alveg eins og Cleveland Cavaliers. Kyle Korver kom með 22 stig inn af bekknum og Jeff Green skoraði 18 stig. Kevin Love bætti síðan við 15 stigum og 12 fráköstum en hann og James voru með 14 tapaða bolta saman. Dwyane Wade spilaði ekki með liðinu í nótt.Stephen Curry kom Golden State Warriors endanlega yfir 31,9 sekúndum fyrir leikslok í 117-112 heimasigri á Toronto Raptors. Curry endaði með 30 stig en hitti aðeins úr 9 af 20 skotum sínum. Kevin Durant skoraði 29 stig og Klay Thompson bar með 22 stig. DeMar DeRozan var stigahæstur hjá Toronto með 24 stig.Russell Westbrook var með þrennu í 114-96 sigri Oklahoma City Thunder á Indiana Pacers en hann skoraði 28 stig, gaf 16 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Carmelo Anthony var síðan með 28 stig og 19 fráköst og Steven Adams skoraði 17 stig og tók 11 fráköst. Paul George var aftur á móti bara með 10 stig á móti sínu gamla liðið auk þess að fá sex villur. Victor Oladipo skoraði 35 stig fyrir Indiana á móti sínum gamla liði og Darren Collison var var með 18 stig.LaMarcus Aldridge skoraði 31 stig þegar San Antonio Spurs vann 117-100 útisigur á Miami Heat. San Antonio hefur unnið fjóra fyrstu leikina sína. Rudy Gay kom með 22 stig inn af bekknum í þessum 1154. sigri þjálfarans Gregg Popovich. Danny Green var með 15 stig og Manu Ginobili skoraði 14 stig.Eric Gordon tryggði Houston Rockets eins stigs útisigur á Philadelphia 76ers, 105-104, með þriggja stiga flautukörfu. 76ers missti niður ellefu stiga forystu í lokin. Gordon endaði með 29 stig, James Harden var með 27 stig og 13 stoðsendingar og Clint Capela skoraði 16 stig og tók 20 fráköst. J.J. Redick var stigahæstur hjá 76ers með 22 stig en Joel Embiid bætti við 21 stigi og Robert Covington skoraði 20 stig.Kentavious Caldwell-Pope skoraði þriggja stiga körfu 58 sekúndum fyrir leikslok sem færði Los Angeles Lakers 102-99 sigur á Washington Wizards í framlengingu. Þetta var fyrsta tap Wizards-liðsins á tímabilinu og þar með hafa öll liðin í Austurdeildinni tapað að minnsta kosti einum leik.Brandon Ingram var stigahæstur hjá Lakers með 19 stig en nýliðinn Lonzo Ball var með 6 stig, 8 fráköst og 10 stoðsendingar og Larry Nance Jr. bætti við 18 stigum og 10 fráköstum. Bradley Beal skoraði mest fyrir Washington liðið eða 28 stig en með sigri hefði Washington Wizards náð sinni bestu byrjun síðan 1978-79 tímabilið.Dennis Smith Jr. skoraði 19 stig þegar vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Dallas vann þá 103-94 sigur á Memphis Grizzlies sem tapaði jafnframt sínum fyrsta leik á tímabilinu. Wesley Matthews var næststigahæstur hjá Dallas með 16 stig og Harrison Barnes skoraði 15 stig. Dirk Nowitzki skoraði 13 stig í leiknum. Marc Gasol skoraði 26 stig fyrir Memphis og Mike Conley var með 21 stig.T.J. Warren var með 20 af 27 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Phoenix Suns vann 97-88 sigur á Utah Jazz en Suns-liðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína eftir að Jay Triano tók við sem þjálfari liðsins.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Toronto Raptors 117-112 Los Angeles Lakers - Washington Wizards 102-99 (92-92) Phoenix Suns - Utah Jazz 97-88 Dallas Mavericks - Memphis Grizzlies 103-94 Miami Heat - San Antonio Spurs 100-117 Oklahoma City Thunder - Indiana Pacers 114-96 Brooklyn Nets - Cleveland Cavaliers 112-107 Charlotte Hornets - Denver Nuggets 110-93 Detroit Pistons - Minnesota Timberwolves 122-101 Philadelphia 76ers - Houston Rockets 104-105 NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ Sjá meira
Stórstjörnurnar LeBron James og Russell Westbrook áttu báðir mjög flottan leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en voru þó misglaðir í leikslok. Golden State Warriors rétt slapp með nauman sigur á heimavelli og San Antonio Spurs hélt sigurgöngu sinni áfram. Dallas Mavericks vann loksins sigur og færði Memphis Grizzlies fyrsta tapið. Washington Wizards tapaði fyrir Los Angeles Lakers í framlengingu og því hafa öll liðin í Austurdeildinni tapað leik.Spencer Dinwiddie skoraði mikilvægan þrist 43 sekúndum fyrir leikslok í 112-107 sigri Brooklyn Nets á Cleveland Cavaliers. LeBron James var með þrennu í leiknum, 29 stig, 13 stoðsendingar og 10 fráköst, en klikkaði á tveimur vítum 7,6 sekúndum fyrir leikslok þegar Cavaliers liðið var bara tveimur stigum undir í leiknum. Spencer Dinwiddie var með 22 stig fyrir Brooklyn Nets en þeir Rondae Hollis-Jefferson og Allen Crabbe skoruðu báðir 19 stig og DeMarre Carroll var með 18 stig. Brooklyn Nets er því með 3 sigra og 2 töp í fyrstu fimm leikjum sínum alveg eins og Cleveland Cavaliers. Kyle Korver kom með 22 stig inn af bekknum og Jeff Green skoraði 18 stig. Kevin Love bætti síðan við 15 stigum og 12 fráköstum en hann og James voru með 14 tapaða bolta saman. Dwyane Wade spilaði ekki með liðinu í nótt.Stephen Curry kom Golden State Warriors endanlega yfir 31,9 sekúndum fyrir leikslok í 117-112 heimasigri á Toronto Raptors. Curry endaði með 30 stig en hitti aðeins úr 9 af 20 skotum sínum. Kevin Durant skoraði 29 stig og Klay Thompson bar með 22 stig. DeMar DeRozan var stigahæstur hjá Toronto með 24 stig.Russell Westbrook var með þrennu í 114-96 sigri Oklahoma City Thunder á Indiana Pacers en hann skoraði 28 stig, gaf 16 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Carmelo Anthony var síðan með 28 stig og 19 fráköst og Steven Adams skoraði 17 stig og tók 11 fráköst. Paul George var aftur á móti bara með 10 stig á móti sínu gamla liðið auk þess að fá sex villur. Victor Oladipo skoraði 35 stig fyrir Indiana á móti sínum gamla liði og Darren Collison var var með 18 stig.LaMarcus Aldridge skoraði 31 stig þegar San Antonio Spurs vann 117-100 útisigur á Miami Heat. San Antonio hefur unnið fjóra fyrstu leikina sína. Rudy Gay kom með 22 stig inn af bekknum í þessum 1154. sigri þjálfarans Gregg Popovich. Danny Green var með 15 stig og Manu Ginobili skoraði 14 stig.Eric Gordon tryggði Houston Rockets eins stigs útisigur á Philadelphia 76ers, 105-104, með þriggja stiga flautukörfu. 76ers missti niður ellefu stiga forystu í lokin. Gordon endaði með 29 stig, James Harden var með 27 stig og 13 stoðsendingar og Clint Capela skoraði 16 stig og tók 20 fráköst. J.J. Redick var stigahæstur hjá 76ers með 22 stig en Joel Embiid bætti við 21 stigi og Robert Covington skoraði 20 stig.Kentavious Caldwell-Pope skoraði þriggja stiga körfu 58 sekúndum fyrir leikslok sem færði Los Angeles Lakers 102-99 sigur á Washington Wizards í framlengingu. Þetta var fyrsta tap Wizards-liðsins á tímabilinu og þar með hafa öll liðin í Austurdeildinni tapað að minnsta kosti einum leik.Brandon Ingram var stigahæstur hjá Lakers með 19 stig en nýliðinn Lonzo Ball var með 6 stig, 8 fráköst og 10 stoðsendingar og Larry Nance Jr. bætti við 18 stigum og 10 fráköstum. Bradley Beal skoraði mest fyrir Washington liðið eða 28 stig en með sigri hefði Washington Wizards náð sinni bestu byrjun síðan 1978-79 tímabilið.Dennis Smith Jr. skoraði 19 stig þegar vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Dallas vann þá 103-94 sigur á Memphis Grizzlies sem tapaði jafnframt sínum fyrsta leik á tímabilinu. Wesley Matthews var næststigahæstur hjá Dallas með 16 stig og Harrison Barnes skoraði 15 stig. Dirk Nowitzki skoraði 13 stig í leiknum. Marc Gasol skoraði 26 stig fyrir Memphis og Mike Conley var með 21 stig.T.J. Warren var með 20 af 27 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Phoenix Suns vann 97-88 sigur á Utah Jazz en Suns-liðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína eftir að Jay Triano tók við sem þjálfari liðsins.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Toronto Raptors 117-112 Los Angeles Lakers - Washington Wizards 102-99 (92-92) Phoenix Suns - Utah Jazz 97-88 Dallas Mavericks - Memphis Grizzlies 103-94 Miami Heat - San Antonio Spurs 100-117 Oklahoma City Thunder - Indiana Pacers 114-96 Brooklyn Nets - Cleveland Cavaliers 112-107 Charlotte Hornets - Denver Nuggets 110-93 Detroit Pistons - Minnesota Timberwolves 122-101 Philadelphia 76ers - Houston Rockets 104-105
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ Sjá meira