Innlent

Bjarni fyrstur á fund forseta

Bjarki Ármannsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Anton Brink
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun funda með formönnum allra flokkanna átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi á Bessastöðum á morgun.

Forsetinn tekur fyrst á móti Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, klukkan tíu og síðast á móti Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, klukkan fimm. Formönnum flokkanna er raðað eftir fjölda þingmanna sem flokkarnir fengu í kosningunum í gær.

•    Fundur forseta og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, verður klukkan 10.

•    Fundur forseta og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, verður klukkan 11.

•    Fundur forseta og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, verður klukkan 12.

•    Fundur forseta og Loga Más Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, verður klukkan 13.

•    Fundur forseta og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, verður klukkan 14.

•    Fundur forseta og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, fulltrúa Pírata, verður klukkan 15.

•    Fundur forseta og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, verður klukkan 16.

•    Fundur forseta og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, verður klukkan 17.

Á þessum fundum mun forsetinn ræða við formenn flokkana um úrslit kosninganna, mögulega stjórnarmyndun og heyra viðhorf forystumanna til þess hver eigi að fá umboð til stjórnarmyndunar. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×