Alþingi þarf að endurspegla þjóðina Ellert B. Schram skrifar 10. október 2017 07:00 Nú er verið að kjósa enn og aftur og stjórnmálaflokkarnir hafa valið sína frambjóðendur. Ef við skoðum aldur alþingismanna í gegnum tíðina, má sjá að það er frekar sjaldgæft að fólk sem komið er á efri ár sitji á þingi. Kannski einn og einn. Nú er það hins vegar svo að fólk eldist og lifir lengur en áður. Og það við góða heilsu með reynslu, þekkingu og starfsorku. Ég er þeirrar skoðunar, með allri virðingu fyrir yngra fólki, að á löggjafarþinginu eigi að fjölga alþingismönnum, konum sem körlum, sem komin eru til ára sinna og geta miðlað af reynslu sinni út frá sjónarhorni langrar lífsgöngu. Ég, væntanlega sem formaður eldri borgara í Reykjavík, var beðinn um að gefa kost á mér, á framboðslistum, sjálfsagt vegna þess að málefni eldri borgara hafa verið í sviðsljósinu undanfarna mánuði. Umræða um hag eldri borgara, kjör og þátttöku þeirra í landsmálum hefur verið opinská og áberandi. Ég hef orðið við þeirri beiðni Samfylkingarinnar í Reykjavík að taka fjórða sæti á framboðslista hennar, ekki síst með það í huga að aldraðir eigi erindi á Alþingi, að elsta kynslóðin eigi sína fulltrúa og raddir í stjórnmálavafstrinu, í lagasetningu, umræðum og atkvæðagreiðslum, sem snerta hag landsmanna og fullorðinna. Eldri borgarar eru rúmlega fjörutíu þúsund talsins og auðvitað eiga þeir að eiga sína talsmenn á þingi. Með alla sína reynslu. Er ekki einmitt kominn tími til að brjóta þennan aldursmúr? Vekja stjórnmálaflokka til umhugsunar um þennan fjölda eldri borgara sem hafa bæði elju og vit, til að standa vörð um hagsmuni elstu kynslóðarinnar. Hvað þá um aðrar ákvarðanir, sem snerta lífið og tilveruna. Ekki það að ég sé kominn alla leið á þing, þótt ég sé á framboðslista. Kjósendur ráða því. En með framboði mínu vil ég sýna í verki, að karlar og konur, komin á efri ár, eigi fullt erindi inn á Alþingi, svo að þeim kveði og rödd þeirra heyrist. Alþingi þarf að endurspegla þjóðina. Allir aldursflokkar, konur og karlar, eiga að taka þátt í umræðum og ákvörðunum sem varða fólkið í landinu. Ég leyfi mér að fullyrða að málefni sem varða eldri borgara, hafa mörg hver gleymst, verið vanrækt og afskrifuð og það veitir ekki af, svo það sé sagt, að brjóta ísinn, gefa kost á sér, vera með, sýna fram á og minna á, að við, elsta kynslóðin, erum ekki komin fram yfir síðasta söludag. Höfundur skipar 4. sæti í Reykjavík Suður, á lista Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellert B. Schram Kosningar 2017 Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Nú er verið að kjósa enn og aftur og stjórnmálaflokkarnir hafa valið sína frambjóðendur. Ef við skoðum aldur alþingismanna í gegnum tíðina, má sjá að það er frekar sjaldgæft að fólk sem komið er á efri ár sitji á þingi. Kannski einn og einn. Nú er það hins vegar svo að fólk eldist og lifir lengur en áður. Og það við góða heilsu með reynslu, þekkingu og starfsorku. Ég er þeirrar skoðunar, með allri virðingu fyrir yngra fólki, að á löggjafarþinginu eigi að fjölga alþingismönnum, konum sem körlum, sem komin eru til ára sinna og geta miðlað af reynslu sinni út frá sjónarhorni langrar lífsgöngu. Ég, væntanlega sem formaður eldri borgara í Reykjavík, var beðinn um að gefa kost á mér, á framboðslistum, sjálfsagt vegna þess að málefni eldri borgara hafa verið í sviðsljósinu undanfarna mánuði. Umræða um hag eldri borgara, kjör og þátttöku þeirra í landsmálum hefur verið opinská og áberandi. Ég hef orðið við þeirri beiðni Samfylkingarinnar í Reykjavík að taka fjórða sæti á framboðslista hennar, ekki síst með það í huga að aldraðir eigi erindi á Alþingi, að elsta kynslóðin eigi sína fulltrúa og raddir í stjórnmálavafstrinu, í lagasetningu, umræðum og atkvæðagreiðslum, sem snerta hag landsmanna og fullorðinna. Eldri borgarar eru rúmlega fjörutíu þúsund talsins og auðvitað eiga þeir að eiga sína talsmenn á þingi. Með alla sína reynslu. Er ekki einmitt kominn tími til að brjóta þennan aldursmúr? Vekja stjórnmálaflokka til umhugsunar um þennan fjölda eldri borgara sem hafa bæði elju og vit, til að standa vörð um hagsmuni elstu kynslóðarinnar. Hvað þá um aðrar ákvarðanir, sem snerta lífið og tilveruna. Ekki það að ég sé kominn alla leið á þing, þótt ég sé á framboðslista. Kjósendur ráða því. En með framboði mínu vil ég sýna í verki, að karlar og konur, komin á efri ár, eigi fullt erindi inn á Alþingi, svo að þeim kveði og rödd þeirra heyrist. Alþingi þarf að endurspegla þjóðina. Allir aldursflokkar, konur og karlar, eiga að taka þátt í umræðum og ákvörðunum sem varða fólkið í landinu. Ég leyfi mér að fullyrða að málefni sem varða eldri borgara, hafa mörg hver gleymst, verið vanrækt og afskrifuð og það veitir ekki af, svo það sé sagt, að brjóta ísinn, gefa kost á sér, vera með, sýna fram á og minna á, að við, elsta kynslóðin, erum ekki komin fram yfir síðasta söludag. Höfundur skipar 4. sæti í Reykjavík Suður, á lista Samfylkingarinnar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun