Heimir og Lars vilja vináttulandsleik á milli Íslands og Noregs fyrir HM Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. október 2017 19:20 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson náðu flottum árangri saman með íslenska landsliðið. vísir/afp „Fyrir utan smá hausverk eftir gærkvöldið er lífið bara yndislegt“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í samtali við Reykjavík Síðdegis í dag. Hann talaði þar um að ástæða þess að hann stóð ekki upp og fagnaði fyrra markinu í gær hafi verið að hann var að ofhugsa hlutina á þeim tímapunkti. Hann segir að áður en fyrra markið kom hafi stemningin á bekknum ekki verið mjög góð, liðið hafi ekki verið að spila vel.Ákváðu að taka áhættur „Enginn af okkur var sáttur við þetta. Ég held að það verði nú oft að þegar mikið er í húfi þá vill enginn vera gæinn sem að skemmir möguleika Íslands á að komast í lokakeppnina, þannig að menn voru of passívir.“ Í hálfleik ákvað hópurinn svo að breyta aðeins hugarfarinu og sást það vel í seinni hálfleik. „Við ákváðum það bara sjálfir og allir saman að taka fleiri áhættur.“ Heimir segir að hann hafi fengið mikið af hamingjuóskum en ætlar að gefa sér tíma til þess að svara þeim á morgun. Hann hafði fengið skilaboð frá Lars Lagerbäck í gærkvöldi og fékk svo símtal frá honum snemma í morgun. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag sendi fyrrum þjálfari landsliðsins KSÍ og Íslendingum kveðju í dag í tilefni af því að íslenska landsliðið tryggði sér sæti á HM í Rússlandi.Stefna á vináttulandsleik Lars er nú þjálfari norska landsliðsins og sagði Heimir að í dag hafi þeir rætt um að landsliðin tvö ættu að mætast á næstu mánuðum. „Það var nú eiginlega rætt í þessu símtali í morgun að við ættum að fara að spila vináttulandsleik við Noreg.“ Heimir sagði að ekki væri búið að negla niður dagsetningu en það væri gaman að hafa þennan leik á Laugardalsvelli áður en íslenska landsliðið fer til Rússlands að spila á HM næsta sumar. „Það væri dálítið skemmtilegt,“ sagði Heimir í viðtalinu í dag. Hann sagði mikið skipulag og undirbúning framundan vegna HM þar sem Rússland sé stórt land og leikirnir fari fram á stærra svæði og svo þurfi að taka tímamismun og annað inn í reikninginn. „Núna fara bara næstu vikur bara í það í að skipuleggja bæði leiki og æfingar og ferðalög.“ Heimir útilokar ekki að breytingar verði á hópnum fyrir HM. „Það er alltaf möguleiki á að það komi inn nýir leikmenn fyrir næsta sumar. Maður veit aldrei hver á eftir að standa sig vel næstu mánuði. Vonandi verður einhver eða einhverjir sem taka stökk og bætast kannski við hópinn.“Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið í Reykjavík síðdegis í heild sinni: HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
„Fyrir utan smá hausverk eftir gærkvöldið er lífið bara yndislegt“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í samtali við Reykjavík Síðdegis í dag. Hann talaði þar um að ástæða þess að hann stóð ekki upp og fagnaði fyrra markinu í gær hafi verið að hann var að ofhugsa hlutina á þeim tímapunkti. Hann segir að áður en fyrra markið kom hafi stemningin á bekknum ekki verið mjög góð, liðið hafi ekki verið að spila vel.Ákváðu að taka áhættur „Enginn af okkur var sáttur við þetta. Ég held að það verði nú oft að þegar mikið er í húfi þá vill enginn vera gæinn sem að skemmir möguleika Íslands á að komast í lokakeppnina, þannig að menn voru of passívir.“ Í hálfleik ákvað hópurinn svo að breyta aðeins hugarfarinu og sást það vel í seinni hálfleik. „Við ákváðum það bara sjálfir og allir saman að taka fleiri áhættur.“ Heimir segir að hann hafi fengið mikið af hamingjuóskum en ætlar að gefa sér tíma til þess að svara þeim á morgun. Hann hafði fengið skilaboð frá Lars Lagerbäck í gærkvöldi og fékk svo símtal frá honum snemma í morgun. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag sendi fyrrum þjálfari landsliðsins KSÍ og Íslendingum kveðju í dag í tilefni af því að íslenska landsliðið tryggði sér sæti á HM í Rússlandi.Stefna á vináttulandsleik Lars er nú þjálfari norska landsliðsins og sagði Heimir að í dag hafi þeir rætt um að landsliðin tvö ættu að mætast á næstu mánuðum. „Það var nú eiginlega rætt í þessu símtali í morgun að við ættum að fara að spila vináttulandsleik við Noreg.“ Heimir sagði að ekki væri búið að negla niður dagsetningu en það væri gaman að hafa þennan leik á Laugardalsvelli áður en íslenska landsliðið fer til Rússlands að spila á HM næsta sumar. „Það væri dálítið skemmtilegt,“ sagði Heimir í viðtalinu í dag. Hann sagði mikið skipulag og undirbúning framundan vegna HM þar sem Rússland sé stórt land og leikirnir fari fram á stærra svæði og svo þurfi að taka tímamismun og annað inn í reikninginn. „Núna fara bara næstu vikur bara í það í að skipuleggja bæði leiki og æfingar og ferðalög.“ Heimir útilokar ekki að breytingar verði á hópnum fyrir HM. „Það er alltaf möguleiki á að það komi inn nýir leikmenn fyrir næsta sumar. Maður veit aldrei hver á eftir að standa sig vel næstu mánuði. Vonandi verður einhver eða einhverjir sem taka stökk og bætast kannski við hópinn.“Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið í Reykjavík síðdegis í heild sinni:
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira