Leggjum metnað í menntun Björn Leví Gunnarsson skrifar 12. október 2017 15:45 Það vita allir hversu mikilvægt menntakerfið er. Þá á ég við allt menntakerfið, ekki bara bóknámið heldur líka verk- og listgreinar, rannsóknir, kennslu og stuðningsnet nemenda - hvort sem það er hjá fjölskyldu eða LÍN. Það ættu líka allir að vita hversu mikið mikilvægara menntakerfið verður í framtíðinni. Við sjáum fram á gríðarlegar samfélagsbreytingar sem tengjast tækninýjungum í sjálfvirkni, gervigreind, matvælaframleiðslu, erfðavísindum, orkuframleiðslu, orkugeymslu og mörgu fleira. Menntakerfið sjálft liggur meira að segja undir í þeirri þróun sem fram undan er. Nú liggur á að leggja línurnar og taka stefnuna á framtíðina en ekki páfagaukalærdóm gærdagsins. Við verðum að fá menntakerfi þar sem við styrkjum námsmenn í námi. Fyrstu skrefin út í lífið eiga ekki að vera skuldum hlaðin. Við þurfum menntakerfi sem tryggir öllum aðgang án tillits til búsetu eða aldurs, allt frá leikskóla til háskóla og endurmenntunar. Vegna þess að í framtíðinni þá verðum við alltaf að læra. Dagarnir þar sem það sem þú lærðir á unga aldri er lítið breytt til æviloka eru liðnir. Þetta á við um allt milli vísindalegrar þekkingar og hvað telst siðferðislega rétt. Við erum lítil þjóð í stóru landi. Það er erfitt að halda uppi menntakerfi fyrir alla, alltaf. En við verðum að gera það. Afleiðingarnar af því að spara eða úthýsa eru einfaldlega of slæmar og koma niður á okkur öllum. Það er nefnilega erfitt að heltast úr lestinni og sjá alla aðra taka fram úr og skilja okkur eftir. Það tekur tíma að byggja sig upp úr slíkri stöðu og ná hinum. Það er sorglegt að segja en við erum ekki langt frá því að vera í þeirri stöðu; það er fyrirsjáanlegur kennaraskortur, tungumálið stendur höllum fæti í stafrænu umhverfi dagsins í dag, ungt fólk þarf að vinna með námi. Við getum gert betur. Við verðum að gera betur. Við verðum að leggja metnað í menntun. Komum upp eða eflum fræðaskóla, verkmenntaskóla og listgreinaskóla á bæði framhalds- og háskólastigi. Tryggjum dreifnám út um allt land. Setjum markið hærra en bara meðaltal þjóða. Tölvuvæðum íslenskuna okkar og tryggjum henni eilíft líf, kostnaðurinn við að gera íslenskuna ódauðlega er enginn miðað við ágóðann. Píratar styðja menntun fyrir alla, alltaf. Menntun er lykillinn að framtíðinni.Höfundur er þingmaður Pírata, skipar 2. sæti í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Kosningar 2017 Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Það vita allir hversu mikilvægt menntakerfið er. Þá á ég við allt menntakerfið, ekki bara bóknámið heldur líka verk- og listgreinar, rannsóknir, kennslu og stuðningsnet nemenda - hvort sem það er hjá fjölskyldu eða LÍN. Það ættu líka allir að vita hversu mikið mikilvægara menntakerfið verður í framtíðinni. Við sjáum fram á gríðarlegar samfélagsbreytingar sem tengjast tækninýjungum í sjálfvirkni, gervigreind, matvælaframleiðslu, erfðavísindum, orkuframleiðslu, orkugeymslu og mörgu fleira. Menntakerfið sjálft liggur meira að segja undir í þeirri þróun sem fram undan er. Nú liggur á að leggja línurnar og taka stefnuna á framtíðina en ekki páfagaukalærdóm gærdagsins. Við verðum að fá menntakerfi þar sem við styrkjum námsmenn í námi. Fyrstu skrefin út í lífið eiga ekki að vera skuldum hlaðin. Við þurfum menntakerfi sem tryggir öllum aðgang án tillits til búsetu eða aldurs, allt frá leikskóla til háskóla og endurmenntunar. Vegna þess að í framtíðinni þá verðum við alltaf að læra. Dagarnir þar sem það sem þú lærðir á unga aldri er lítið breytt til æviloka eru liðnir. Þetta á við um allt milli vísindalegrar þekkingar og hvað telst siðferðislega rétt. Við erum lítil þjóð í stóru landi. Það er erfitt að halda uppi menntakerfi fyrir alla, alltaf. En við verðum að gera það. Afleiðingarnar af því að spara eða úthýsa eru einfaldlega of slæmar og koma niður á okkur öllum. Það er nefnilega erfitt að heltast úr lestinni og sjá alla aðra taka fram úr og skilja okkur eftir. Það tekur tíma að byggja sig upp úr slíkri stöðu og ná hinum. Það er sorglegt að segja en við erum ekki langt frá því að vera í þeirri stöðu; það er fyrirsjáanlegur kennaraskortur, tungumálið stendur höllum fæti í stafrænu umhverfi dagsins í dag, ungt fólk þarf að vinna með námi. Við getum gert betur. Við verðum að gera betur. Við verðum að leggja metnað í menntun. Komum upp eða eflum fræðaskóla, verkmenntaskóla og listgreinaskóla á bæði framhalds- og háskólastigi. Tryggjum dreifnám út um allt land. Setjum markið hærra en bara meðaltal þjóða. Tölvuvæðum íslenskuna okkar og tryggjum henni eilíft líf, kostnaðurinn við að gera íslenskuna ódauðlega er enginn miðað við ágóðann. Píratar styðja menntun fyrir alla, alltaf. Menntun er lykillinn að framtíðinni.Höfundur er þingmaður Pírata, skipar 2. sæti í Reykjavík suður.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun