Utanríkisráðherra segir tímabært að ræða um norðurslóðir sem viðskiptasvæði Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2017 11:11 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flutti ávarp á Hringborði norðurslóða í Hörpu í morgun. utanríkisráðuneytið Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að tryggja verði sjálfbæra þróun efnahags- og viðskiptalífs á norðurslóðum, allt í sátt við við umhverfið á svæðinu. Þetta sagði ráðherra í ávarpi sínu á Hringborði norðurslóða í morgun. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að ráðherra hafi lagt höfuðáherslu á að tryggja sjálfbæra og friðsamlega þróun á norðurslóðum á sama tíma og augu beindust í æ ríkari mæli að svæðinu. „Norðurslóðir eru að opnast, í eiginlegum og óeiginlegum skilningi og því er tímabært að ræða þær sem viðskiptasvæði. Nýir möguleikar og áskoranir eru að líta dagsins ljós í viðskiptum, flutningum, ferðamennsku, fjárfestingum, námugreftri, rannsóknum, þjónustu og félagslegri þróun, svo eitthvað sé nefnt,” sagði ráðherra. Guðlaugur Þór sagði að gæta yrði að umhverfinu þar sem óvíða væru áhrif loftslagsbreytinga sýnilegri en á norðurslóðum og að þær hefðu svo aftur áhrif um allan heim. Alþjóðleg samvinna ríkja væri lykillinn að því að takast á við þær. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að með bráðnun íss breyttust aðstæður sem margir horfðu til, til dæmis í flutningum. Þannig styttist leiðin á milli Asíu og Norður-Evrópu um allt að 40 prósent væri farið norður fyrir Rússland. Á síðasta ári hefðu um 7,6 milljón tonn verið flutt þá leið og gert væri ráð fyrir að 35 milljónir tonna yrðu flutt sömu leið árið 2025. Ráðherrann sagði mikilvægt að sinna þessu verkefni í gegnum Viðskiptaráð norðurslóða, sem stofnað var 2014 til að greiða fyrir viðskiptum og ábyrgri efnahagsþróun. Margar áskoranir fylgdu þessum breytingum í tengslum við umhverfi, öryggi og innviði á svæði sem um fjórar milljónir manna byggja. „Efnahagsþróun á norðurslóðum verður ekki aðeins að vera sjálfbær og taka tillit til viðkvæmra vistkerfa, hún á líka að nýtast þeim sem á svæðinu búa; með bættum innviðum, heilsugæslu, skólum, samskiptakerfum og öðrum þáttum nútíma samfélags,” sagði ráðherra. Sagði hann að fara yrði með gát í efnahagsþróun á norðurslóðum og byggja á traustri vísindalegri og tæknilegri þekkingu sem fengist hefði með reynslu af svæðinu. „Takist okkur að finna hinn gullna meðalveg, er ég sannfærður um að framtíð norðurslóða er björt, bæði fyrir náttúruna, viðskipti og íbúa,” sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. 12. október 2017 20:58 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að tryggja verði sjálfbæra þróun efnahags- og viðskiptalífs á norðurslóðum, allt í sátt við við umhverfið á svæðinu. Þetta sagði ráðherra í ávarpi sínu á Hringborði norðurslóða í morgun. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að ráðherra hafi lagt höfuðáherslu á að tryggja sjálfbæra og friðsamlega þróun á norðurslóðum á sama tíma og augu beindust í æ ríkari mæli að svæðinu. „Norðurslóðir eru að opnast, í eiginlegum og óeiginlegum skilningi og því er tímabært að ræða þær sem viðskiptasvæði. Nýir möguleikar og áskoranir eru að líta dagsins ljós í viðskiptum, flutningum, ferðamennsku, fjárfestingum, námugreftri, rannsóknum, þjónustu og félagslegri þróun, svo eitthvað sé nefnt,” sagði ráðherra. Guðlaugur Þór sagði að gæta yrði að umhverfinu þar sem óvíða væru áhrif loftslagsbreytinga sýnilegri en á norðurslóðum og að þær hefðu svo aftur áhrif um allan heim. Alþjóðleg samvinna ríkja væri lykillinn að því að takast á við þær. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að með bráðnun íss breyttust aðstæður sem margir horfðu til, til dæmis í flutningum. Þannig styttist leiðin á milli Asíu og Norður-Evrópu um allt að 40 prósent væri farið norður fyrir Rússland. Á síðasta ári hefðu um 7,6 milljón tonn verið flutt þá leið og gert væri ráð fyrir að 35 milljónir tonna yrðu flutt sömu leið árið 2025. Ráðherrann sagði mikilvægt að sinna þessu verkefni í gegnum Viðskiptaráð norðurslóða, sem stofnað var 2014 til að greiða fyrir viðskiptum og ábyrgri efnahagsþróun. Margar áskoranir fylgdu þessum breytingum í tengslum við umhverfi, öryggi og innviði á svæði sem um fjórar milljónir manna byggja. „Efnahagsþróun á norðurslóðum verður ekki aðeins að vera sjálfbær og taka tillit til viðkvæmra vistkerfa, hún á líka að nýtast þeim sem á svæðinu búa; með bættum innviðum, heilsugæslu, skólum, samskiptakerfum og öðrum þáttum nútíma samfélags,” sagði ráðherra. Sagði hann að fara yrði með gát í efnahagsþróun á norðurslóðum og byggja á traustri vísindalegri og tæknilegri þekkingu sem fengist hefði með reynslu af svæðinu. „Takist okkur að finna hinn gullna meðalveg, er ég sannfærður um að framtíð norðurslóða er björt, bæði fyrir náttúruna, viðskipti og íbúa,” sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. 12. október 2017 20:58 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. 12. október 2017 20:58