Erlendir miðlar fjalla um möguleikann á vinstrimiðjustjórn Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2017 14:10 Erlendu miðlarnir fjalla um möguleikann á að Katrín Jakobsdóttir myndi stjórn vinstri- og miðflokka. Vísir/Anton Úrslit þingkosninganna á Íslandi vekja athygli utan landssteinanna. Erlendir miðlar eins og Reuters, BBC og Bloomberg beina kastljósinu að möguleikanum á að stjórnarandstaðan gæti myndað vinstrimiðjustjórn. Reuters, breska ríkisútvarpið BBC, Bloomberg og breska blaðið The Guardian rekja öll hvernig hneykslismál sem varðaði föður Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, olli stjórnarslitum og skyndikosningum. „Ísland hallar sér að vinstristjórn í skyndikosningum“ er fyrirsögn á frétt á vefsíðu Reuters-fréttastofunnar sem Elías Þórsson skrifar. Þar segir að íslenskir kjósendur sem hafi verið reiðir vegna röð pólitískra hneykslismála hafi úthýst hægrimiðjstórn sinni. Það gæti greitt götu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, til að mynda samsteypustjórn frá vinstri yfir miðjuna með naumum meirihluta. Reuters segir þó óvissu ríkja um myndun nýrrar ríkisstjórnar þar sem forsetinn hafi ekki veit neinum stjórnarmyndunarumboð ennþá.Rifja upp Panamamálin í tengslum við uppgang Miðflokksins„Stjórnarflokkur íhaldsmanna kemur veiklaður út úr kosningum,“ segir Bloomberg-fréttastofan. Þar skrifar Ragnhildur Sigurðarsdóttir að Ísland standi frammi fyrir pólitísku umróti eftir að stjórnarflokkur íhaldsmanna tapaði fylgi í skyndikosningum. Möguleiki sé á vinstrimiðjustjórn í kjölfar þriðju kosninganna á fjórum árum.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé enn stærsti flokkurinn á þingi eftir kosningarnar jafnvel þó að ríkisstjórnin tapi mörgum sætum en vinstri- og miðjuflokkar sæki í sig veðrið. Búist sé við flóknum stjórnarmyndunarviðræðum. Bendir BBC á að átta flokkar hafi náð sæti á þingi og aðeins sé hægt að mynda þriggja flokka samsteypustjórn ef Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn vinni saman. Fyrirsögn The Guardian beinir sjónum að því að hægrimiðstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tapi meirihluta sínum á þingi. Ekki sé loku fyrir það skotið að vinstristjórn komi upp úr krafsinu. Þá rifja allir ofangreindir miðlar upp hvernig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi hrökklast frá völdum í fyrra eftir uppljóstranir í Panamaskjölunum svonefndu. Hann sé engu að síður einn ef sigurvegurum kosninganna í gær. „Fyrrverandi forsætisráðherrann, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem mótmælendur sem slettu skyri hröktu frá völdum í fyrra eftir að nafn hans var að finna í Panamaskjölunum var einn helsti sigurvegarinn og fékk 10,9% atkvæða með nýstofnuðum Miðflokki sínum,“ skrifar Bloomberg. Kosningar 2017 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Úrslit þingkosninganna á Íslandi vekja athygli utan landssteinanna. Erlendir miðlar eins og Reuters, BBC og Bloomberg beina kastljósinu að möguleikanum á að stjórnarandstaðan gæti myndað vinstrimiðjustjórn. Reuters, breska ríkisútvarpið BBC, Bloomberg og breska blaðið The Guardian rekja öll hvernig hneykslismál sem varðaði föður Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, olli stjórnarslitum og skyndikosningum. „Ísland hallar sér að vinstristjórn í skyndikosningum“ er fyrirsögn á frétt á vefsíðu Reuters-fréttastofunnar sem Elías Þórsson skrifar. Þar segir að íslenskir kjósendur sem hafi verið reiðir vegna röð pólitískra hneykslismála hafi úthýst hægrimiðjstórn sinni. Það gæti greitt götu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, til að mynda samsteypustjórn frá vinstri yfir miðjuna með naumum meirihluta. Reuters segir þó óvissu ríkja um myndun nýrrar ríkisstjórnar þar sem forsetinn hafi ekki veit neinum stjórnarmyndunarumboð ennþá.Rifja upp Panamamálin í tengslum við uppgang Miðflokksins„Stjórnarflokkur íhaldsmanna kemur veiklaður út úr kosningum,“ segir Bloomberg-fréttastofan. Þar skrifar Ragnhildur Sigurðarsdóttir að Ísland standi frammi fyrir pólitísku umróti eftir að stjórnarflokkur íhaldsmanna tapaði fylgi í skyndikosningum. Möguleiki sé á vinstrimiðjustjórn í kjölfar þriðju kosninganna á fjórum árum.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé enn stærsti flokkurinn á þingi eftir kosningarnar jafnvel þó að ríkisstjórnin tapi mörgum sætum en vinstri- og miðjuflokkar sæki í sig veðrið. Búist sé við flóknum stjórnarmyndunarviðræðum. Bendir BBC á að átta flokkar hafi náð sæti á þingi og aðeins sé hægt að mynda þriggja flokka samsteypustjórn ef Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn vinni saman. Fyrirsögn The Guardian beinir sjónum að því að hægrimiðstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tapi meirihluta sínum á þingi. Ekki sé loku fyrir það skotið að vinstristjórn komi upp úr krafsinu. Þá rifja allir ofangreindir miðlar upp hvernig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi hrökklast frá völdum í fyrra eftir uppljóstranir í Panamaskjölunum svonefndu. Hann sé engu að síður einn ef sigurvegurum kosninganna í gær. „Fyrrverandi forsætisráðherrann, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem mótmælendur sem slettu skyri hröktu frá völdum í fyrra eftir að nafn hans var að finna í Panamaskjölunum var einn helsti sigurvegarinn og fékk 10,9% atkvæða með nýstofnuðum Miðflokki sínum,“ skrifar Bloomberg.
Kosningar 2017 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira