Segir Le Monde hafa misskilið ummæli sín um Miðflokkinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2017 18:31 Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir blaðamann franska dagblaðsins Le Monde hafa misskilið ummæli sín um „Trump-isma“ í umfjöllun blaðsins um alþingiskosningarnar á Íslandi, sem birt var í dag. Hann hafi sagt að áhrifa Bandaríkjaforsetans Donalds Trump, ef einhverra, hefði helst gætt í kosningabaráttu Miðflokksins en ekki Sjálfstæðisflokksins, eins og blaðamaður hafði eftir honum. Í frétt Le Monde var Helgi sagður telja „íhaldsmenn“, Sjálfstæðisflokkinn, hafa rekið kosningabaráttu í anda Donalds Trump Bandaríkjaforseta og „lagt áherslu á ósannindi og ófrægingu.“ „Það sem ég átti við með „Trump-faktorinn“, það var Miðflokkurinn,“ segir Helgi í samtali við Vísi. „Við vorum að tala um hvort að við fyndum fyrir einhverjum Trump-áhrifum á Íslandi og ég sagði að við værum nú að mestu laus við það og popúlisma, eins og þetta væri plága í Evrópu og Bandaríkjunum, en það væri svona smá Trump-faktor í „Center Party“, eða Miðflokknum. Þar væru merki um þessi áhrif, í framboði Miðflokksins,“ segir Helgi Gunnlaugsson í samtali við Vísi í dag.Umfjöllun fjölmiðla yfirleitt nokkuð neikvæð Helgi segir blaðakonuna greinilega hafa misskilið sig og sett ummælin í samhengi við umræðu um „Indipendence-party“, eða Sjálfstæðisflokkinn, en viðtalið fór fram á ensku. Erlendir fjölmiðlar hafa margir fjallað um alþingiskosningarnar á Íslandi í dag og í aðraganda kosninganna og oft er dregin upp nokkuð ófögur mynd af stjórnmálum á Íslandi. Auk Le Monde hafa hið bandaríska New York Times og hið sænska Aftonbladet til að mynda fjallað um kosningarna. Í grein New York Times líkti fréttamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson Sigmund Davíð, formanni Miðflokksins, við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þá birtir fastur pistlahöfundur sænska Aftonbladet pistil í dag með mynd af Sigmundi og Bjarna Benediktssyni og fyrirsögninni „Norður-Kórea Norðurlanda?“. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Le Monde: Líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Trumps Félagsfræðingurinn Helgi Gunnlaugsson líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. október 2017 15:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir blaðamann franska dagblaðsins Le Monde hafa misskilið ummæli sín um „Trump-isma“ í umfjöllun blaðsins um alþingiskosningarnar á Íslandi, sem birt var í dag. Hann hafi sagt að áhrifa Bandaríkjaforsetans Donalds Trump, ef einhverra, hefði helst gætt í kosningabaráttu Miðflokksins en ekki Sjálfstæðisflokksins, eins og blaðamaður hafði eftir honum. Í frétt Le Monde var Helgi sagður telja „íhaldsmenn“, Sjálfstæðisflokkinn, hafa rekið kosningabaráttu í anda Donalds Trump Bandaríkjaforseta og „lagt áherslu á ósannindi og ófrægingu.“ „Það sem ég átti við með „Trump-faktorinn“, það var Miðflokkurinn,“ segir Helgi í samtali við Vísi. „Við vorum að tala um hvort að við fyndum fyrir einhverjum Trump-áhrifum á Íslandi og ég sagði að við værum nú að mestu laus við það og popúlisma, eins og þetta væri plága í Evrópu og Bandaríkjunum, en það væri svona smá Trump-faktor í „Center Party“, eða Miðflokknum. Þar væru merki um þessi áhrif, í framboði Miðflokksins,“ segir Helgi Gunnlaugsson í samtali við Vísi í dag.Umfjöllun fjölmiðla yfirleitt nokkuð neikvæð Helgi segir blaðakonuna greinilega hafa misskilið sig og sett ummælin í samhengi við umræðu um „Indipendence-party“, eða Sjálfstæðisflokkinn, en viðtalið fór fram á ensku. Erlendir fjölmiðlar hafa margir fjallað um alþingiskosningarnar á Íslandi í dag og í aðraganda kosninganna og oft er dregin upp nokkuð ófögur mynd af stjórnmálum á Íslandi. Auk Le Monde hafa hið bandaríska New York Times og hið sænska Aftonbladet til að mynda fjallað um kosningarna. Í grein New York Times líkti fréttamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson Sigmund Davíð, formanni Miðflokksins, við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þá birtir fastur pistlahöfundur sænska Aftonbladet pistil í dag með mynd af Sigmundi og Bjarna Benediktssyni og fyrirsögninni „Norður-Kórea Norðurlanda?“.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Le Monde: Líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Trumps Félagsfræðingurinn Helgi Gunnlaugsson líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. október 2017 15:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Le Monde: Líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Trumps Félagsfræðingurinn Helgi Gunnlaugsson líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. október 2017 15:00