Bjarkey: „Getum ekki verið í kosningum ár eftir ár“ Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2017 01:11 Bjarkey Gunnarsdóttir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG í Norðausturkjördæmi segist ekki geta verið annað en ánægð með þær tölur sem séu að birtast. VG sé að bæta við sig í öllum kjördæmum og eins og staðan er núna að bæta við sig þingmanni í kjördæminu. „Við erum nokkuð sátt með okkar gengi. Við erum að bæta við okkur í NA kjördæmi og ég held að þetta lagist þegar líður á nóttina. Við háðum heiðarlega kosningabaráttu og ef það þýðir að við fáum einu til tveimur prósentum minna upp úr kjörkössunum þá verður bara svo að vera,“ segir Bjarkey. Hún segir VG hafa fengið miikið yfir sig af nafnlausum áróðri á netinu en sé stolt af því að flokkurinn hafi tekið þá ákvörðun að fara ekki niður á það plan. „Það er óneitanlega því til að svara að við fengum mikið af neikvæðum áróðri yfir okkur og við ákváðum að fara ekki þangað. Við erum sátt við það og glöð í hjartanu hvað það varðar. Ég trúi að við munum bæta við okkur þegar líður á nóttina.“ segir Bjarkey. Hún segist ekki sjá nýja ríkisstjórn alveg í kortunum. Það sé samt afar mikilvægt að starfhæf ríkisstjórn komist á koppinn og starfi í fjögur ár. „Eins og ég segi nóttin er ung. Við verðum að bíða og sjá hvernig þetta verður. Ég trúi því að við munum bara leysa það verkefni sem er í vændum. Við getum ekki verið í kosningum ár eftir ár og því er það verkefni stjórnmálamanna að búa til starfhæfa ríkisstjórn næstu fjögur ár.“ Ríkisstjórn frá vinstri að miðju er ennþá efst í huga Bjarkeyjar. „Við höfum talað um að við viljum fara frá vinstri inn að miðju. Þar stendur Samfylkingin okkar næst okkar. Einnig höfum við talað um Framsókn og Pírata í þeim efnum. Þetta eru flokkar sem standa okkur næst,“ segir Bjarkey. „Við erum að bæta við okkur hér í kjördæminu og ég er ánægð með þá útkomu.“ Kosningar 2017 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG í Norðausturkjördæmi segist ekki geta verið annað en ánægð með þær tölur sem séu að birtast. VG sé að bæta við sig í öllum kjördæmum og eins og staðan er núna að bæta við sig þingmanni í kjördæminu. „Við erum nokkuð sátt með okkar gengi. Við erum að bæta við okkur í NA kjördæmi og ég held að þetta lagist þegar líður á nóttina. Við háðum heiðarlega kosningabaráttu og ef það þýðir að við fáum einu til tveimur prósentum minna upp úr kjörkössunum þá verður bara svo að vera,“ segir Bjarkey. Hún segir VG hafa fengið miikið yfir sig af nafnlausum áróðri á netinu en sé stolt af því að flokkurinn hafi tekið þá ákvörðun að fara ekki niður á það plan. „Það er óneitanlega því til að svara að við fengum mikið af neikvæðum áróðri yfir okkur og við ákváðum að fara ekki þangað. Við erum sátt við það og glöð í hjartanu hvað það varðar. Ég trúi að við munum bæta við okkur þegar líður á nóttina.“ segir Bjarkey. Hún segist ekki sjá nýja ríkisstjórn alveg í kortunum. Það sé samt afar mikilvægt að starfhæf ríkisstjórn komist á koppinn og starfi í fjögur ár. „Eins og ég segi nóttin er ung. Við verðum að bíða og sjá hvernig þetta verður. Ég trúi því að við munum bara leysa það verkefni sem er í vændum. Við getum ekki verið í kosningum ár eftir ár og því er það verkefni stjórnmálamanna að búa til starfhæfa ríkisstjórn næstu fjögur ár.“ Ríkisstjórn frá vinstri að miðju er ennþá efst í huga Bjarkeyjar. „Við höfum talað um að við viljum fara frá vinstri inn að miðju. Þar stendur Samfylkingin okkar næst okkar. Einnig höfum við talað um Framsókn og Pírata í þeim efnum. Þetta eru flokkar sem standa okkur næst,“ segir Bjarkey. „Við erum að bæta við okkur hér í kjördæminu og ég er ánægð með þá útkomu.“
Kosningar 2017 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira