Körfubolti

Daníel: Við eigum að gera betur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Daníel Guðni Guðmundsson
Daníel Guðni Guðmundsson vísir/vilhelm
Daníel Guðni Guðmundsson gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tap sinna manna í Njarðvík gegn ÍR í fjórðu umferð Domino’s deildar karla í kvöld.

„Þetta er súrt. ÍR átti þetta skilið, þeir voru betri í leiknum,“ sagði Daníel eftir leikinn.

Njarðvík tapaði 82-79 eftir hörkuspennandi lokamínútur, en liðið var undir með níu stigum í hálfleik.

„Við vitum að við getum komið til baka. Við hefðum bara átt að vera búnir að bregðast við miklu fyrr. Munurinn var orðinn of mikill og við gerðum þetta erfitt fyrir okkur sjálfum.“

„Við þurfum að vinna betur í nokkrum hlutum. Snemma á tímabilinu og svoleiðis, en við áttum að geta gert miklu betur hérna í kvöld. Seinni hálfleikurinn var fínn en við náðum ekki að halda alveg í fjórða leikhluta.“

„Logi kom með stórar körfur, en við eigum ekki að þurfa svona djúp kerfi til að fá einhverjar körfur.“

Það var mikil stemming í Hertz-hellinum, enda stuðningsmenn ÍR-inga einhverjir þeir háværustu í deildinni.

„Af okkar hálfu var sóknarleikurinn ekkert sérstakur í fyrri hálfleik, og það gerði okkur erfitt fyrir. Heilt yfir var þetta ekkert sérstakt, við verðum að gera betur,“ sagði þjálfari Njarðvíkur, Daníel Guðni Guðmundsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×