„Ég myndi segja að þetta hafi verið illa geymt leyndarmál. Allir höfðu heyrt sögur um Harvey. Ef þú varst í kvikmyndabransanum þá er ekki séns að þú hafir ekki heyrt þessar sögur um Harvey.“ Þetta segir Alison Owen, breskur kvikmyndaframleiðandi, sem unnið hefur að mörgum myndum með bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein, í viðtali við BBC. Sögurnar sem Owen vísar í eru ásakanir um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi Weinstein í garð fjölda kvenna í skemmtanabransanum en síðastliðna viku eða svo hafa sögur þessara kvenna komið fram í dagsljósið í fjölmiðlum en það var bandaríska stórblaðið New York Times sem reið á vaðið í liðinni viku. Weinstein steig til hliðar hjá framleiðslufyrirtæki sínu The Weinstein Company í kjölfar umfjöllunarinnar en síðastliðinn sunnudag rak stjórn fyrirtækisins hann. Áhrif og völd sem teygja anga sína víða Ýmsir vilja meina að hegðun og framkoma Weinstein í garð kvenna í skemmtanabransanum hafi ekki aðeins verið illa geymt leyndarmál heldur eitt verst geymda leyndarmál Hollywood. Weinstein hefur um áratuga skeið verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood og framleitt hverja stórmyndina á fætur annarri, meðal annars Django Unchained, The King‘s Speech og The Imitation Game. Þá hafa myndir sem hann hefur framleitt verið tilnefndar til um 300 Óskarsverðlauna. Weinstein er Demókrati og hefur verið á meðal helstu styrktaraðila Demókrataflokksins um árabil. Áhrif hans og völd teygja anga sína því víða. Þannig styrkti hann Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata, í kosningunum í fyrra um 5400 dollara, tæplega 600 þúsund krónur á gengi dagsins, sem er það mesta sem einstaklingur má gefa til frambjóðanda. Þá hefur Weinstein í gegnum tíðina safnað að minnsta kosti 1,5 milljón dollara til stuðnings Clinton sem hefur sagt að hún hafi kallað hann vin sinn á sínum tíma. Clinton ætlar nú að gefa upphæð sem samsvarar þeirri sem Weinstein styrkti hana um til góðgerðarfélaga en hún hefur sagt að hún hafi verið sjokkeruð og misboðið þegar konurnar sem Weinstein hefur áreitt í gegnum tíðina hófu að stíga fram. Á meðal annarra sem hafa fordæmt Weinstein eru Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og leikararnir Colin Firth og Benedict Cumberbatch. Weinstein með Gwyneth Paltrow og Hillary Clinton sem hefur fordæmt hegðun hans og framkomu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunarinnar.vísir/gettyÁsakanir sem ná yfir þrjá áratugiÍ ítarlegri umfjöllun New York Times steig leikkonan Ashley Judd fram og sagði frá því hvernig Weinstein bauð henni á Peninsula Beverly Hills-hótelið í Los Angeles fyrir um tveimur áratugum. Hún kvaðst hafa talið fundinn vera vinnutengdan en þegar hún svo mætti í móttöku hótelsins hafi henni verið vísað upp á herbergi Weinstein þar sem hann tók á móti henni í baðslopp og spurði hvort hann mætti nudda hana og hvort hún vildi horfa á hana í sturtu. Þá sagði Emily Nestor, fyrrverandi starfsmaður Weinstein, frá því í New York Times að hann hefði boðið henni á sama hótel árið 2014 þar sem hann bauð henni frama í kvikmyndabransanum ef hún myndi taka vel í kynferðislega tilburði hans í hennar garð. Í umfjöllun blaðsins er jafnframt komið inn á samkomulag sem Weinstein gerði við leikkonuna Rose McGowan árið 1997 en þá var hún 23 ára. Samkomulagið sneri að uppákomu á hótelherbergi þegar Sundance-kvikmyndahátíðin fór fram. Féllst Weinstein á að borga McGowan 100 þúsund dollara sem hann sagði þó ekki vera viðurkenningu á sekt heldur til þess að komast hjá málaferlum og fá frið.Ásakanirnar á hendur Weinstein ná yfir þrjá áratugi og eftir að umfjöllun New York Times birtist, sem og umfjöllun The New Yorker í þessari viku, hafa fleiri leikkonur og aðrar konur sem starfað hafa í Hollywood stigið fram og greint frá áreitni og ofbeldi Weinstein. Þar á meðal eru heimsfrægar leikkonur á borð við Angelinu Jolie og Gwyneth Paltrow, sem um tíma var aðalstjarna Miramax-kvikmyndavers Weinstein, en þær báðar greindu frá kynferðislegri áreitni karlsins í þeirra garð í New York Times í vikunni.Of fáir sem hafa viljað tala og Weinstein þaggað niður í þolendumÍ umfjöllun bandaríska tímaritsins The New Yorker á þriðjudag kom fram að þetta verst geymda leyndarmál Hollywood hafi í raun verið á vörum margra í kvikmyndaborginni og víðar en tilraunir ýmissa fjölmiðla til þess að rannsaka málið og fjalla um það hafa farið út um þúfur í gegnum árin. Of fáir hafa viljað tala við fjölmiðla og hvað þá koma fram undir nafni auk þess sem Weinstein og fólk tengt honum hefur notað ákvæði í samningum um trúnað, peningagreiðslur og hótanir um lögsóknir til að koma í veg fyrir umfjöllun. Blaðamaðurinn Ronan Farrow notaði síðastliðna tíu mánuði í að rannsaka ásakanirnar á hendur Weinstein og byggir umfjöllun hans í The New Yorker á þeirri rannókn. Þar sögðu þrettán konur frá því hvernig Weinstein ýmist áreitti þær kynferðislega eða beitti þær kynferðisofbeldi. Þrjár af þeim sögðu Weinstein hafa nauðgað þeim. The New Yorker birti ásamt umfjölluninni hljóðupptöku af samskiptum Weinstein við fyrirsætuna Ömbru Battilana Gutierrez. Á upptökunni viðurkennir Weinstein að hafa káfað á brjóstum hennar og er augljóst að sú framkoma var ekki með hennar samþykki. Þá þverneitar Gutierrez að koma með Weinstein inn á hótelherbergi vegna hegðunar Weinstein daginn áður en hann er afar ýtinn við hana og segir að hann sé vanur að fá konur inn á hótelherbergi til sín.Kynferðisleg áreitni og kynferðislegt ofbeldi valdamikilla manna á vitorði margraÞrátt fyrir að konur séu nú í fyrsta sinn að stíga fram opinberlega og segja frá ógeðfelldum samskiptum sínum við Weinstein hafa ýmsir í Hollywood ýjað að því og gert grín að orðróminum sem sveimaði um hegðun og framkomu kvikmyndaframleiðands í tugi ára. Til að mynda sagði Seth MacFarlane árið 2013 þegar hann tilkynnti um tilnefningar til Óskarsverðlaunanna það árið að þær konur sem tilfnefndar væru í flokknum „besta leikkona í aukahlutverki“ þyrftu ekki lengur ekki að þykjast vera hrifnar af Weinstein. Þá var einnig vísað í Weinstein í þáttunum 30 Rock og Entourage. Spurningin er hvort eitthvað muni nú breytast í Hollywood en kynferðisleg áreitni og kynferðisofbeldi valdamikilla manna í Englaborginni gegn stúlkum og konum í kvikmynda-og skemmtanabransanum hafa verið á vitorði margra í fjölda ára. Þannig á forstjóri MGM-kvikmyndaversins, Louis B. Mayer, að hafa áreitt Judy Garland nokkrum sinnum á árinu 1939. Garland var þá 17 ára. Þá á framleiðandinn Arthur Freed að hafa berað sig fyrir 12 ára gamalli Shirley Temple árið 1940.Á leið í meðferð við kynlífsfíknNýlegra dæmi eru síðan ásakanir á hendur leikaranum Casey Affleck, sem Vísir fjallaði ítarlega um á árinu, en tvær samstarfskonur hans sökuðu hann um kynferðislega áreitni árið 2010. Leikarinn náði sáttum við konurnar utan dómstóla og greiddi konunum einhverjar fjárhæðir vegna málsins en Affleck er bróðir leikarans og leikstjórans Ben Affleck sem hefur lengi verið valdamikill í Hollywood. Hann hefur fordæmt hegðun Weinstein en baðst á þriðjudag sjálfur afsökunar á að hafa káfað á brjóstum Hilarie Burton í óþökk hennar árið 2003. Tími Harvey Weinstein sem einn valdamesti maður í Hollywood er liðinn. Hann var rekinn frá sínu eigin kvikmyndaveri og eiginkona hans er farinn frá honum. Miðillinn TMZ greinir frá því að Weinstein hafi farið í meðferð, meðal annars við kynlífsfíkn, á meðferðarstöð í Arizona. Fjölmiðlar sátu fyrir honum í gær í Los Angeles í gær áður en hann fór til Arizona og lét hann þá hafa það eftir sér að hann væri ekki á góðum stað, þyrfti að fá hjálp og grátbað um annað tækifæri. Fréttaskýringar Óskarinn Mál Harvey Weinstein MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. 11. október 2017 23:19 Eiginkona Weinstein farin frá honum Georgina Chapman segir gjörðir eiginmanns síns vera "ófyrirgefanlegar“. 11. október 2017 10:24 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent
„Ég myndi segja að þetta hafi verið illa geymt leyndarmál. Allir höfðu heyrt sögur um Harvey. Ef þú varst í kvikmyndabransanum þá er ekki séns að þú hafir ekki heyrt þessar sögur um Harvey.“ Þetta segir Alison Owen, breskur kvikmyndaframleiðandi, sem unnið hefur að mörgum myndum með bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein, í viðtali við BBC. Sögurnar sem Owen vísar í eru ásakanir um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi Weinstein í garð fjölda kvenna í skemmtanabransanum en síðastliðna viku eða svo hafa sögur þessara kvenna komið fram í dagsljósið í fjölmiðlum en það var bandaríska stórblaðið New York Times sem reið á vaðið í liðinni viku. Weinstein steig til hliðar hjá framleiðslufyrirtæki sínu The Weinstein Company í kjölfar umfjöllunarinnar en síðastliðinn sunnudag rak stjórn fyrirtækisins hann. Áhrif og völd sem teygja anga sína víða Ýmsir vilja meina að hegðun og framkoma Weinstein í garð kvenna í skemmtanabransanum hafi ekki aðeins verið illa geymt leyndarmál heldur eitt verst geymda leyndarmál Hollywood. Weinstein hefur um áratuga skeið verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood og framleitt hverja stórmyndina á fætur annarri, meðal annars Django Unchained, The King‘s Speech og The Imitation Game. Þá hafa myndir sem hann hefur framleitt verið tilnefndar til um 300 Óskarsverðlauna. Weinstein er Demókrati og hefur verið á meðal helstu styrktaraðila Demókrataflokksins um árabil. Áhrif hans og völd teygja anga sína því víða. Þannig styrkti hann Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata, í kosningunum í fyrra um 5400 dollara, tæplega 600 þúsund krónur á gengi dagsins, sem er það mesta sem einstaklingur má gefa til frambjóðanda. Þá hefur Weinstein í gegnum tíðina safnað að minnsta kosti 1,5 milljón dollara til stuðnings Clinton sem hefur sagt að hún hafi kallað hann vin sinn á sínum tíma. Clinton ætlar nú að gefa upphæð sem samsvarar þeirri sem Weinstein styrkti hana um til góðgerðarfélaga en hún hefur sagt að hún hafi verið sjokkeruð og misboðið þegar konurnar sem Weinstein hefur áreitt í gegnum tíðina hófu að stíga fram. Á meðal annarra sem hafa fordæmt Weinstein eru Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og leikararnir Colin Firth og Benedict Cumberbatch. Weinstein með Gwyneth Paltrow og Hillary Clinton sem hefur fordæmt hegðun hans og framkomu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunarinnar.vísir/gettyÁsakanir sem ná yfir þrjá áratugiÍ ítarlegri umfjöllun New York Times steig leikkonan Ashley Judd fram og sagði frá því hvernig Weinstein bauð henni á Peninsula Beverly Hills-hótelið í Los Angeles fyrir um tveimur áratugum. Hún kvaðst hafa talið fundinn vera vinnutengdan en þegar hún svo mætti í móttöku hótelsins hafi henni verið vísað upp á herbergi Weinstein þar sem hann tók á móti henni í baðslopp og spurði hvort hann mætti nudda hana og hvort hún vildi horfa á hana í sturtu. Þá sagði Emily Nestor, fyrrverandi starfsmaður Weinstein, frá því í New York Times að hann hefði boðið henni á sama hótel árið 2014 þar sem hann bauð henni frama í kvikmyndabransanum ef hún myndi taka vel í kynferðislega tilburði hans í hennar garð. Í umfjöllun blaðsins er jafnframt komið inn á samkomulag sem Weinstein gerði við leikkonuna Rose McGowan árið 1997 en þá var hún 23 ára. Samkomulagið sneri að uppákomu á hótelherbergi þegar Sundance-kvikmyndahátíðin fór fram. Féllst Weinstein á að borga McGowan 100 þúsund dollara sem hann sagði þó ekki vera viðurkenningu á sekt heldur til þess að komast hjá málaferlum og fá frið.Ásakanirnar á hendur Weinstein ná yfir þrjá áratugi og eftir að umfjöllun New York Times birtist, sem og umfjöllun The New Yorker í þessari viku, hafa fleiri leikkonur og aðrar konur sem starfað hafa í Hollywood stigið fram og greint frá áreitni og ofbeldi Weinstein. Þar á meðal eru heimsfrægar leikkonur á borð við Angelinu Jolie og Gwyneth Paltrow, sem um tíma var aðalstjarna Miramax-kvikmyndavers Weinstein, en þær báðar greindu frá kynferðislegri áreitni karlsins í þeirra garð í New York Times í vikunni.Of fáir sem hafa viljað tala og Weinstein þaggað niður í þolendumÍ umfjöllun bandaríska tímaritsins The New Yorker á þriðjudag kom fram að þetta verst geymda leyndarmál Hollywood hafi í raun verið á vörum margra í kvikmyndaborginni og víðar en tilraunir ýmissa fjölmiðla til þess að rannsaka málið og fjalla um það hafa farið út um þúfur í gegnum árin. Of fáir hafa viljað tala við fjölmiðla og hvað þá koma fram undir nafni auk þess sem Weinstein og fólk tengt honum hefur notað ákvæði í samningum um trúnað, peningagreiðslur og hótanir um lögsóknir til að koma í veg fyrir umfjöllun. Blaðamaðurinn Ronan Farrow notaði síðastliðna tíu mánuði í að rannsaka ásakanirnar á hendur Weinstein og byggir umfjöllun hans í The New Yorker á þeirri rannókn. Þar sögðu þrettán konur frá því hvernig Weinstein ýmist áreitti þær kynferðislega eða beitti þær kynferðisofbeldi. Þrjár af þeim sögðu Weinstein hafa nauðgað þeim. The New Yorker birti ásamt umfjölluninni hljóðupptöku af samskiptum Weinstein við fyrirsætuna Ömbru Battilana Gutierrez. Á upptökunni viðurkennir Weinstein að hafa káfað á brjóstum hennar og er augljóst að sú framkoma var ekki með hennar samþykki. Þá þverneitar Gutierrez að koma með Weinstein inn á hótelherbergi vegna hegðunar Weinstein daginn áður en hann er afar ýtinn við hana og segir að hann sé vanur að fá konur inn á hótelherbergi til sín.Kynferðisleg áreitni og kynferðislegt ofbeldi valdamikilla manna á vitorði margraÞrátt fyrir að konur séu nú í fyrsta sinn að stíga fram opinberlega og segja frá ógeðfelldum samskiptum sínum við Weinstein hafa ýmsir í Hollywood ýjað að því og gert grín að orðróminum sem sveimaði um hegðun og framkomu kvikmyndaframleiðands í tugi ára. Til að mynda sagði Seth MacFarlane árið 2013 þegar hann tilkynnti um tilnefningar til Óskarsverðlaunanna það árið að þær konur sem tilfnefndar væru í flokknum „besta leikkona í aukahlutverki“ þyrftu ekki lengur ekki að þykjast vera hrifnar af Weinstein. Þá var einnig vísað í Weinstein í þáttunum 30 Rock og Entourage. Spurningin er hvort eitthvað muni nú breytast í Hollywood en kynferðisleg áreitni og kynferðisofbeldi valdamikilla manna í Englaborginni gegn stúlkum og konum í kvikmynda-og skemmtanabransanum hafa verið á vitorði margra í fjölda ára. Þannig á forstjóri MGM-kvikmyndaversins, Louis B. Mayer, að hafa áreitt Judy Garland nokkrum sinnum á árinu 1939. Garland var þá 17 ára. Þá á framleiðandinn Arthur Freed að hafa berað sig fyrir 12 ára gamalli Shirley Temple árið 1940.Á leið í meðferð við kynlífsfíknNýlegra dæmi eru síðan ásakanir á hendur leikaranum Casey Affleck, sem Vísir fjallaði ítarlega um á árinu, en tvær samstarfskonur hans sökuðu hann um kynferðislega áreitni árið 2010. Leikarinn náði sáttum við konurnar utan dómstóla og greiddi konunum einhverjar fjárhæðir vegna málsins en Affleck er bróðir leikarans og leikstjórans Ben Affleck sem hefur lengi verið valdamikill í Hollywood. Hann hefur fordæmt hegðun Weinstein en baðst á þriðjudag sjálfur afsökunar á að hafa káfað á brjóstum Hilarie Burton í óþökk hennar árið 2003. Tími Harvey Weinstein sem einn valdamesti maður í Hollywood er liðinn. Hann var rekinn frá sínu eigin kvikmyndaveri og eiginkona hans er farinn frá honum. Miðillinn TMZ greinir frá því að Weinstein hafi farið í meðferð, meðal annars við kynlífsfíkn, á meðferðarstöð í Arizona. Fjölmiðlar sátu fyrir honum í gær í Los Angeles í gær áður en hann fór til Arizona og lét hann þá hafa það eftir sér að hann væri ekki á góðum stað, þyrfti að fá hjálp og grátbað um annað tækifæri.
Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30
Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. 11. október 2017 23:19
Eiginkona Weinstein farin frá honum Georgina Chapman segir gjörðir eiginmanns síns vera "ófyrirgefanlegar“. 11. október 2017 10:24