Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2017 10:50 Havey Weinstein og Quentin Tarantino í febrúar síðastliðinn. Vísir/Getty Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. Hneykslismálið hefur haldið áfram að vaxa að umfangi og hefur hver stórstjarna Hollywood á fætur annarri fordæmt gjörðir bandaríska kvikmyndaframleiðandans. Þá hafa sífellt fleiri leikkonur – meðal annars Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow – deilt sögum af samskiptum sínum við Weinstein. Leikstjórinn Quentin Tarantino og Weinstein hafa starfað saman í um aldarfjórðung og hafa áður lýst sambandi sínu sem „vinnuhjónabandi“. Leikstjórinn hafði ekkert tjáð sig um málið frá því að New York Times greindi frá því fyrir rúmri viku að Weinstein hafi áreitt fjölda kvenna kynferðislega síðustu áratugina. Með yfirlýsingu á Twitter-síðu Tamblyn Tarantino birtir yfirlýsingu í nótt sem leikkonan og vinkona Tarantino, Amber Tamblyn, birtir á Twittersíðu sinni. Þar segist Tarantino forviða og niðurbrotinn og að hann þurfi að ná að vinna úr sársaukanum áður en hann tjáir sig opinberlega um málið. „Síðustu vikuna hef ég verið forviða og niðurbrotinn vegna þeirra upplýsinga sem hafa komið fram um vin minn til 25 ára, Harvey Weinstein. Ég þarf nokkra daga til viðbótar til að vinna úr sársaukanum, tilfinningunum, reiðinni og minningunum og svo mun ég ræða þetta opinberlega,“ segir Tarantino. Sniðganga Twitter Á Twitter er nú í gangi herferð þar sem konur eru hvattar til að sniðganga Twitter í heilan dag. Forsvarsmaður herferðarinnar er leikkonan Rose McGowan sem mikið hefur verið í umræðunni í tengslum við mál Weinstein og hefur nú sakað hann um að hafa nauðgað sér. Twitter lokaði á reikning McGowan í tólf tíma í gær í kjölfar röð tísta sem beindust að Weinstein og leikaranum Ben Affleck. Affleck hefur mikið verið í umræðunni eftir að hafa fyrst fordæmt gjörðir Weinstein, en síðar þurft að biðjast afsökunar eftir að konur sögðu frá því að Affleck hafi káfað á þeim. Hefur framleitt myndir Tarantino Weinstein hefur verið framleiðandi allra kvikmynda Tarantino, allt frá því að Pulp Fiction var gefin út árið 1994. Síðasta samstarfsverkefni þeirra félaga var The Hateful Eight sem kom út árið 2015. Weinstein skipulagði í síðasta mánuði veislu fyrir Tarantino í New York í tilefni af trúlofun Tarantino. From Quentin Tarantino: pic.twitter.com/jv0VQNrI91— Amber Tamblyn (@ambertamblyn) October 13, 2017 Mál Harvey Weinstein Hollywood MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 James Van Der Beek stígur fram: „Ég hef verið gripinn í rassinn af eldri og valdameiri mönnum“ "Ég hef skilning á skömminni, vanmættinu og vangetunni við að segja frá“ 12. október 2017 14:32 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. Hneykslismálið hefur haldið áfram að vaxa að umfangi og hefur hver stórstjarna Hollywood á fætur annarri fordæmt gjörðir bandaríska kvikmyndaframleiðandans. Þá hafa sífellt fleiri leikkonur – meðal annars Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow – deilt sögum af samskiptum sínum við Weinstein. Leikstjórinn Quentin Tarantino og Weinstein hafa starfað saman í um aldarfjórðung og hafa áður lýst sambandi sínu sem „vinnuhjónabandi“. Leikstjórinn hafði ekkert tjáð sig um málið frá því að New York Times greindi frá því fyrir rúmri viku að Weinstein hafi áreitt fjölda kvenna kynferðislega síðustu áratugina. Með yfirlýsingu á Twitter-síðu Tamblyn Tarantino birtir yfirlýsingu í nótt sem leikkonan og vinkona Tarantino, Amber Tamblyn, birtir á Twittersíðu sinni. Þar segist Tarantino forviða og niðurbrotinn og að hann þurfi að ná að vinna úr sársaukanum áður en hann tjáir sig opinberlega um málið. „Síðustu vikuna hef ég verið forviða og niðurbrotinn vegna þeirra upplýsinga sem hafa komið fram um vin minn til 25 ára, Harvey Weinstein. Ég þarf nokkra daga til viðbótar til að vinna úr sársaukanum, tilfinningunum, reiðinni og minningunum og svo mun ég ræða þetta opinberlega,“ segir Tarantino. Sniðganga Twitter Á Twitter er nú í gangi herferð þar sem konur eru hvattar til að sniðganga Twitter í heilan dag. Forsvarsmaður herferðarinnar er leikkonan Rose McGowan sem mikið hefur verið í umræðunni í tengslum við mál Weinstein og hefur nú sakað hann um að hafa nauðgað sér. Twitter lokaði á reikning McGowan í tólf tíma í gær í kjölfar röð tísta sem beindust að Weinstein og leikaranum Ben Affleck. Affleck hefur mikið verið í umræðunni eftir að hafa fyrst fordæmt gjörðir Weinstein, en síðar þurft að biðjast afsökunar eftir að konur sögðu frá því að Affleck hafi káfað á þeim. Hefur framleitt myndir Tarantino Weinstein hefur verið framleiðandi allra kvikmynda Tarantino, allt frá því að Pulp Fiction var gefin út árið 1994. Síðasta samstarfsverkefni þeirra félaga var The Hateful Eight sem kom út árið 2015. Weinstein skipulagði í síðasta mánuði veislu fyrir Tarantino í New York í tilefni af trúlofun Tarantino. From Quentin Tarantino: pic.twitter.com/jv0VQNrI91— Amber Tamblyn (@ambertamblyn) October 13, 2017
Mál Harvey Weinstein Hollywood MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 James Van Der Beek stígur fram: „Ég hef verið gripinn í rassinn af eldri og valdameiri mönnum“ "Ég hef skilning á skömminni, vanmættinu og vangetunni við að segja frá“ 12. október 2017 14:32 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
James Van Der Beek stígur fram: „Ég hef verið gripinn í rassinn af eldri og valdameiri mönnum“ "Ég hef skilning á skömminni, vanmættinu og vangetunni við að segja frá“ 12. október 2017 14:32
Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32