Unnur Brá vonar að fólk beri gæfu til að vinna saman Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2017 02:01 Unnur Brá Konráðsdóttir, vísir/eyþór Ein af þeim konum sem líkast til eru að hverfa af þingi er forseti þingsins á síðasta kjörtímabili, Unnur Brá Konráðsdóttir. Hún brýnir til þeirra sem setjast á þing að afloknum þessum kosningum muni að bera virðingu fyrir hvort öðru í störfum sínum, þjóðinni til heilla. „Það eru auðvitað viss vonbrigði að ná ekki því sem sóst var eftir og ekki hægt að neita því. Mér finnst ég eiga erindi á þing og sóttist eftir áframhaldandi veru þar. En þetta eru niðurstöður kosninga og kjósendur ráða. Maður verður að vera sátt við þá niðurstöðu sama hvernig hún fer,“ segir Unnur Brá. „Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn þrátt fyrir persónuleg vonbrigði.“ „Það verður að segjast að það lítur út fyrir að fáar konur verði í þingflokknum að loknum kosningum og það er auðvitað ekki gott. Sér í lagi að við vorum svo stolt af kynjahlutfallinu á þingi þegar ég var að taka á móti gestum í þinginu erlendis frá. þá hrifust næstum allir af því hvað við stóðum okkur vel í þeim efnum í þinginu,“ segir Unnur Brá. Unnur Brá var í fjórða sæti í Suðurkjördæmi á eftir þremur körlum. Þeir þrír eru inni samkvæmt nýjustu tölum. Hún segir niðurstöðu flokksins fyrir kosningar að hrófla ekki við röðuninni og því sé þetta svona. Hún segir þá stöðu sem uppi er núna verða snúna en brýnir fyrir þingmönnum að sýna hvoru öðru virðingu og muna eftir kjósendum. „Við getum sagt að það var tiltölulega flókið að vera forseti með sjö flokka. Það verður ekki einfaldara með átta flokka, það get ég sagt þér. Ég vona samt sem áður innilega að fólkið sem velst til starfa beri gæfu til að vinna saman og muna að allir á þingi eru fulltrúar einhverra Íslendinga. Þess vegna ber þingmönnum skylda til að bera virðingu hvor fyrir öðrum og haga störfum sínum eftir því. Þeir verða að muna eftir fólkinu á bak við hvern einasta þingmann.“ Unnur Brá segist ekki vera farin að íhuga það hvort hún sé hætt aðkomu að stjórnvöldum. Nóttin sé enn ung og mikið geti gerst þó auðvitað verði það ólíklegra eftir því sem liður á kvöldið að hún komist inn. Kosningar 2017 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Ein af þeim konum sem líkast til eru að hverfa af þingi er forseti þingsins á síðasta kjörtímabili, Unnur Brá Konráðsdóttir. Hún brýnir til þeirra sem setjast á þing að afloknum þessum kosningum muni að bera virðingu fyrir hvort öðru í störfum sínum, þjóðinni til heilla. „Það eru auðvitað viss vonbrigði að ná ekki því sem sóst var eftir og ekki hægt að neita því. Mér finnst ég eiga erindi á þing og sóttist eftir áframhaldandi veru þar. En þetta eru niðurstöður kosninga og kjósendur ráða. Maður verður að vera sátt við þá niðurstöðu sama hvernig hún fer,“ segir Unnur Brá. „Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn þrátt fyrir persónuleg vonbrigði.“ „Það verður að segjast að það lítur út fyrir að fáar konur verði í þingflokknum að loknum kosningum og það er auðvitað ekki gott. Sér í lagi að við vorum svo stolt af kynjahlutfallinu á þingi þegar ég var að taka á móti gestum í þinginu erlendis frá. þá hrifust næstum allir af því hvað við stóðum okkur vel í þeim efnum í þinginu,“ segir Unnur Brá. Unnur Brá var í fjórða sæti í Suðurkjördæmi á eftir þremur körlum. Þeir þrír eru inni samkvæmt nýjustu tölum. Hún segir niðurstöðu flokksins fyrir kosningar að hrófla ekki við röðuninni og því sé þetta svona. Hún segir þá stöðu sem uppi er núna verða snúna en brýnir fyrir þingmönnum að sýna hvoru öðru virðingu og muna eftir kjósendum. „Við getum sagt að það var tiltölulega flókið að vera forseti með sjö flokka. Það verður ekki einfaldara með átta flokka, það get ég sagt þér. Ég vona samt sem áður innilega að fólkið sem velst til starfa beri gæfu til að vinna saman og muna að allir á þingi eru fulltrúar einhverra Íslendinga. Þess vegna ber þingmönnum skylda til að bera virðingu hvor fyrir öðrum og haga störfum sínum eftir því. Þeir verða að muna eftir fólkinu á bak við hvern einasta þingmann.“ Unnur Brá segist ekki vera farin að íhuga það hvort hún sé hætt aðkomu að stjórnvöldum. Nóttin sé enn ung og mikið geti gerst þó auðvitað verði það ólíklegra eftir því sem liður á kvöldið að hún komist inn.
Kosningar 2017 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira