Með fjárfestingu skal land byggja Ásta Sigríður Fjeldsted skrifar 13. október 2017 07:00 Geta stjórnmálamenn horft til lengri tíma en fjögurra ára?Það kvað við nýjan tón í umræðum formanna stjórnmálaflokkanna á RÚV í síðustu viku. Flestir frambjóðendanna voru sammála um að forgangsraða þyrfti í ríkisfjármálum. Ekki væri nóg að auka bara útgjöld – heldur væri skynsamleg nýting fjármunanna fyrir öllu. Viðskiptaráð bíður spennt eftir haldbærum upplýsingum um hvað betri nýting felur í sér.Fjárfestingar hafa setið á hakanumÁrin eftir hrun hallaði mjög á fjárfestingu hjá hinu opinbera, en Viðskiptaráði reiknast til að ríkissjóður hafi vanfjárfest upp á a.m.k. 70 ma.kr. á tímabilinu 2010-2015 ef litið er til meðaltals rúmlega áratug áður. Jafngildir það um tveggja ára útgjöldum ríkissjóðs til fjárfestinga, miðað við fyrri tíð. Eftir fjármálakreppuna rauk fjármagnskostnaður ríkissjóðs upp vegna aukinnar skuldabyrði. Rekstrinum var haldið í horfinu og stjórnvöld kepptust við að greiða niður skuldir. Sökum þessa beindist niðurskurðarhnífurinn að fjárfestingum. Þetta var afar óheppileg þróun. Sá grundvallarmunur er á rekstrarkostnaði og fjárfestingu að fjárfestingin situr eftir um ókomin ár og styður við hagvöxt framtíðarinnar. Sem dæmi má nefna að fjárfesting í fleiri og betri vegum dregur úr umferðaröngþveiti, eykur umferðaröryggi og styður við samgöngur og viðskipti. Vanfjárfestingu fylgir hins vegar uppsafnaður viðhaldskostnaður vegna þeirra fjárfestinga sem fyrir eru, verri nýting þeirra, fleiri umferðarslys og lægri framleiðni.Laun stór hluti útgjaldaaukningaEf tekið er dæmi úr ósamþykktum fjárlögum fyrir árið 2018, sem þó boðuðu ágæta aukningu í fjárfestingu á milli ára í heild, má sjá varhugaverða þróun í samspili rekstrarkostnaðar og fjárfestingar. Um 40% af aukningu í útgjöldum til velferðarmála milli ára má rekja til launa- og verðlagsbóta. Í menntamálum er hlutfallið nærri 70%. Sambærilega þróun má sjá árin á undan.Því ætti það ekki að koma á óvart að kvartað sé undan litlu fjármagni til fjárfestinga og annars rekstrar. Til að mynda hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins verið aukin ár frá ári en samt er ekkert lát á umræðu um skort á fjármagni í málaflokknum. Það er því ekki nóg að stjórnmálamenn lofi auknum fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins, fjármagnið þarf að rata á rétta staði. Þetta er sérstaklega brýnt í ljósi þess að öldrun þjóðarinnar, tilkoma nýrra og dýrari lyfja og aðgerða sem og aukin tíðni lífstílssjúkdóma munu enn auka á kostnað kerfisins á næstu árum. Ekki gengur að verja áfram fjármagni í rekstrarhliðina með óbreyttum áherslum í opinbera kerfinu – horfa þarf til framtíðar og fjárfesta í lausnum sem geta dregið úr rekstrarkostnaði til lengri tíma. Þetta gerðu þátttakendur í Verkkeppni Viðskiptaráðs á dögunum. Viðskiptaráð spurði þátttakendur – sem erfa munu þau kerfi sem samfélagið rekur í dag - hvernig nýta mætti tæknina til að leysa vandamál nú- og framtíðar. Sigurliðið lagði til að gervigreind yrði nýtt við greiningu á lífstílsmynstri fólks svo að grípa mætti fyrr inn í hjá verðandi sjúklingum. Í stað þess að bjarga fólki sífellt upp úr ánni lagði hópurinn til að áherslan yrði á fjárfestingar og lausnir sem héldu fólki á þurru landi. Loforð sem ná lengra en kjörtímabilið Fjárfesting skiptir ekki einvörðungu máli ef vinna á upp uppsafnaða þörf í kerfinu, heldur snýr þetta einnig að því hversu vel kerfið er búið undir framtíðina. Áskorunin við fjárfestingarútgjöld er að afraksturinn skilar sér sjaldnast á einu kjörtímabili. Að undanförnu hafa kjörtímabil styst verulega sem hefur gert slíkar áætlanir og haldbæran afrakstur enn erfiðari. Skýr langtímastefna og kerfisbreytingar sem styðja við þá stefnu er árangursríkasta leiðin til bættra lífskjara. Hins vegar virðast loforð um útgjöld sem skila sér beint í vasa landsmanna og andstaða við kerfisbreytingar gjarnan vera líklegri til árangurs í kosningum. Stjórnmálamenn þurfa því að hafa kjark til þess að leggja fram áætlanir og loforð sem ná lengra en það kjörtímabil sem kosið er um. Að sama skapi þurfa kjósendur að sýna stjórnmálamönnum aðhald með því að þrýsta á langtímasjónarmið í stað skammtímaávinnings.Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Geta stjórnmálamenn horft til lengri tíma en fjögurra ára?Það kvað við nýjan tón í umræðum formanna stjórnmálaflokkanna á RÚV í síðustu viku. Flestir frambjóðendanna voru sammála um að forgangsraða þyrfti í ríkisfjármálum. Ekki væri nóg að auka bara útgjöld – heldur væri skynsamleg nýting fjármunanna fyrir öllu. Viðskiptaráð bíður spennt eftir haldbærum upplýsingum um hvað betri nýting felur í sér.Fjárfestingar hafa setið á hakanumÁrin eftir hrun hallaði mjög á fjárfestingu hjá hinu opinbera, en Viðskiptaráði reiknast til að ríkissjóður hafi vanfjárfest upp á a.m.k. 70 ma.kr. á tímabilinu 2010-2015 ef litið er til meðaltals rúmlega áratug áður. Jafngildir það um tveggja ára útgjöldum ríkissjóðs til fjárfestinga, miðað við fyrri tíð. Eftir fjármálakreppuna rauk fjármagnskostnaður ríkissjóðs upp vegna aukinnar skuldabyrði. Rekstrinum var haldið í horfinu og stjórnvöld kepptust við að greiða niður skuldir. Sökum þessa beindist niðurskurðarhnífurinn að fjárfestingum. Þetta var afar óheppileg þróun. Sá grundvallarmunur er á rekstrarkostnaði og fjárfestingu að fjárfestingin situr eftir um ókomin ár og styður við hagvöxt framtíðarinnar. Sem dæmi má nefna að fjárfesting í fleiri og betri vegum dregur úr umferðaröngþveiti, eykur umferðaröryggi og styður við samgöngur og viðskipti. Vanfjárfestingu fylgir hins vegar uppsafnaður viðhaldskostnaður vegna þeirra fjárfestinga sem fyrir eru, verri nýting þeirra, fleiri umferðarslys og lægri framleiðni.Laun stór hluti útgjaldaaukningaEf tekið er dæmi úr ósamþykktum fjárlögum fyrir árið 2018, sem þó boðuðu ágæta aukningu í fjárfestingu á milli ára í heild, má sjá varhugaverða þróun í samspili rekstrarkostnaðar og fjárfestingar. Um 40% af aukningu í útgjöldum til velferðarmála milli ára má rekja til launa- og verðlagsbóta. Í menntamálum er hlutfallið nærri 70%. Sambærilega þróun má sjá árin á undan.Því ætti það ekki að koma á óvart að kvartað sé undan litlu fjármagni til fjárfestinga og annars rekstrar. Til að mynda hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins verið aukin ár frá ári en samt er ekkert lát á umræðu um skort á fjármagni í málaflokknum. Það er því ekki nóg að stjórnmálamenn lofi auknum fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins, fjármagnið þarf að rata á rétta staði. Þetta er sérstaklega brýnt í ljósi þess að öldrun þjóðarinnar, tilkoma nýrra og dýrari lyfja og aðgerða sem og aukin tíðni lífstílssjúkdóma munu enn auka á kostnað kerfisins á næstu árum. Ekki gengur að verja áfram fjármagni í rekstrarhliðina með óbreyttum áherslum í opinbera kerfinu – horfa þarf til framtíðar og fjárfesta í lausnum sem geta dregið úr rekstrarkostnaði til lengri tíma. Þetta gerðu þátttakendur í Verkkeppni Viðskiptaráðs á dögunum. Viðskiptaráð spurði þátttakendur – sem erfa munu þau kerfi sem samfélagið rekur í dag - hvernig nýta mætti tæknina til að leysa vandamál nú- og framtíðar. Sigurliðið lagði til að gervigreind yrði nýtt við greiningu á lífstílsmynstri fólks svo að grípa mætti fyrr inn í hjá verðandi sjúklingum. Í stað þess að bjarga fólki sífellt upp úr ánni lagði hópurinn til að áherslan yrði á fjárfestingar og lausnir sem héldu fólki á þurru landi. Loforð sem ná lengra en kjörtímabilið Fjárfesting skiptir ekki einvörðungu máli ef vinna á upp uppsafnaða þörf í kerfinu, heldur snýr þetta einnig að því hversu vel kerfið er búið undir framtíðina. Áskorunin við fjárfestingarútgjöld er að afraksturinn skilar sér sjaldnast á einu kjörtímabili. Að undanförnu hafa kjörtímabil styst verulega sem hefur gert slíkar áætlanir og haldbæran afrakstur enn erfiðari. Skýr langtímastefna og kerfisbreytingar sem styðja við þá stefnu er árangursríkasta leiðin til bættra lífskjara. Hins vegar virðast loforð um útgjöld sem skila sér beint í vasa landsmanna og andstaða við kerfisbreytingar gjarnan vera líklegri til árangurs í kosningum. Stjórnmálamenn þurfa því að hafa kjark til þess að leggja fram áætlanir og loforð sem ná lengra en það kjörtímabil sem kosið er um. Að sama skapi þurfa kjósendur að sýna stjórnmálamönnum aðhald með því að þrýsta á langtímasjónarmið í stað skammtímaávinnings.Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun