Innlent

Umfangsmikil kosningavakt

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Kosningavaktin á Vísi hefst eldsnemma á kjördag en blaðamenn Vísis munu standa vaktina næstu tvo sólarhringa.
Kosningavaktin á Vísi hefst eldsnemma á kjördag en blaðamenn Vísis munu standa vaktina næstu tvo sólarhringa.
Kosningavaktin á Vísi hefst eldsnemma á kjördag en blaðamenn Vísis munu standa vaktina næstu tvo sólarhringa. Aukafréttatími Stöðvar 2 hefst síðan klukkan 12.00 en að þeim loknum tekur Víglínan við. Þar ræðir Heimir Már Pétursson við góða gesti um stjórnmálin og kosningabaráttuna sem senn er á enda.

Klukkan 20.40 á laugardag hefst Risastóri kosningaþátturinn með Gumma Ben en um leið og kjörstaðir loka klukkan 22.00 tekur fréttastofa Stöðvar 2 við. Þar verður greint frá fyrstu tölum en fréttamenn 365 verða í beinni útsendingu frá kosningavökum flokkanna.

Á sunnudaginn klukkan 12.20, eða strax að loknum aukafréttatíma í hádeginu, tekur Heimir Már síðan á móti formönnum flokkanna þar sem farið verður yfir niðurstöður kosninganna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×