Hugmyndir uppi um tvær nýjar ylstrandir í Reykjavík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2017 14:49 Ströndin við Skarfaklett er að mati borgarstjóra falin perla í Reykjavík. vísir/anton brink Til skoðunar er hjá Reykjavíkurborg að opna tvær nýjar ylstrandir, annars vegar við Skarfaklett og hins vegar í Gufunesi. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti hugmyndir um þetta á kynningarfundi um uppbyggingu í Reykjavík í Ráðhúsinu í morgun. Ylströndin í Nauthólsvík, sem opnuð var árið 2000, hefur notið mikilla vinsælda hjá borgarbúum og því ef til vill ekki úr vegi að kanna möguleiki á fleiri slíkum svæðum í borginni. „Ég hef óskað eftir því við Orkuveituna að það fari fram skoðun á tveimur hugmyndum að nýjum ylströndum þar sem afgangsvatn sem þarf að skila í sjó sem er síðan heitt yrði notað. Þetta er annars vegar mjög lítil strönd við Skarfaklett, nálægt þeim stað þar sem skemmtiferðaskipin leggjast að. Það gæti orðið svona lítill yndisreitur og myndi mynda nýjan viðkomustað fyrir alls konar útivist,“ segir Dagur í samtali við Vísi sem segir þessa litlu strönd falinn gimstein í borgarlandinu.Frá ströndinni við Skarfaklett en hinn staðurinn er í Gufunesi.vísir/anton brinkNokkuð var rætt um mengun frá skemmtiferðaskipum sem komu í íslenskar hafnir í sumar. Dagur segir að ekki sé rætt um að skemmtiferðaskipin komi einhvers staðar annars staðar að í borginni verði hugmyndir um ylströndina að veruleika en verið sé að skoða loftmengun frá skemmtiferðaskipum sérstaklega. Hinn staðurinn sem um ræðir er í Gufunesi. „Þar er líka strönd þar sem gamla áburðarverksmiðjan var. Þar eru Baltasar Kormákur og RVK Studios að fara að opna kvikmyndatökuver og er að fara í tökur á Ófærð seinna í vetur. Í skipulagssamkeppni sem við héldum þar voru þeir sem voru með sigurtillöguna með svolítið djarfa hugmynd að sjóböðum, það er sundlaug í sjónum,“ segir Dagur og bætir við að þessi litla strönd kalli nánast á heitara vatn. „Allavega fyrir þá sem vilja svamla og treysta sér ekki í úthafsölduna.“ Skipulag Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Til skoðunar er hjá Reykjavíkurborg að opna tvær nýjar ylstrandir, annars vegar við Skarfaklett og hins vegar í Gufunesi. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti hugmyndir um þetta á kynningarfundi um uppbyggingu í Reykjavík í Ráðhúsinu í morgun. Ylströndin í Nauthólsvík, sem opnuð var árið 2000, hefur notið mikilla vinsælda hjá borgarbúum og því ef til vill ekki úr vegi að kanna möguleiki á fleiri slíkum svæðum í borginni. „Ég hef óskað eftir því við Orkuveituna að það fari fram skoðun á tveimur hugmyndum að nýjum ylströndum þar sem afgangsvatn sem þarf að skila í sjó sem er síðan heitt yrði notað. Þetta er annars vegar mjög lítil strönd við Skarfaklett, nálægt þeim stað þar sem skemmtiferðaskipin leggjast að. Það gæti orðið svona lítill yndisreitur og myndi mynda nýjan viðkomustað fyrir alls konar útivist,“ segir Dagur í samtali við Vísi sem segir þessa litlu strönd falinn gimstein í borgarlandinu.Frá ströndinni við Skarfaklett en hinn staðurinn er í Gufunesi.vísir/anton brinkNokkuð var rætt um mengun frá skemmtiferðaskipum sem komu í íslenskar hafnir í sumar. Dagur segir að ekki sé rætt um að skemmtiferðaskipin komi einhvers staðar annars staðar að í borginni verði hugmyndir um ylströndina að veruleika en verið sé að skoða loftmengun frá skemmtiferðaskipum sérstaklega. Hinn staðurinn sem um ræðir er í Gufunesi. „Þar er líka strönd þar sem gamla áburðarverksmiðjan var. Þar eru Baltasar Kormákur og RVK Studios að fara að opna kvikmyndatökuver og er að fara í tökur á Ófærð seinna í vetur. Í skipulagssamkeppni sem við héldum þar voru þeir sem voru með sigurtillöguna með svolítið djarfa hugmynd að sjóböðum, það er sundlaug í sjónum,“ segir Dagur og bætir við að þessi litla strönd kalli nánast á heitara vatn. „Allavega fyrir þá sem vilja svamla og treysta sér ekki í úthafsölduna.“
Skipulag Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira