Benedikt segir það mikil vonbrigði að detta af þingi Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2017 00:41 Fjármála- og efnahagsráðherra á að öllum líkindum ekki afturkvæmt eftir þessar kosningar. Benedikt Jóhannesson, núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, á að öllum líkindum ekki afturkvæmt á þing eftir þessar kosningar. Fylgi viðreisnar í Norðausturkjördæmi, þar sem Benedikt er oddviti er langt frá því að fá kjördæmakjörinn mann. Hann segir það persónulega mikil vonbrigði en tilfinningarnar séu blendnar. „Jú auðvitað eru það vonbrigði. Maður hafði metnað til að vera áfram. Ég bauð mig farm til að komast á þing og reyndi að standa mig vel fyrir þjóðina og kjördæmið. Auðvitað eru það því mikil vonbrigði,“ segir Benedikt. „ Hins vegar eru tilfinningarnar blendnar. Viðreisn er búin að rúmlega tvöfalda fylgið sitt á hálfum mánuði og ég er mjög glaður yfir því. Hins vegar vonaðist maður til að þetta yrði heldur betra en það er.“ Eins og staðan er núna er Viðreisn að tapa þremur þingmönnum. Flokkurinn var með sjö þingmenn en fá fjóra þingmenn nú ef þetta verður lokaniðurstaðan. Hins vegar á eftir að telja mörg atkvæði og nóttin er löng. „Sérstaklega var ég að vona að við myndum fá meira í dreifbýlinu. Við erum í raun langt frá því að vera inn í landsbyggðarkjördæmunum,“ segir Benedikt. Benedikt segist ekki vera hættur í pólitík. „Ég er ekki hættur, nei nei, menn eru ennþá í pólitík þó þér séu ekki á þingi. Það er líkt og ég sagði þegar ég hætti sem formaður að meginatriðið er það að málstaðurinn lifi. Og málstaðurinn lifir af einstaka menn og við erum áfram á þingi,“ segir Benedikt. „Það eru ekki allir nýir flokkar sem ná að komast inn á þing í annað sinn og fyrir það erum við ánægð en auðvitað hefðum við viljað hafa fylgið meira, það segir sig sjálft.“ Benedikt segir skilaboð kjósenda í þessum kosningum ekki nógu skýr til að augljós ríkisstjórn sé í spilunum. „Skilaboðin eru mjög óljós finnst mér. Ég svona næ þeim ekki mjög vel. Það gæti gert það að verkum að það taki tíma að ná niður ríkisstjórn. Hinsvegar geta hlutirnir þróast mjög hratt og í óvæntar áttir og við verðum að bíða og sjá. Síðast hefði líklegast landslagið verið traustar ef einn eða tveir þingmenn hefðu fallið aðeins öðruvísi. Því verðum við að bíða eftir lokaniðurstöðunni í fyrramálið.“Einnig var rætt við Benedikt í Kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Hægt er að horfa á viðtalið hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, á að öllum líkindum ekki afturkvæmt á þing eftir þessar kosningar. Fylgi viðreisnar í Norðausturkjördæmi, þar sem Benedikt er oddviti er langt frá því að fá kjördæmakjörinn mann. Hann segir það persónulega mikil vonbrigði en tilfinningarnar séu blendnar. „Jú auðvitað eru það vonbrigði. Maður hafði metnað til að vera áfram. Ég bauð mig farm til að komast á þing og reyndi að standa mig vel fyrir þjóðina og kjördæmið. Auðvitað eru það því mikil vonbrigði,“ segir Benedikt. „ Hins vegar eru tilfinningarnar blendnar. Viðreisn er búin að rúmlega tvöfalda fylgið sitt á hálfum mánuði og ég er mjög glaður yfir því. Hins vegar vonaðist maður til að þetta yrði heldur betra en það er.“ Eins og staðan er núna er Viðreisn að tapa þremur þingmönnum. Flokkurinn var með sjö þingmenn en fá fjóra þingmenn nú ef þetta verður lokaniðurstaðan. Hins vegar á eftir að telja mörg atkvæði og nóttin er löng. „Sérstaklega var ég að vona að við myndum fá meira í dreifbýlinu. Við erum í raun langt frá því að vera inn í landsbyggðarkjördæmunum,“ segir Benedikt. Benedikt segist ekki vera hættur í pólitík. „Ég er ekki hættur, nei nei, menn eru ennþá í pólitík þó þér séu ekki á þingi. Það er líkt og ég sagði þegar ég hætti sem formaður að meginatriðið er það að málstaðurinn lifi. Og málstaðurinn lifir af einstaka menn og við erum áfram á þingi,“ segir Benedikt. „Það eru ekki allir nýir flokkar sem ná að komast inn á þing í annað sinn og fyrir það erum við ánægð en auðvitað hefðum við viljað hafa fylgið meira, það segir sig sjálft.“ Benedikt segir skilaboð kjósenda í þessum kosningum ekki nógu skýr til að augljós ríkisstjórn sé í spilunum. „Skilaboðin eru mjög óljós finnst mér. Ég svona næ þeim ekki mjög vel. Það gæti gert það að verkum að það taki tíma að ná niður ríkisstjórn. Hinsvegar geta hlutirnir þróast mjög hratt og í óvæntar áttir og við verðum að bíða og sjá. Síðast hefði líklegast landslagið verið traustar ef einn eða tveir þingmenn hefðu fallið aðeins öðruvísi. Því verðum við að bíða eftir lokaniðurstöðunni í fyrramálið.“Einnig var rætt við Benedikt í Kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Hægt er að horfa á viðtalið hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira