Handbolti

Kristján: Hefði ekki getað sagt nei við íslenska landsliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján hefur gert góða hluti með sænska landsliðið.
Kristján hefur gert góða hluti með sænska landsliðið. vísir/epa
Kristján Andrésson, þjálfari sænska karlalandsliðsins í handbolta, hefði tekið við íslenska landsliðinu hefði honum verið boðið starfið.

Eftir að Aron Kristjánsson sagði af sér sem landsliðsþjálfari Íslands eftir EM 2016 tók við löng leit að eftirmanni hans. Ýmsir voru orðaðir við þjálfarastarfið en á endanum var Geir Sveinsson ráðinn.

Kristján segir að HSÍ hafi rætt við sig um möguleikann á að taka við íslenska landsliðinu en það hafi ekki farið neitt lengra en það.

„Ég veit ekki hvort ég kom til greina. Mér var ekki boðið starfið en það var talað við mig. Það var ekkert meira en það,“ sagði Kristján í samtali við íþróttadeild.

En hefði hann tekið við íslenska liðinu hefði honum boðist það?

„Ef ég hefði fengið möguleika? Auðvitað. Það er mikill heiður og stórt hlutverk að vera þjálfari íslenska landsliðsins. Ég hefði ekki getað sagt nei,“ sagði Kristján sem lék 13 landsleiki fyrir Ísland á sínum tíma.

Kristján og lærisveinar hans í sænska landsliðinu mæta því íslenska í vináttulandsleik í Laugardalshöllinni í kvöld. Liðin mætast svo aftur á laugardaginn.

Nánar verður rætt við Kristján í kvöldfréttum Stöðvar 2 og í Fréttablaðinu á morgun.


Tengdar fréttir

Gísli Þorgeir: Handbolti spyr ekki um aldur

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur væntanlega sína fyrstu landsleiki þegar Ísland mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöll annað kvöld og á laugardaginn.

Létt yfir strákunum í morgun | Myndir

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því sænska í fyrri vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni annað kvöld. Liðin mætast aftur á laugardaginn, sjálfan kjördaginn.

Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins

Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×