Ísland fyrir ofan England og Kólumbíu á styrkleikalista fyrir HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. október 2017 11:30 Heimir Hallgrímsson trúir því að Ísland geti unnið HM. Og af hverju ekki? Vísir/Eyþór Eins og kom fram í morgun eru 23 þjóðir búnar að tryggja sér farseðilinn á HM 2018 í Rússlandi sem hefst í júní á næsta ári en alls verða 32 þjóðir sem taka þátt. Enski blaðamaðurinn Nick Ames, sem var hér á landi að fylgjast með Íslandi komast á HM, er búinn að setja upp styrkleikalista á vef The Guardian þar sem hann raðar niður liðunum 23 sem komin eru til Rússlands. Þýskaland er að hans mati besta liðið en Brasilía í öðru sæti og þriðja liðið á styrkleikalistanum er Spánn. Frakkar eru í fjórða sæti og Belgar í því fimmta. Virðingin fyrir íslenska liðinu er greinilega mikil eftir frábæran árangur strákanna okkar undanfarin misseri. Ísland er hvorki meira né minna en í tólfta sæti á styrkleikalistanum og er þar fyrir ofan stórþjóðir eins og England og Kólumbíu. Úrúgvæ er næsta þjóð fyrir ofan í ellefta sæti. „Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, trúir því að íslenska liðið mæti til leiks á HM með sömu væntingar um að vinna mótið eins og allir aðrir. Það dettur engum í hug að hlæja að því þessa dagana,“ segir í umsögn Ames um íslenska liðið. „Íslenska liðið kláraði sinn riðil ískalt á meðan Króatía molnaði við endamarkið. Nú er bara spurningin hvort Íslandi geti náð sama árangri og á EM 2016 þar sem liðið komst í átta liða úrslit.“ „Það getur verið erfitt að greina Ísland því stundum er engin augljós leikáætlun en íslensku leikmennirnir njóta góðs af því að þekkja hvorn annan inn og út. Þeir hafa einnig gríðarlega trú á sjálfum sér en þessir tveir hlutir hafa skapað sigurformúlu. Við það bætist svo að Gylfi Sigurðsson getur unnið fyrir þá leiki en allt þetta gæti gert það að verkum að Ísland muni aftur ná árangri sem tekið verður eftir,“ segir Nick Ames um Ísland.Hér má sjá allan styrkleikalistann á vef The Guardian. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þessir strákar hafa unnið meira en þriðjung allra sigurleikja Íslands í sögu HM og EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið inn á sitt annað stórmót í röð en sami landsliðskjarninn hefur komið íslenska landsliðinu upp um meira en hundrað sæti á FIFA-listanum sem og inn á EM og HM í fyrsta sinn í sögunni. 11. október 2017 06:00 Bandaríkjamenn töpuðu fyrir neðsta liðinu og Aron missir af HM í Rússlandi Aron Jóhannsson og félagar hans í bandaríska landsliðinu verða ekki með á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 11. október 2017 08:30 Frakkar halda áfram að reyna að stela Víkingaklappinu af okkur Íslendingum | Myndband Íslendingar voru á undan stórþjóðum eins og Frakkland og Portúgal að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið í Frakklandi. 11. október 2017 11:00 Þjóðirnar sem hafa tryggt sig inn á HM með okkur Íslendingum 23 af 32 þjóðum eru komnar með farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar eftir leiki næturinnar. 11. október 2017 09:30 Ísland í A-deild Þjóðadeildar og í 3. styrkleikaflokki fyrir HM Frábær árangur strákanna okkar gefur þeim tækifæri til að spila við þá bestu í nýrri Þjóðadeild. 11. október 2017 09:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Eins og kom fram í morgun eru 23 þjóðir búnar að tryggja sér farseðilinn á HM 2018 í Rússlandi sem hefst í júní á næsta ári en alls verða 32 þjóðir sem taka þátt. Enski blaðamaðurinn Nick Ames, sem var hér á landi að fylgjast með Íslandi komast á HM, er búinn að setja upp styrkleikalista á vef The Guardian þar sem hann raðar niður liðunum 23 sem komin eru til Rússlands. Þýskaland er að hans mati besta liðið en Brasilía í öðru sæti og þriðja liðið á styrkleikalistanum er Spánn. Frakkar eru í fjórða sæti og Belgar í því fimmta. Virðingin fyrir íslenska liðinu er greinilega mikil eftir frábæran árangur strákanna okkar undanfarin misseri. Ísland er hvorki meira né minna en í tólfta sæti á styrkleikalistanum og er þar fyrir ofan stórþjóðir eins og England og Kólumbíu. Úrúgvæ er næsta þjóð fyrir ofan í ellefta sæti. „Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, trúir því að íslenska liðið mæti til leiks á HM með sömu væntingar um að vinna mótið eins og allir aðrir. Það dettur engum í hug að hlæja að því þessa dagana,“ segir í umsögn Ames um íslenska liðið. „Íslenska liðið kláraði sinn riðil ískalt á meðan Króatía molnaði við endamarkið. Nú er bara spurningin hvort Íslandi geti náð sama árangri og á EM 2016 þar sem liðið komst í átta liða úrslit.“ „Það getur verið erfitt að greina Ísland því stundum er engin augljós leikáætlun en íslensku leikmennirnir njóta góðs af því að þekkja hvorn annan inn og út. Þeir hafa einnig gríðarlega trú á sjálfum sér en þessir tveir hlutir hafa skapað sigurformúlu. Við það bætist svo að Gylfi Sigurðsson getur unnið fyrir þá leiki en allt þetta gæti gert það að verkum að Ísland muni aftur ná árangri sem tekið verður eftir,“ segir Nick Ames um Ísland.Hér má sjá allan styrkleikalistann á vef The Guardian.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þessir strákar hafa unnið meira en þriðjung allra sigurleikja Íslands í sögu HM og EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið inn á sitt annað stórmót í röð en sami landsliðskjarninn hefur komið íslenska landsliðinu upp um meira en hundrað sæti á FIFA-listanum sem og inn á EM og HM í fyrsta sinn í sögunni. 11. október 2017 06:00 Bandaríkjamenn töpuðu fyrir neðsta liðinu og Aron missir af HM í Rússlandi Aron Jóhannsson og félagar hans í bandaríska landsliðinu verða ekki með á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 11. október 2017 08:30 Frakkar halda áfram að reyna að stela Víkingaklappinu af okkur Íslendingum | Myndband Íslendingar voru á undan stórþjóðum eins og Frakkland og Portúgal að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið í Frakklandi. 11. október 2017 11:00 Þjóðirnar sem hafa tryggt sig inn á HM með okkur Íslendingum 23 af 32 þjóðum eru komnar með farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar eftir leiki næturinnar. 11. október 2017 09:30 Ísland í A-deild Þjóðadeildar og í 3. styrkleikaflokki fyrir HM Frábær árangur strákanna okkar gefur þeim tækifæri til að spila við þá bestu í nýrri Þjóðadeild. 11. október 2017 09:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Þessir strákar hafa unnið meira en þriðjung allra sigurleikja Íslands í sögu HM og EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið inn á sitt annað stórmót í röð en sami landsliðskjarninn hefur komið íslenska landsliðinu upp um meira en hundrað sæti á FIFA-listanum sem og inn á EM og HM í fyrsta sinn í sögunni. 11. október 2017 06:00
Bandaríkjamenn töpuðu fyrir neðsta liðinu og Aron missir af HM í Rússlandi Aron Jóhannsson og félagar hans í bandaríska landsliðinu verða ekki með á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 11. október 2017 08:30
Frakkar halda áfram að reyna að stela Víkingaklappinu af okkur Íslendingum | Myndband Íslendingar voru á undan stórþjóðum eins og Frakkland og Portúgal að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið í Frakklandi. 11. október 2017 11:00
Þjóðirnar sem hafa tryggt sig inn á HM með okkur Íslendingum 23 af 32 þjóðum eru komnar með farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar eftir leiki næturinnar. 11. október 2017 09:30
Ísland í A-deild Þjóðadeildar og í 3. styrkleikaflokki fyrir HM Frábær árangur strákanna okkar gefur þeim tækifæri til að spila við þá bestu í nýrri Þjóðadeild. 11. október 2017 09:00