Enski boltinn

Maðurinn sem verður sá dýrasti í sögu Liverpool fær hvert rauða spjaldið á fætur öðru

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Enn eitt rauða spjaldið hjá Naby Keita.
Enn eitt rauða spjaldið hjá Naby Keita. Vísir/Getty
Liverpool mun kaupa Naby Keita í sumar og borga fyrir hann metfé eða 48 milljónir punda. Þangað til spilar kappinn með RB Leipzig í þýsku deildinni.

Það gengur hinsvegar illa hjá hinum 22 ára gamla Naby Keita að halda sér inn á vellinum þessa dagana.

Naby Keita fékk rauða spjaldið í gær þegar RB Leipzig tapaði á móti Bayern München í vítakeppni í þýsku bikarkeppninni.

Keita fékk fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 53. mínútu fyrir að toga í treyju Robert Lewandowski.  Hann hafði fengið fyrra gula spjaldið á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Þetta var þriðja rauða spjald Naby Keita í síðustu sjö leikjum. Hann fékk einni rautt spjald í leik á moti Borussia Mönchengladbach í síðasta mánuði sem og í leik með landsliði Gíneu á móti Túnis í undankeppni HM fyrr í þessum mánuði.



Það efast enginn um hæfileika kappans enda mjög öflugur miðjumaður en það er hinsvegar áhyggjuefni hversu illa honum gengur að hanga inná vellinum en í viðbót bætast síðan við leikirnir sem hann missir af vegna þess að hann þarf að taka út leikbann.

Keita fékk þriggja leikja bann eftir rauða spjaldið á móti Gladbach.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×