Slegið á þráðinn Stefán Pálsson skrifar 15. október 2017 10:00 Í bókinni Söguþráðum símans vakti sagnfræðingurinn Heimir Þorleifsson athygli á því tómlæti sem Íslendingar sýndu ritsímamálinu árið 1860. Ein eftirlætisiðja bandarískra sagnfræðinga er að setja saman lista yfir bestu og verstu forsetana í sögu landsins. Meðal þeirra sem undantekningarlítið lenda á síðarnefnda listanum er James Buchanan, sem sat í Hvíta húsinu frá 1857-61. Buchanan er legið á hálsi fyrir að hafa algjörlega litið fram hjá þeirri tifandi tímasprengju sem deilurnar um þrælahald voru í Bandaríkjunum og leiddu skömmu síðar til blóðugrar borgarastyrjaldar í landinu. Það kom þó í hlut Buchanans forseta að skiptast á skilaboðum við Viktoríu Bretlandsdrottningu þann 19. ágúst árið 1858. Um var að ræða vígsluathöfn ritsímastrengs sem lagður hafði verið milli Írlands og Nýfundnalands um djúpa ála Atlantshafsins. Strengurinn var ófullkominn og drjúgan tíma tók að bera skilaboðin um hann. Engu að síður þótti strengurinn boða byltingu í fjarskiptum, enda margfalt fljótlegri en bréfsendingar með póstskipum. Framfarir á sviði ritsímatækninnar um miðja nítjándu öld voru svo skjótar að undrum sætir. Vöxtur alþjóðaviðskipta og hagsmunir ríkisstjórna og hernaðaryfirvalda leiddu til mikillar eftirspurnar eftir kröftugri samskiptatækni. Uppfinningamenn sem duttu niður á snjallar útfærslur gátu gert sér vonir um stórgróða og fjárfestar slógust um að setja fé í verkefni á þessu sviði. Unnið var að þróun fyrstu ritsímakerfanna samtímis í Evrópu og Norður-Ameríku á fjórða áratug nítjándu aldar. Vestanhafs var það hugvitsmaðurinn Samuel Morse sem sendi fyrstu ritsímaskilaboðin um nokkra vegalengd (þrjá kílómetra) árið 1838. Enn áttu þó eftir að líða sex ár uns Morse tókst að koma upp fyrsta eiginlega ritsímakerfinu, en þá lánaðist honum að flytja skilaboð frá Washington til Baltimore. Þá þegar var hafist handa við að leggja ritsímalínur um þver og endilöng Bandaríkin. Í Evrópu varð þróunin með svipuðum hætti. Línur voru fyrst lagðar milli mikilvægustu borga, síðar milli landa og með tímanum þéttist kerfið svo jafnt og þétt með þeim afleiðingum að afskekktustu svæði komust í samband.Höfin sigruð Fyrstu ritsímalínurnar voru á staurum á landi, en víða háttaði þó svo til að æskilegt þótti að koma þeim í vatn. Árið 1849 var ritsímaþráður lagður í Rínarfljót með góðum árangri og þá þegar voru fjárfestar og tæknimenn farnir að huga að möguleikanum á því að tengja Bretland og meginland Evrópu yfir Ermarsundið. Enski athafnamaðurinn og verkfræðingurinn John Watkins Brett fékk leyfi frá frönskum stjórnvöldum til að leggja ritsímastreng yfir sundið. Lauk þeirri framkvæmd árið 1850 og misserin á eftir var nýjum strengjum bætt við milli Bretlands, Hollands og Belgíu, yfir Írlandshaf og milli eyja í Danmörku. Rekstur þessara sæstrengja gekk að mestu áfallalaust og skilaði eigendunum góðum hagnaði. Þess gat því ekki orðið langt að bíða að fjárfestar fengju augastað á enn stærra verkefni: lagningu strengs milli Evrópu og Norður-Ameríku. Það var auðkýfingur frá Massachusetts, Cyrus West Field að nafni, sem reið á vaðið. Field þessi hafði auðgast gríðarlega á pappírsframleiðslu og sest í helgan stein hálffertugur að aldri. Eftir nokkur ár í vellystingum tók honum að leiðast aðgerðaleysið og hann hóf að svipast um eftir nýjum áskorunum. Hin ört vaxandi ritsímatækni vakti áhuga Fields og hann kom að fjármögnun ritsímalínu milli New York og Nýfundnalands og Nova Scotia árið 1854. Þá þegar virðist hugmyndin um streng yfir Atlantshafið hafa verið farin að gerjast. Stofnað var félag um verkefnið, nauðsynlegra leyfa aflað og gengið frá fjármögnun. Framkvæmdir við lagninguna hófust á árinu 1857 og í ágúst árið eftir var strengurinn tilbúinn til notkunar sem fyrr sagði. Skeyti Bretadrottningar var rétt um hundrað orð og það tók símskeytamennina sautján klukkustundir að koma því til skila. Svar bandaríska forsetans var nokkru styttra og tók því einungis tíu klukkustundir í sendingu. Fáir myndu hrópa húrra fyrir slíkum gagnaflutningshraða nú um stundir, en árið 1858 þótti það stórafrek. Frumkvöðlinum Field var hampað sem hetju og hluthafar í ritsímafyrirtæki hans sáu fram á svimandi hagnað af rekstrinum. Bandarískt stórblað gekk svo langt að kalla strenginn „áttunda undur veraldar“. En ævintýrið snerist fljótt upp í martröð. Ritsímafélagið hafði ekki undan að taka við skilaboðum til sendingar og strengurinn var í stöðugri notkun allan sólarhringinn. Stöðugt verr gekk þó að senda skilaboðin og þegar yfirtæknimaður félagsins freistaði þess að auka afköstin með því að hækka spennuna brann strengurinn yfir. Ballið var búið eftir aðeins um hálfs mánaðar rekstur. Útilokað var að fiska sæstrenginn upp til viðgerðar. Öll fjárfestingin varð ónýt á einu bretti, stofnandinn Field féll samstundis af stallinum og varð að athlægi.Nýrra leiða leitað En þótt þessi fyrsta tilraun til fjarskipta yfir Atlantshafið hafi misheppnast svo herfilega, var áhuginn enn til staðar. Sumir töldu að rétt væri að koma nýjum og fullkomnari sæstreng fyrir á svipuðum slóðum, enda væri það stysta leiðin milli endastöðva. Aðrir töldu krók betri en keldu og skynsamlegt væri að velja lengri leið fyrir ritsímann, en stytta um leið þá kafla sem lægju neðansjávar. Þannig myndi ritsíminn liggja til Afríku, fara til Grænhöfðaeyja, þaðan stystu leið til Brasilíu og loks til Bandaríkjanna um Karíbahafið. Þótt þessi útfærsla stytti sæstrengslögnina verulega töldu ýmsir verkfræðingar að það dygði ekki til. Alltof áhættusamt var að þeirra mati að treysta á kapla sem lægju um löng hafsvæði og sem útilokað væri að lagfæra ef eitthvað færi úrskeiðis. Í þeim anda var stofnað félag um lagningu ritsíma frá Kaliforníu til Moskvu eða St. Pétursborgar. Skyldi sú símalögn liggja um Alaska, yfir Beringssundið til Rússlands og þaðan um Síberíu þvera allt til Evrópu. Slík leið hefði orðið ógnarlöng og gríðarlega erfið í uppsetningu, sem segir sitt um hversu mikið fjárfestum fannst til vinnandi að losna við að sökkva nýjum streng í djúpið. Síberíuhugmyndin átti ákafa fylgismenn en fleiri voru þó efins. Ljóst var að mörg þúsund kílómetra línulögn í Síberíu, langt frá mannabyggðum, yrði óhemjudýr og afar tímafrek í smíði. Rekstrarkostnaður á ritsíma umhverfis mestallan hnöttinn yrði mikill og það sem verst var: erfitt yrði að koma í veg fyrir að samskiptin yrðu hleruð, sem rýrði stórlega notagildið fyrir ríkisstjórnir og hernaðaryfirvöld. Sama vandamál var raunar upp á teningnum varðandi suðurleiðina.Á norðurhjara Til að komast hjá þessum vandamálum kviknaði hugmyndin um þriðju útfærsluna: norðurleiðina. Með henni yrðu Evrópa og Norður-Ameríka tengdar með símalögn sem þræddi eyjar í Norður-Atlantshafi: Suðureyjar, Færeyjar, Ísland og Grænland. Vissulega væri þar við erfið náttúruöfl að glíma, en á móti kæmi að lengstu einstöku neðansjávarkaflarnir væru miklu styttri en annars staðar væri mögulegt á leið yfir Atlantshafið. Hugmyndin að þessari leið mun hafa komið frá enskum verkfræðingum, en það var bandarískur uppfinningamaður, Taliaferro Preston Shaffner, sem tók hana upp á arma sína. Shaffner þessi var gamall samverkamaður Samuels Morse og útgefandi áhrifamesta tímarits Bandaríkjanna á sviði ritsímamála. Orð hans höfðu því mikið vægi hjá stjórnmálamönnum jafnt sem fjárfestum. Shaffner hafði snemma komist að þeirri niðurstöðu að útilokað væri að leggja ritsímastreng yfir Atlantshafið þvert. Árið 1854 hélt hann til Danmerkur og taldi stjórnvöld þar á að veita honum einkaleyfi til hundrað ára til reksturs ritsímastrengs um hjálendurnar í norðrinu. Með einkaleyfið að vopni safnaði hann svo samstarfsaðilum og fjárfestum vestan hafs og austan. Næstu árum varði Shaffner að miklu leyti í rannsóknir á aðstæðum í norðurhöfum. Í því skyni kom hann meðal annars til Íslands árið 1860, tók land á Djúpavogi og hélt þaðan norður fyrir land og loks suður Kjöl um Þingvelli og til Reykjavíkur, en þar lá hin fyrirhugaða leið ritsímans. Shaffner fékk hagfræðinginn og þingmanninn Arnljót Ólafsson sér til aðstoðar og tók Arnljótur síðar upp mál tengd línulögninni á Alþingi. Erindi Arnljóts fékk heldur dræmar undirtektir og sáu þingmenn helst ástæðu til að amast við því að bændur væru skyldaðir til að leggja land undir línulögn bótalaust. Í bókinni Söguþráðum símans vakti sagnfræðingurinn Heimir Þorleifsson athygli á því tómlæti sem Íslendingar sýndu ritsímamálinu árið 1860. Hefðu áformin náð fram að ganga hefðu landsmenn tengst nýjasta og forvitnilegasta tæknikerfi sinnar tíðar og allir möguleikar til samskipta við Danmörku tekið stakkaskiptum. Þrátt fyrir að íslensk tímarit og fréttablöð hefðu öðru hvoru getið um ritsímatæknina, virðast Íslendingar ekki hafa haft nokkurn möguleika á að skynja þau tækifæri sem í henni fólust. Jafnvel velgjörðarmenn Shaffners hér á landi virðast ekki hafa litið á ritsímann sem sérstaklega nytsamt tæki fyrir Íslendinga, heldur vildu þeir greiða götu hans af gestrisni og stolti yfir að frægir útlendingar legðu leið sína til landsins. Ekkert varð heldur úr áformunum um norðurleiðina. Eftir að bandarísku borgarastyrjöldinni lauk og efnahagur Bandaríkjanna tók að glæðast á ný, tóku Field og félagar hans upp ritsímaþráðinn að nýju. Árið 1866 tókst þeim að leggja nýjan streng yfir þvert Atlantshafið og að þessu sinni brást tæknin ekki. Þar með var öllum hugmyndum um aðrar og lengri ritsímalagnir sjálfhætt. Máttu Íslendingar því bíða í nærri hálfa öld eftir að komast í samband við umheiminn. Saga til næsta bæjar Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Ein eftirlætisiðja bandarískra sagnfræðinga er að setja saman lista yfir bestu og verstu forsetana í sögu landsins. Meðal þeirra sem undantekningarlítið lenda á síðarnefnda listanum er James Buchanan, sem sat í Hvíta húsinu frá 1857-61. Buchanan er legið á hálsi fyrir að hafa algjörlega litið fram hjá þeirri tifandi tímasprengju sem deilurnar um þrælahald voru í Bandaríkjunum og leiddu skömmu síðar til blóðugrar borgarastyrjaldar í landinu. Það kom þó í hlut Buchanans forseta að skiptast á skilaboðum við Viktoríu Bretlandsdrottningu þann 19. ágúst árið 1858. Um var að ræða vígsluathöfn ritsímastrengs sem lagður hafði verið milli Írlands og Nýfundnalands um djúpa ála Atlantshafsins. Strengurinn var ófullkominn og drjúgan tíma tók að bera skilaboðin um hann. Engu að síður þótti strengurinn boða byltingu í fjarskiptum, enda margfalt fljótlegri en bréfsendingar með póstskipum. Framfarir á sviði ritsímatækninnar um miðja nítjándu öld voru svo skjótar að undrum sætir. Vöxtur alþjóðaviðskipta og hagsmunir ríkisstjórna og hernaðaryfirvalda leiddu til mikillar eftirspurnar eftir kröftugri samskiptatækni. Uppfinningamenn sem duttu niður á snjallar útfærslur gátu gert sér vonir um stórgróða og fjárfestar slógust um að setja fé í verkefni á þessu sviði. Unnið var að þróun fyrstu ritsímakerfanna samtímis í Evrópu og Norður-Ameríku á fjórða áratug nítjándu aldar. Vestanhafs var það hugvitsmaðurinn Samuel Morse sem sendi fyrstu ritsímaskilaboðin um nokkra vegalengd (þrjá kílómetra) árið 1838. Enn áttu þó eftir að líða sex ár uns Morse tókst að koma upp fyrsta eiginlega ritsímakerfinu, en þá lánaðist honum að flytja skilaboð frá Washington til Baltimore. Þá þegar var hafist handa við að leggja ritsímalínur um þver og endilöng Bandaríkin. Í Evrópu varð þróunin með svipuðum hætti. Línur voru fyrst lagðar milli mikilvægustu borga, síðar milli landa og með tímanum þéttist kerfið svo jafnt og þétt með þeim afleiðingum að afskekktustu svæði komust í samband.Höfin sigruð Fyrstu ritsímalínurnar voru á staurum á landi, en víða háttaði þó svo til að æskilegt þótti að koma þeim í vatn. Árið 1849 var ritsímaþráður lagður í Rínarfljót með góðum árangri og þá þegar voru fjárfestar og tæknimenn farnir að huga að möguleikanum á því að tengja Bretland og meginland Evrópu yfir Ermarsundið. Enski athafnamaðurinn og verkfræðingurinn John Watkins Brett fékk leyfi frá frönskum stjórnvöldum til að leggja ritsímastreng yfir sundið. Lauk þeirri framkvæmd árið 1850 og misserin á eftir var nýjum strengjum bætt við milli Bretlands, Hollands og Belgíu, yfir Írlandshaf og milli eyja í Danmörku. Rekstur þessara sæstrengja gekk að mestu áfallalaust og skilaði eigendunum góðum hagnaði. Þess gat því ekki orðið langt að bíða að fjárfestar fengju augastað á enn stærra verkefni: lagningu strengs milli Evrópu og Norður-Ameríku. Það var auðkýfingur frá Massachusetts, Cyrus West Field að nafni, sem reið á vaðið. Field þessi hafði auðgast gríðarlega á pappírsframleiðslu og sest í helgan stein hálffertugur að aldri. Eftir nokkur ár í vellystingum tók honum að leiðast aðgerðaleysið og hann hóf að svipast um eftir nýjum áskorunum. Hin ört vaxandi ritsímatækni vakti áhuga Fields og hann kom að fjármögnun ritsímalínu milli New York og Nýfundnalands og Nova Scotia árið 1854. Þá þegar virðist hugmyndin um streng yfir Atlantshafið hafa verið farin að gerjast. Stofnað var félag um verkefnið, nauðsynlegra leyfa aflað og gengið frá fjármögnun. Framkvæmdir við lagninguna hófust á árinu 1857 og í ágúst árið eftir var strengurinn tilbúinn til notkunar sem fyrr sagði. Skeyti Bretadrottningar var rétt um hundrað orð og það tók símskeytamennina sautján klukkustundir að koma því til skila. Svar bandaríska forsetans var nokkru styttra og tók því einungis tíu klukkustundir í sendingu. Fáir myndu hrópa húrra fyrir slíkum gagnaflutningshraða nú um stundir, en árið 1858 þótti það stórafrek. Frumkvöðlinum Field var hampað sem hetju og hluthafar í ritsímafyrirtæki hans sáu fram á svimandi hagnað af rekstrinum. Bandarískt stórblað gekk svo langt að kalla strenginn „áttunda undur veraldar“. En ævintýrið snerist fljótt upp í martröð. Ritsímafélagið hafði ekki undan að taka við skilaboðum til sendingar og strengurinn var í stöðugri notkun allan sólarhringinn. Stöðugt verr gekk þó að senda skilaboðin og þegar yfirtæknimaður félagsins freistaði þess að auka afköstin með því að hækka spennuna brann strengurinn yfir. Ballið var búið eftir aðeins um hálfs mánaðar rekstur. Útilokað var að fiska sæstrenginn upp til viðgerðar. Öll fjárfestingin varð ónýt á einu bretti, stofnandinn Field féll samstundis af stallinum og varð að athlægi.Nýrra leiða leitað En þótt þessi fyrsta tilraun til fjarskipta yfir Atlantshafið hafi misheppnast svo herfilega, var áhuginn enn til staðar. Sumir töldu að rétt væri að koma nýjum og fullkomnari sæstreng fyrir á svipuðum slóðum, enda væri það stysta leiðin milli endastöðva. Aðrir töldu krók betri en keldu og skynsamlegt væri að velja lengri leið fyrir ritsímann, en stytta um leið þá kafla sem lægju neðansjávar. Þannig myndi ritsíminn liggja til Afríku, fara til Grænhöfðaeyja, þaðan stystu leið til Brasilíu og loks til Bandaríkjanna um Karíbahafið. Þótt þessi útfærsla stytti sæstrengslögnina verulega töldu ýmsir verkfræðingar að það dygði ekki til. Alltof áhættusamt var að þeirra mati að treysta á kapla sem lægju um löng hafsvæði og sem útilokað væri að lagfæra ef eitthvað færi úrskeiðis. Í þeim anda var stofnað félag um lagningu ritsíma frá Kaliforníu til Moskvu eða St. Pétursborgar. Skyldi sú símalögn liggja um Alaska, yfir Beringssundið til Rússlands og þaðan um Síberíu þvera allt til Evrópu. Slík leið hefði orðið ógnarlöng og gríðarlega erfið í uppsetningu, sem segir sitt um hversu mikið fjárfestum fannst til vinnandi að losna við að sökkva nýjum streng í djúpið. Síberíuhugmyndin átti ákafa fylgismenn en fleiri voru þó efins. Ljóst var að mörg þúsund kílómetra línulögn í Síberíu, langt frá mannabyggðum, yrði óhemjudýr og afar tímafrek í smíði. Rekstrarkostnaður á ritsíma umhverfis mestallan hnöttinn yrði mikill og það sem verst var: erfitt yrði að koma í veg fyrir að samskiptin yrðu hleruð, sem rýrði stórlega notagildið fyrir ríkisstjórnir og hernaðaryfirvöld. Sama vandamál var raunar upp á teningnum varðandi suðurleiðina.Á norðurhjara Til að komast hjá þessum vandamálum kviknaði hugmyndin um þriðju útfærsluna: norðurleiðina. Með henni yrðu Evrópa og Norður-Ameríka tengdar með símalögn sem þræddi eyjar í Norður-Atlantshafi: Suðureyjar, Færeyjar, Ísland og Grænland. Vissulega væri þar við erfið náttúruöfl að glíma, en á móti kæmi að lengstu einstöku neðansjávarkaflarnir væru miklu styttri en annars staðar væri mögulegt á leið yfir Atlantshafið. Hugmyndin að þessari leið mun hafa komið frá enskum verkfræðingum, en það var bandarískur uppfinningamaður, Taliaferro Preston Shaffner, sem tók hana upp á arma sína. Shaffner þessi var gamall samverkamaður Samuels Morse og útgefandi áhrifamesta tímarits Bandaríkjanna á sviði ritsímamála. Orð hans höfðu því mikið vægi hjá stjórnmálamönnum jafnt sem fjárfestum. Shaffner hafði snemma komist að þeirri niðurstöðu að útilokað væri að leggja ritsímastreng yfir Atlantshafið þvert. Árið 1854 hélt hann til Danmerkur og taldi stjórnvöld þar á að veita honum einkaleyfi til hundrað ára til reksturs ritsímastrengs um hjálendurnar í norðrinu. Með einkaleyfið að vopni safnaði hann svo samstarfsaðilum og fjárfestum vestan hafs og austan. Næstu árum varði Shaffner að miklu leyti í rannsóknir á aðstæðum í norðurhöfum. Í því skyni kom hann meðal annars til Íslands árið 1860, tók land á Djúpavogi og hélt þaðan norður fyrir land og loks suður Kjöl um Þingvelli og til Reykjavíkur, en þar lá hin fyrirhugaða leið ritsímans. Shaffner fékk hagfræðinginn og þingmanninn Arnljót Ólafsson sér til aðstoðar og tók Arnljótur síðar upp mál tengd línulögninni á Alþingi. Erindi Arnljóts fékk heldur dræmar undirtektir og sáu þingmenn helst ástæðu til að amast við því að bændur væru skyldaðir til að leggja land undir línulögn bótalaust. Í bókinni Söguþráðum símans vakti sagnfræðingurinn Heimir Þorleifsson athygli á því tómlæti sem Íslendingar sýndu ritsímamálinu árið 1860. Hefðu áformin náð fram að ganga hefðu landsmenn tengst nýjasta og forvitnilegasta tæknikerfi sinnar tíðar og allir möguleikar til samskipta við Danmörku tekið stakkaskiptum. Þrátt fyrir að íslensk tímarit og fréttablöð hefðu öðru hvoru getið um ritsímatæknina, virðast Íslendingar ekki hafa haft nokkurn möguleika á að skynja þau tækifæri sem í henni fólust. Jafnvel velgjörðarmenn Shaffners hér á landi virðast ekki hafa litið á ritsímann sem sérstaklega nytsamt tæki fyrir Íslendinga, heldur vildu þeir greiða götu hans af gestrisni og stolti yfir að frægir útlendingar legðu leið sína til landsins. Ekkert varð heldur úr áformunum um norðurleiðina. Eftir að bandarísku borgarastyrjöldinni lauk og efnahagur Bandaríkjanna tók að glæðast á ný, tóku Field og félagar hans upp ritsímaþráðinn að nýju. Árið 1866 tókst þeim að leggja nýjan streng yfir þvert Atlantshafið og að þessu sinni brást tæknin ekki. Þar með var öllum hugmyndum um aðrar og lengri ritsímalagnir sjálfhætt. Máttu Íslendingar því bíða í nærri hálfa öld eftir að komast í samband við umheiminn.
Saga til næsta bæjar Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira