Stefnir í miklar breytingar á Alþingi Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. október 2017 06:00 Fylgi og skipting þingsæta samkvæmt nýrri könnun. „Mér finnst stærstu tíðindin vera að það staðfestist hér áfram að tveir frjálslyndir alþjóðasinnaðir flokkar á miðjunni eru á kveðja. En í staðinn koma tveir flokkar sem teljast frekar svona á hinum íhaldssama, þjóðernissinnaða væng. Það er Flokkur fólksins og Miðflokkurinn,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor i stjórnmálafræði, um niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Eiríkur Bergmann bendir á að ef niðurstaðan gengur eftir þá verði feikileg breyting á flokkakerfinu í landinu og þeirri flóru flokka sem er á Alþingi. Samkvæmt niðurstöðunum myndi þingmönnum VG fjölga úr 10 í 21, eða um 11. Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins myndi fækka um fimm, þingmönnum Pírata myndi fækka um fjóra. Þá myndi þingmönnum Framsóknarflokksins fækka um þrjá og þingmönnum Samfylkingarinnar myndi fjölga um tvo.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Eyþór„Ég myndi segja að stjórnarmyndun væri feikiflókin í kjölfarið á þessu. Ekki síður en í fyrra,“ segir Eiríkur Bergmann. Augljósast væri að VG myndu reyna fyrst og myndu þá reyna stjórn með Samfylkingunni og Pírötum og hugsanlega Framsóknarflokki. „Þó ég myndi nú halda að miðað við þessa miklu flóru flokka inni á Alþingi, gangi þessi könnun eftir, að þá hljóti menn að fara að skoða kosti minnihlutastjórna,“ segir Eiríkur. „Hinum megin hryggjar yrði myndun stjórnar, held ég, svolítið flóknari þó að hún sé alls ekkert útilokuð heldur. Þrautalendingin gæti svo orðið samstjórn stóru flokkanna tveggja, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks,“ segir Eiríkur. Slík stjórn hlyti þó að verða algjört neyðarúrræði. „Það yrði ekki stjórn um miklar breytingar heldur bara um að halda í horfinu og rænir menn valkostinum um að geta skipt um stjórnarstefnu þegar hið leiðandi afl hvorum megin hryggjar starfar saman í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur. AðferðafræðinHringt var í 1.322 manns þar til náðist í 804 samkvæmt lagskiptu úrtaki 10. október. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 66 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.Tveir turnar í nýrri skoðanakönnun MMRMMR kannaði líka fylgi flokka dagana 6. til 11. október og birti niðurstöðurnar í gær. Samkvæmt þeim niðurstöðum er VG með 24,8 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn með 23,5 prósent, Samfylkingin með 13 prósent og Miðflokkurinn með 10,7 prósent. Þá mælast Píratar með 10,5 prósent, Flokkur fólksins með 7,4 prósent og Framsóknarflokkurinn með 5,9 prósent. Björt framtíð mælist með 4,2 prósenta fylgi og Viðreisn með 3,6 prósent. Könnun MMR er framkvæmd á netinu og í úrtaki eru einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. 966 svöruðu spurningunni. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
„Mér finnst stærstu tíðindin vera að það staðfestist hér áfram að tveir frjálslyndir alþjóðasinnaðir flokkar á miðjunni eru á kveðja. En í staðinn koma tveir flokkar sem teljast frekar svona á hinum íhaldssama, þjóðernissinnaða væng. Það er Flokkur fólksins og Miðflokkurinn,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor i stjórnmálafræði, um niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Eiríkur Bergmann bendir á að ef niðurstaðan gengur eftir þá verði feikileg breyting á flokkakerfinu í landinu og þeirri flóru flokka sem er á Alþingi. Samkvæmt niðurstöðunum myndi þingmönnum VG fjölga úr 10 í 21, eða um 11. Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins myndi fækka um fimm, þingmönnum Pírata myndi fækka um fjóra. Þá myndi þingmönnum Framsóknarflokksins fækka um þrjá og þingmönnum Samfylkingarinnar myndi fjölga um tvo.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Eyþór„Ég myndi segja að stjórnarmyndun væri feikiflókin í kjölfarið á þessu. Ekki síður en í fyrra,“ segir Eiríkur Bergmann. Augljósast væri að VG myndu reyna fyrst og myndu þá reyna stjórn með Samfylkingunni og Pírötum og hugsanlega Framsóknarflokki. „Þó ég myndi nú halda að miðað við þessa miklu flóru flokka inni á Alþingi, gangi þessi könnun eftir, að þá hljóti menn að fara að skoða kosti minnihlutastjórna,“ segir Eiríkur. „Hinum megin hryggjar yrði myndun stjórnar, held ég, svolítið flóknari þó að hún sé alls ekkert útilokuð heldur. Þrautalendingin gæti svo orðið samstjórn stóru flokkanna tveggja, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks,“ segir Eiríkur. Slík stjórn hlyti þó að verða algjört neyðarúrræði. „Það yrði ekki stjórn um miklar breytingar heldur bara um að halda í horfinu og rænir menn valkostinum um að geta skipt um stjórnarstefnu þegar hið leiðandi afl hvorum megin hryggjar starfar saman í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur. AðferðafræðinHringt var í 1.322 manns þar til náðist í 804 samkvæmt lagskiptu úrtaki 10. október. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 66 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.Tveir turnar í nýrri skoðanakönnun MMRMMR kannaði líka fylgi flokka dagana 6. til 11. október og birti niðurstöðurnar í gær. Samkvæmt þeim niðurstöðum er VG með 24,8 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn með 23,5 prósent, Samfylkingin með 13 prósent og Miðflokkurinn með 10,7 prósent. Þá mælast Píratar með 10,5 prósent, Flokkur fólksins með 7,4 prósent og Framsóknarflokkurinn með 5,9 prósent. Björt framtíð mælist með 4,2 prósenta fylgi og Viðreisn með 3,6 prósent. Könnun MMR er framkvæmd á netinu og í úrtaki eru einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. 966 svöruðu spurningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“