Þátttaka óskast – en á hvaða forsendum? Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar 26. október 2017 11:45 Síðustu vikur hafa verið erfiðar fyrir marga og er það ekki eingöngu vegna hinnar nú árlegu kosningabaráttu. Það er einnig vegna þess að við höfum haft kjark til að takast á við mikilvægt málefni í þjóðarsamtali. Erfið samtöl hafa verið tekin vegna #höfumhátt #metoo og laga sem veita uppreist æru, bæði í raun- og netheimum, milli vina, ókunnugra og innan fjölskyldna. Þessi samtöl fjalla um mismunun sem rúmlega helmingur þjóðarinnar upplifir, en hinn helmingurinn á erfitt með að sjá eða veit ekki af. Í kosningabaráttu líkt og annarri baráttu fyrir jafnrétti, réttindum eða aukinni meðvitund, er fólk að biðja um þátttöku. Hvort þessi þátttaka er tengd aðgerð eins og að kjósa eða bara að deila skoðun, þá vita allir að árangur næst aðeins með þátttöku. Hún er hjartað í baráttunni. En á hvaða forsendum? Þegar fólk sem skilgreinir sig sem kvenkyns opnar á samtalið um mismunun, opnar á reynslu sína vegna kynjaðs áreitis og ofbeldis, og talar um þessa „forritun“ sem einstaklingar og samfélagið lifa við, þá er verið að tala um forsendur þátttöku. Sem sagt: Í samfélagi þar sem kynjahallinn er forritaður inn í kerfið, geta konur þá tekið þátt á eigin forsendum? Svarið er oftast nei, því að kerfið er enn forritað út frá forsendum þeirra sem skilgreina sig karlkyns. Konur finna frekar fyrir þessu en karlar. Er það skrítið? Eiginlega ekki. Þegar kerfið er byggt þannig upp að það veitir þér forréttindi umfram aðra þá þarftu að leggja mikið á þig til þess að sjá það sem aðili sem stendur utan við kerfið. Ég sem einstaklingur geri mér grein fyrir þeim forréttindum sem ég hef. Sum hef ég fengið í arf, önnur hef ég öðlast vegna þess að ég hef búið og unnið innan kerfa þar sem nauðsynlegt er fyrir mig að skilja og haga mér eftir forsendum þess. Og þær forsendur voru forritaðar af körlum. Með öðrum orðum: ég kann að karla-karla. Frekar vel sko. Ég lærði það innan iðnaðargeirans, á verkstæðum og á sviði upplýsingatækni því ég tók þátt á forsendum karla til að einangrast ekki. Það gerði mig þreytta. Dauðþreytta og ég byrjaði að spyrja sjálfan mig: hversvegna er þátttakan alltaf á öðrum forsendum en mínum eigin? Það er ekki auðvelt að svara þessari spurningu, en ég hef lært virkilega mikið frá því að meðvitund mín vaknaði. Ósk mín er einföld: Getum við breytt þessum þátttökuforsendum? Ef við höldum áfram að vera hugrökk, tökum erfiðu samtölin og hlustum, þá er ég viss um að forsendur framtíðarinnar verði hagstæðar fyrir okkur öll.Oktavía Hrund Jónsdóttir, varaþingkona Pírata í Suðurkjördæmi og skipar nú 2. sæti á lista Pírata í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hafa verið erfiðar fyrir marga og er það ekki eingöngu vegna hinnar nú árlegu kosningabaráttu. Það er einnig vegna þess að við höfum haft kjark til að takast á við mikilvægt málefni í þjóðarsamtali. Erfið samtöl hafa verið tekin vegna #höfumhátt #metoo og laga sem veita uppreist æru, bæði í raun- og netheimum, milli vina, ókunnugra og innan fjölskyldna. Þessi samtöl fjalla um mismunun sem rúmlega helmingur þjóðarinnar upplifir, en hinn helmingurinn á erfitt með að sjá eða veit ekki af. Í kosningabaráttu líkt og annarri baráttu fyrir jafnrétti, réttindum eða aukinni meðvitund, er fólk að biðja um þátttöku. Hvort þessi þátttaka er tengd aðgerð eins og að kjósa eða bara að deila skoðun, þá vita allir að árangur næst aðeins með þátttöku. Hún er hjartað í baráttunni. En á hvaða forsendum? Þegar fólk sem skilgreinir sig sem kvenkyns opnar á samtalið um mismunun, opnar á reynslu sína vegna kynjaðs áreitis og ofbeldis, og talar um þessa „forritun“ sem einstaklingar og samfélagið lifa við, þá er verið að tala um forsendur þátttöku. Sem sagt: Í samfélagi þar sem kynjahallinn er forritaður inn í kerfið, geta konur þá tekið þátt á eigin forsendum? Svarið er oftast nei, því að kerfið er enn forritað út frá forsendum þeirra sem skilgreina sig karlkyns. Konur finna frekar fyrir þessu en karlar. Er það skrítið? Eiginlega ekki. Þegar kerfið er byggt þannig upp að það veitir þér forréttindi umfram aðra þá þarftu að leggja mikið á þig til þess að sjá það sem aðili sem stendur utan við kerfið. Ég sem einstaklingur geri mér grein fyrir þeim forréttindum sem ég hef. Sum hef ég fengið í arf, önnur hef ég öðlast vegna þess að ég hef búið og unnið innan kerfa þar sem nauðsynlegt er fyrir mig að skilja og haga mér eftir forsendum þess. Og þær forsendur voru forritaðar af körlum. Með öðrum orðum: ég kann að karla-karla. Frekar vel sko. Ég lærði það innan iðnaðargeirans, á verkstæðum og á sviði upplýsingatækni því ég tók þátt á forsendum karla til að einangrast ekki. Það gerði mig þreytta. Dauðþreytta og ég byrjaði að spyrja sjálfan mig: hversvegna er þátttakan alltaf á öðrum forsendum en mínum eigin? Það er ekki auðvelt að svara þessari spurningu, en ég hef lært virkilega mikið frá því að meðvitund mín vaknaði. Ósk mín er einföld: Getum við breytt þessum þátttökuforsendum? Ef við höldum áfram að vera hugrökk, tökum erfiðu samtölin og hlustum, þá er ég viss um að forsendur framtíðarinnar verði hagstæðar fyrir okkur öll.Oktavía Hrund Jónsdóttir, varaþingkona Pírata í Suðurkjördæmi og skipar nú 2. sæti á lista Pírata í Kraganum.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun