Njáll Trausti: „Gríðarlega erfitt að mynda ríkisstjórn“ Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2017 00:20 Njáll Trausti Friðbertsson Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, segir fyrstu tölurnar gefa til kynna að nóttin verði löng og mikið geti breyst. Hann telur þetta geta verið með mest spennandi kosninganóttum síðustu ára „Þetta verður gríðarlega spennandi í nótt í kjördæminu. Við erum að sjá að það er stutt á milli flokka og spennandi að sjá hvernig þetta verður þegar atkvæðin að austan koma. Líklega verður þetta barátta alveg fram á nótt og síðustu tölur munu ábyggilega breyta miklu hvernig þetta fer," segir Njáll Sjálfstæðisflokkurinn er, þegar þetta er skrifað, með tvo menn inni í NA kjördæmi en voru með þrjá í síðustu kosningum. Valgerður Gunnarsdóttir fellur því af þingi verði þetta niðurstaða kosninga. En hvernig metur Njáll Trausti stöðuna í íslenskum stjórnmálum út frá þessum fyrstu tölum? „Það mun verða mjög erfitt að koma saman stjórn. Ég kom nýr að þessu í fyrra og þá voru sjö flokkar á þingi og þá var þetta nokkuð erfitt. Nú eru flokkarnir líklegast átta talsins og því verður þetta gríðarlega erfitt,“ segir Njáll. Búið er að telja nokkuð fá atkvæði í NA kjördæmi. Hin síðustu ár hefur oft verið talað um það að atkvæði úr Eyjafirði séu talin fyrst og síðan geti tölurnar breyst mikið eftir að hafið er að telja kjörkassa frá Austurlandi þar sem Framsóknarflokkur hefur til að mynda verið gríðarsterkur „Hins vegar eru fá atkvæði á milli manna og flokka og því verður spennandi að sjá alveg fram á morgun hvernig þetta raðast. Það er ekki hægt að spá neinu um lokin og líkast til mikið umrót á næstu klukkutímum.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fékk hestinn að gjöf í beinni útsendingu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fékk forláta silfurhest að gjöf frá Þorbirni Þórðarsyni, fréttamanni, í beinni útsendingu í Kosningasjónvarpi Stöðvar 2 fyrr í kvöld. 29. október 2017 00:01 „Við erum að vinna þessar kosningar“ Bjarni var sigri hrósandi þegar hann ávarpaði Sjálfstæðismenn eftir að fyrstu tölur höfðu verið lesnar. 29. október 2017 00:22 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, segir fyrstu tölurnar gefa til kynna að nóttin verði löng og mikið geti breyst. Hann telur þetta geta verið með mest spennandi kosninganóttum síðustu ára „Þetta verður gríðarlega spennandi í nótt í kjördæminu. Við erum að sjá að það er stutt á milli flokka og spennandi að sjá hvernig þetta verður þegar atkvæðin að austan koma. Líklega verður þetta barátta alveg fram á nótt og síðustu tölur munu ábyggilega breyta miklu hvernig þetta fer," segir Njáll Sjálfstæðisflokkurinn er, þegar þetta er skrifað, með tvo menn inni í NA kjördæmi en voru með þrjá í síðustu kosningum. Valgerður Gunnarsdóttir fellur því af þingi verði þetta niðurstaða kosninga. En hvernig metur Njáll Trausti stöðuna í íslenskum stjórnmálum út frá þessum fyrstu tölum? „Það mun verða mjög erfitt að koma saman stjórn. Ég kom nýr að þessu í fyrra og þá voru sjö flokkar á þingi og þá var þetta nokkuð erfitt. Nú eru flokkarnir líklegast átta talsins og því verður þetta gríðarlega erfitt,“ segir Njáll. Búið er að telja nokkuð fá atkvæði í NA kjördæmi. Hin síðustu ár hefur oft verið talað um það að atkvæði úr Eyjafirði séu talin fyrst og síðan geti tölurnar breyst mikið eftir að hafið er að telja kjörkassa frá Austurlandi þar sem Framsóknarflokkur hefur til að mynda verið gríðarsterkur „Hins vegar eru fá atkvæði á milli manna og flokka og því verður spennandi að sjá alveg fram á morgun hvernig þetta raðast. Það er ekki hægt að spá neinu um lokin og líkast til mikið umrót á næstu klukkutímum.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fékk hestinn að gjöf í beinni útsendingu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fékk forláta silfurhest að gjöf frá Þorbirni Þórðarsyni, fréttamanni, í beinni útsendingu í Kosningasjónvarpi Stöðvar 2 fyrr í kvöld. 29. október 2017 00:01 „Við erum að vinna þessar kosningar“ Bjarni var sigri hrósandi þegar hann ávarpaði Sjálfstæðismenn eftir að fyrstu tölur höfðu verið lesnar. 29. október 2017 00:22 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira
Sigmundur Davíð fékk hestinn að gjöf í beinni útsendingu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fékk forláta silfurhest að gjöf frá Þorbirni Þórðarsyni, fréttamanni, í beinni útsendingu í Kosningasjónvarpi Stöðvar 2 fyrr í kvöld. 29. október 2017 00:01
„Við erum að vinna þessar kosningar“ Bjarni var sigri hrósandi þegar hann ávarpaði Sjálfstæðismenn eftir að fyrstu tölur höfðu verið lesnar. 29. október 2017 00:22