Innlent

Katrín kampakát á kosningavöku og vonast til að leiða næstu ríkisstjórn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, var vel fagnað á kosningavöku flokksins í Iðnó þegar hún ávarpaði flokksmenn fyrr í kvöld. Samkvæmt fyrstu tölum er flokkurinn að bæta við sig frá því í kosningunum í fyrra.

Katrín sagði kosningabaráttuna hafa verið sérstaka og með þeim skemmtilegri sem hún hefði tekið þátt í þar sem flokkurinn hefði leitað í ræturnar og farið og hitt fólk.

„Hvernig sem fer í kvöld þá sjáum við að við erum að bæta við okkur,“ sagði Katrín. Hún sagði flokksmenn hafa staðið með sjálfum sér og ekki talað á móti einhverjum öðrum heldur með Vinstri grænum.

 

„Ég ætla að vona að þegar talið hefur verið upp úr kössunum að við munum taka sæti í næstu ríkisstjórn og að við munum leiða næstu ríkisstjórn og við munum gera þetta samfélag betra fyrir fólkið í landinu.“

Stutt spjall Hersis Arons Ólafssonar, fréttamanns við Katrínu Jakobsdóttur, í Iðnó má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×