Innlent

Lykillinn læstist inni í kjörkassanum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Erla S. Árnadóttir er formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Erla S. Árnadóttir er formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. stöð 2
Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður segir að allt hafi gengið vel í kjördæminu í morgun.

Eina sem komið hefur upp á er að sækja nýjan kjörkassa á einum stað þar sem lykillinn að kassanum læstist inn í honum. Rætt var við Erlu í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu.

„Þetta hefur allt gengið vel. Það þurfti að sækja nýjan kjörkassa á einum stað þar sem lykillinn læstist inni í kassanum,“ sagði Erla.

Kjörsókn í Reykjavík klukkan 13 var betri en í þingkosningunum í fyrra og árið 2013 en núna hafa 16,22 prósent kjósenda í Reykjavík kosið. Árið 2016 var hlutfallið 13,91 prósent og árið 2013 var það 15,97 prósent.

 

„Klukkan 18 verður salnum upp þar sem er talið lokað og þar verður stemmt af og svo opnað klukkan 22,“ sagði Erla í hádegisfréttatíma Stöðvar 2.


Tengdar fréttir

Krossar fingur og fær sér súpu

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir framtíðina í höndum kjósenda og að kosningarnar leggist vel í hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×