Íslensk stjórnmálaumræða og ný stjórnarskrá Stefán Erlendsson skrifar 27. október 2017 07:00 Um daginn hitti ég sænsk hjón sem komu hingað til lands í stutt frí. Við tókum tal saman og ræddum dágóða stund um stjórnmál á Íslandi og í Svíþjóð og muninn á stjórnmálamenningu landanna. Konan sem er hagfræðingur hafði komið til Íslands fyrir tveimur árum og lenti þá fyrir tilviljun á Alþingisrásinni þegar hún var að horfa á sjónvarp. Hún sagðist ekki hafa skilið allt sem fram fór en gat ekki betur séð en að þingmenn væru reiðir og atyrtu hver annan úr ræðustóli og furðaði sig á þessu háttalagi. Í Svíþjóð beri stjórnmálamenn virðingu fyrir pólitískum andstæðingum sínum og geri sér far um að vera kurteisir og málefnalegir. Ég upplýsti hjónin um að líklega hefði hún hitt á dagskrárlið sem sumir kalla „hálftíma hálfvitanna“ og að hér væri rík átakahefð í stjórnmálum – stóryrði, persónuníð og skætingur einkenndu stjórnmálaumræður á Íslandi. Lýsandi dæmi um þetta eru niðrandi ummæli fyrrverandi menntamálaráðherra um sérfræðing hjá Merrill Lynch bankanum sem varaði Íslendinga við skömmu fyrir bankahrunið 2008. Ráðherrann lýsti því yfir að maðurinn vissi ekkert í sinn haus og þyrfti greinilega á endurmenntun að halda en hafði varla sleppt orðinu þegar bankarnir féllu með brauki og bramli. Eftir þessa tölu setti viðmælendur mína hljóða um stund en hjónin spurðu síðan hvort ég kynni einhverjar skýringar á því hvers vegna íslensk stjórnmál væru þessu marki brennd. Algeng skoðun er sú að „ósiðirnir“ í umræðunni eigi sér menningarlegar rætur. Til dæmis hefur Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við H.Í., bent á að „ef við berum okkur saman við Norðurlöndin þá erum við með svipað regluverk en samt þróast stjórnmálin hjá okkur öðruvísi. Það hefur mikið að gera með söguna og hvað verður venjuleg hegðun innan kerfisins og í rauninni stjórnmálasiðmenning…“ Að mati Ólafs er enginn hægðarleikur að breyta umræðuhefðinni. „Fyrsta skrefið er að tala um þetta.“ Bæði fræðasamfélagið og almenningur geti hér gegnt veigamiklu hlutverki en mikilvægast sé „að stjórnmálamennirnir átti sig á þessu sjálfir“ (Fréttatíminn, 4. maí 2012). Fátt bendir þó til að þeir muni gera það í bráð eða lengd. Þrátt fyrir góðan ásetning fólks sem tekur sæti á Alþingi er eins og það gangi í björg og komi út aftur sem umskiptingar. Núna síðast Guðmundur Steingrímsson, stofnandi og fyrrverandi þingmaður Bjartar framtíðar. Hann einsetti sér að breyta starfsanda og vinnulagi Alþingis til hins betra en rankaði á endanum við sér í foraðinu miðju. Á hinn bóginn eru aðrir sem líta svo á að umræðusiðirnir séu ekki einvörðungu menningarleg afurð heldur ráðist jafnframt af kerfislægum þáttum s.s. skipulagi og starfsháttum á vinnumarkaði, stofnanafyrirkomulagi stjórnmálanna, viðteknum hagstjórnaraðferðum og skipan flokkakerfisins. Þeirra á meðal eru Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði við H.Í., og Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við sama skóla.Aðhaldstæki Fulltrúar Pírata taka í sama streng og halda því fram að rót vandans liggi í stjórnkerfinu sem bjóði heim óheftu meirihlutaræði. Öndvert við Ólaf Þ. Harðarson, sem telur að vandinn verði ekki leystur með kerfisbreytingum, hafa þeir lagt til að sett verði í stjórnarskrá ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur til að stemma stigu við yfirgangi meirihlutans gagnvart minnihlutanum. Slíkt ákvæði, sem heimilaði tilgreindum minnihluta Alþingis og/eða hópi kjósenda að fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu í umdeildum málum, er öðrum þræði hugsað sem aðhaldstæki gagnvart meirihlutanum. Píratar binda einnig vonir við að ákvæði sem þetta stuðli að bættum samskiptum milli stjórnar og stjórnarandstöðu í þinginu. Sambærilegt ákvæði er að finna í Stjórnarskrá fólksins sem var samþykkt með 67,5% greiddra atkvæða í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012. Niðurstöður gagnmerkrar samanburðarrannsóknar á stjórnmálaumræðum í nokkrum löndum renna stoðum undir fyrirkomulag af þessu tagi. Til grundvallar rannsókninni, sem unnin var af alþjóðlegu rannsóknarteymi með aðsetur í Sviss, liggja stofnana- og atferliskenningar í félagsfræði, greining stjórnmálafræðingsins Arends Lijphart á samkeppnis- og samvinnustjórnkerfum og kenningar á sviði rökræðulýðræðis. Eitt mikilvægt einkenni samvinnustjórnkerfa samkvæmt Lijphart eru aðhaldstæki á borð við þjóðaratkvæðagreiðslur. Rannsóknin leiðir m.a. í ljós að þegar minnihlutinn getur skotið umdeildum málum í þjóðaratkvæði skapar það hvata og/eða knýr meirihlutann til að koma fram við minnihlutann af meiri virðingu en ella og jafnvel taka tillit til sjónarmiða hans ólíkt því sem tíðkast í stjórnkerfum þar sem slíkt er ekki til staðar. Það er t.d. borðleggjandi að ef nýja stjórnarskráin hefði verið í gildi þegar breyting á lögum um stjórn fiskveiða var samþykkt á Alþingi vorið 2013 hefði stjórnarmeirihlutinn verið gerður afturreka með málið eða séð sig knúinn til að miðla málum eða semja við minnihlutann. Tæplega 15 prósent kjósenda höfðu mótmælt þessari ákvörðun með því að rita nafn sitt á undirskriftalista og skoðanakannanir sýndu að þorri landsmanna var mótfallinn lagabreytingunni. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Um daginn hitti ég sænsk hjón sem komu hingað til lands í stutt frí. Við tókum tal saman og ræddum dágóða stund um stjórnmál á Íslandi og í Svíþjóð og muninn á stjórnmálamenningu landanna. Konan sem er hagfræðingur hafði komið til Íslands fyrir tveimur árum og lenti þá fyrir tilviljun á Alþingisrásinni þegar hún var að horfa á sjónvarp. Hún sagðist ekki hafa skilið allt sem fram fór en gat ekki betur séð en að þingmenn væru reiðir og atyrtu hver annan úr ræðustóli og furðaði sig á þessu háttalagi. Í Svíþjóð beri stjórnmálamenn virðingu fyrir pólitískum andstæðingum sínum og geri sér far um að vera kurteisir og málefnalegir. Ég upplýsti hjónin um að líklega hefði hún hitt á dagskrárlið sem sumir kalla „hálftíma hálfvitanna“ og að hér væri rík átakahefð í stjórnmálum – stóryrði, persónuníð og skætingur einkenndu stjórnmálaumræður á Íslandi. Lýsandi dæmi um þetta eru niðrandi ummæli fyrrverandi menntamálaráðherra um sérfræðing hjá Merrill Lynch bankanum sem varaði Íslendinga við skömmu fyrir bankahrunið 2008. Ráðherrann lýsti því yfir að maðurinn vissi ekkert í sinn haus og þyrfti greinilega á endurmenntun að halda en hafði varla sleppt orðinu þegar bankarnir féllu með brauki og bramli. Eftir þessa tölu setti viðmælendur mína hljóða um stund en hjónin spurðu síðan hvort ég kynni einhverjar skýringar á því hvers vegna íslensk stjórnmál væru þessu marki brennd. Algeng skoðun er sú að „ósiðirnir“ í umræðunni eigi sér menningarlegar rætur. Til dæmis hefur Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við H.Í., bent á að „ef við berum okkur saman við Norðurlöndin þá erum við með svipað regluverk en samt þróast stjórnmálin hjá okkur öðruvísi. Það hefur mikið að gera með söguna og hvað verður venjuleg hegðun innan kerfisins og í rauninni stjórnmálasiðmenning…“ Að mati Ólafs er enginn hægðarleikur að breyta umræðuhefðinni. „Fyrsta skrefið er að tala um þetta.“ Bæði fræðasamfélagið og almenningur geti hér gegnt veigamiklu hlutverki en mikilvægast sé „að stjórnmálamennirnir átti sig á þessu sjálfir“ (Fréttatíminn, 4. maí 2012). Fátt bendir þó til að þeir muni gera það í bráð eða lengd. Þrátt fyrir góðan ásetning fólks sem tekur sæti á Alþingi er eins og það gangi í björg og komi út aftur sem umskiptingar. Núna síðast Guðmundur Steingrímsson, stofnandi og fyrrverandi þingmaður Bjartar framtíðar. Hann einsetti sér að breyta starfsanda og vinnulagi Alþingis til hins betra en rankaði á endanum við sér í foraðinu miðju. Á hinn bóginn eru aðrir sem líta svo á að umræðusiðirnir séu ekki einvörðungu menningarleg afurð heldur ráðist jafnframt af kerfislægum þáttum s.s. skipulagi og starfsháttum á vinnumarkaði, stofnanafyrirkomulagi stjórnmálanna, viðteknum hagstjórnaraðferðum og skipan flokkakerfisins. Þeirra á meðal eru Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði við H.Í., og Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við sama skóla.Aðhaldstæki Fulltrúar Pírata taka í sama streng og halda því fram að rót vandans liggi í stjórnkerfinu sem bjóði heim óheftu meirihlutaræði. Öndvert við Ólaf Þ. Harðarson, sem telur að vandinn verði ekki leystur með kerfisbreytingum, hafa þeir lagt til að sett verði í stjórnarskrá ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur til að stemma stigu við yfirgangi meirihlutans gagnvart minnihlutanum. Slíkt ákvæði, sem heimilaði tilgreindum minnihluta Alþingis og/eða hópi kjósenda að fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu í umdeildum málum, er öðrum þræði hugsað sem aðhaldstæki gagnvart meirihlutanum. Píratar binda einnig vonir við að ákvæði sem þetta stuðli að bættum samskiptum milli stjórnar og stjórnarandstöðu í þinginu. Sambærilegt ákvæði er að finna í Stjórnarskrá fólksins sem var samþykkt með 67,5% greiddra atkvæða í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012. Niðurstöður gagnmerkrar samanburðarrannsóknar á stjórnmálaumræðum í nokkrum löndum renna stoðum undir fyrirkomulag af þessu tagi. Til grundvallar rannsókninni, sem unnin var af alþjóðlegu rannsóknarteymi með aðsetur í Sviss, liggja stofnana- og atferliskenningar í félagsfræði, greining stjórnmálafræðingsins Arends Lijphart á samkeppnis- og samvinnustjórnkerfum og kenningar á sviði rökræðulýðræðis. Eitt mikilvægt einkenni samvinnustjórnkerfa samkvæmt Lijphart eru aðhaldstæki á borð við þjóðaratkvæðagreiðslur. Rannsóknin leiðir m.a. í ljós að þegar minnihlutinn getur skotið umdeildum málum í þjóðaratkvæði skapar það hvata og/eða knýr meirihlutann til að koma fram við minnihlutann af meiri virðingu en ella og jafnvel taka tillit til sjónarmiða hans ólíkt því sem tíðkast í stjórnkerfum þar sem slíkt er ekki til staðar. Það er t.d. borðleggjandi að ef nýja stjórnarskráin hefði verið í gildi þegar breyting á lögum um stjórn fiskveiða var samþykkt á Alþingi vorið 2013 hefði stjórnarmeirihlutinn verið gerður afturreka með málið eða séð sig knúinn til að miðla málum eða semja við minnihlutann. Tæplega 15 prósent kjósenda höfðu mótmælt þessari ákvörðun með því að rita nafn sitt á undirskriftalista og skoðanakannanir sýndu að þorri landsmanna var mótfallinn lagabreytingunni. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar