Total War Warhammer 2: Besti Total War leikurinn hingað til, aftur Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2017 10:00 Warhammer 2 er besti Total War leikurinn hingað til og þar af leiðandi betri en Warhammer 1 sem var einnig frábær. Allt sem var gott við fyrri leikinn hefur verið betrumbætt og fínpússað. Þrátt fyrir að leikirinir eigi mjög mikið sameiginlegt og gerist báðir í söguheimi Warhammer finnst manni einhvern veginn eins og það sé himinn og haf á milli þeirra. Það er best að taka fram að ég er mjög mikill Total War aðdáandi og hef spilað alla nema annan leik seríunnar, sem kom út árið 2002. Ég er líka mikill aðdáandi annars leiks sem kom út árið 1999 og heitir Heroes of Might and Magic 3. Á meðan ég var að spila fékk ég mjög mikinn H3, sem er einstaklega frábært. Warhammer eitt gerðist í gamla heiminum þar sem menn réðu að mestu ríkjum. Að þessu sinni gerist leikurinn í Nýja heiminum þar sem álfar, vondir álfar, eðlufólk og rottufólk berjast um yfirráð yfir Vortexinu, sem heldur djöflum Chaos frá heiminum.Fylkingarnar fjórar heita High Elves, Dark Elves, Skaven og Lizardmenn. Hver fylking hefur tvær mismunandi hetjur sem spilarar geta stýrt á gríðarstóru korti Warhammer 2. Í heiminum má einnig finna menn, dverga, orka, vampírur, og margt margt fleira. Einnig er hægt að spila sem fylkingin Norsca, en það kostar peninga.Ný upplifun Þetta er í fyrsta sinn sem leikmenn geta tapað í Total War leik, því aðrar fylkingar geta náð yfirráðum yfir Vortexinu og þannig heiminum. Spilarar þurf að leysa verkefni og hertaka borgir sem safna ákveðnum hlutum sem eru mismunandi á milli fylkinga. Þegar búið er að safna nægilega miklu er hægt að taka eitt skref í átt að stjórn Vortexins. Svo þarf að safna meira og svo koll af kolli. Við hvert skref hópast óvinir í áttina að borgum spilara og reyna að koma í veg fyrir að skrefið sé tekið. Þetta fyrirkomulag byggir upp skemmtilega samblöndu sóknar og varnar, sem er sjaldgæf í Total War leikjum. Maður þarf reglulega að kalla heri sína heim aftur til að verjast hjörðum óvina sem fara eins og stormsveipur um borgir manns. Undir lokin í spilun minni með High Elves var ég með fleiri heri í vörn en ég var með í sókn. Sömuleiðis þarf maður að senda heri sína til að koma í veg fyrir að aðrar fylkingar nái yfirhöndinni yfir Vortextinu. Leikurinn snýst ekki um að fanga eins mikið af svæðum og mögulegt er, eins og fyrri leikirnir. Það er ekki einu sinni hægt. Ég kláraði leikinn með High Elves og hef gripið aðeins í hinar fylkingarnar en ég skemmti mér konunglega með High Elves og leikurinn kom verulega niður á svefni vikunnar. Þetta gerir stórkostlega hluti fyrir Total War leik. Í flestum þeirra, ekki öllum, hefur seinni helmingur leikjanna verið allt of auðveldur. Maður komst yfir ákveðinn punkt þar sem enginn var eftir til að stöðva mann og klukkutímar fóru einungis í uppsópun. Það er ekki til staðar hér. Leikurinn verður erfiðari og erfiðari allan tímann. Þá er mikill munur á milli fylkinga og kallar hver þeirra eftir eigin spilunarstíl, ef svo má að orði komast. Þá spilar veðurfar stóra rullu í leiknum, en flestar fylkingar eru með ákveðið veðurfar sem hentar þeim. Sé farið of norðarlega eða of sunnarlega fylgja ákveðnir kvillar því að taka yfir borgir. Það verður dýrara að byggja þær og það dregur úr fólksfjölgun. Stundum borgar það sig jafnvel ekki að hertaka borgir óvina og er betra að eyða þeim. Þar kemur Rottufólkið vel inn. Borgirnar þeirra líta út eins og rústir og því er nauðsynlegt að fara ávalt með ágætlega stóra heri til að reyna að byggja þær upp að nýju. Maður veit ekkert að hverju maður kemur, nema hetja sé send á undan til að kanna rústirnar. Dulbúnar borgir Skaven virka betur þar sem það er ekkert óeðlilegt að koma að rústum á gríðarstóru korti leiksins. Víða um kortið, út á sjó, má finna fjársjóði í sokknum skipum eða á kyngimögnuðum eyjum. Þangað þarf að senda heri og þar er hægt að fá ágætis bónusa. Það er nýtt og það má segja að í raun allar nýjungar komi vel út. Total War Warhammer 2 lítur mjög vel út og spilunin er frábær en það er einn stór galli á honum sem hefur verið viðloðandi leikjaseríunna um mjög langt skeið. Það eru stjórnmálin og samskipti við aðrar fylkingar. Þær eiga það til að lýsa yfir stríði af ástæðulausu og gera jafnvel ekki neitt í því. Þeir ráðast ekkert á mann og á endanum eiga þeir það til að henda í mann peningum til þess að lýsa yfir friði. Það er svo sem ekkert slæmt að fá ókeypis peninga en þetta er leiðinlegur og viðvarandi galli, sem erfitt virðist vera að laga.Ég veit lítið sem ekki neitt um Warhammer, en það kemur ekkert niður á spilun leiksins. TWW2 vakti einungis áhuga á þeim söguheimi. Spilarar sem hafa ekki spilað aðra Total War leiki munu þó líklegast þurfa að verja nokkrum tíma í að læra á hin fjölmörgu kerfi leiksins og sömuleiðis taktíkina.Vinna að megaleik Það er vert að taka fram að spilarar þurfa ekki að eiga Warhammer eitt til að spila þennan. Það er hins vegar ekkert slæm hugmynd að eiga báða. Creative Assembly vinnur nú að því að sameina báða leikina í einum megaleik sem mun gerast á fáránlega stóru korti með líklega allt of mörgum fylkingum. Ég get ekki beðið, og sömuleiðis hef ég miklar áhyggjur yfir því hvað ég mun eyða miklum tíma í þessum leik á næstu mánuðum. Ætli það sé ekki best að taka þetta saman með því að segja að ég hef aldrei skemmt mér betur yfir Total War leik. Hér að neðan má svo sjá eina tiltölulega stóra orrustu úr leiknum. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Warhammer 2 er besti Total War leikurinn hingað til og þar af leiðandi betri en Warhammer 1 sem var einnig frábær. Allt sem var gott við fyrri leikinn hefur verið betrumbætt og fínpússað. Þrátt fyrir að leikirinir eigi mjög mikið sameiginlegt og gerist báðir í söguheimi Warhammer finnst manni einhvern veginn eins og það sé himinn og haf á milli þeirra. Það er best að taka fram að ég er mjög mikill Total War aðdáandi og hef spilað alla nema annan leik seríunnar, sem kom út árið 2002. Ég er líka mikill aðdáandi annars leiks sem kom út árið 1999 og heitir Heroes of Might and Magic 3. Á meðan ég var að spila fékk ég mjög mikinn H3, sem er einstaklega frábært. Warhammer eitt gerðist í gamla heiminum þar sem menn réðu að mestu ríkjum. Að þessu sinni gerist leikurinn í Nýja heiminum þar sem álfar, vondir álfar, eðlufólk og rottufólk berjast um yfirráð yfir Vortexinu, sem heldur djöflum Chaos frá heiminum.Fylkingarnar fjórar heita High Elves, Dark Elves, Skaven og Lizardmenn. Hver fylking hefur tvær mismunandi hetjur sem spilarar geta stýrt á gríðarstóru korti Warhammer 2. Í heiminum má einnig finna menn, dverga, orka, vampírur, og margt margt fleira. Einnig er hægt að spila sem fylkingin Norsca, en það kostar peninga.Ný upplifun Þetta er í fyrsta sinn sem leikmenn geta tapað í Total War leik, því aðrar fylkingar geta náð yfirráðum yfir Vortexinu og þannig heiminum. Spilarar þurf að leysa verkefni og hertaka borgir sem safna ákveðnum hlutum sem eru mismunandi á milli fylkinga. Þegar búið er að safna nægilega miklu er hægt að taka eitt skref í átt að stjórn Vortexins. Svo þarf að safna meira og svo koll af kolli. Við hvert skref hópast óvinir í áttina að borgum spilara og reyna að koma í veg fyrir að skrefið sé tekið. Þetta fyrirkomulag byggir upp skemmtilega samblöndu sóknar og varnar, sem er sjaldgæf í Total War leikjum. Maður þarf reglulega að kalla heri sína heim aftur til að verjast hjörðum óvina sem fara eins og stormsveipur um borgir manns. Undir lokin í spilun minni með High Elves var ég með fleiri heri í vörn en ég var með í sókn. Sömuleiðis þarf maður að senda heri sína til að koma í veg fyrir að aðrar fylkingar nái yfirhöndinni yfir Vortextinu. Leikurinn snýst ekki um að fanga eins mikið af svæðum og mögulegt er, eins og fyrri leikirnir. Það er ekki einu sinni hægt. Ég kláraði leikinn með High Elves og hef gripið aðeins í hinar fylkingarnar en ég skemmti mér konunglega með High Elves og leikurinn kom verulega niður á svefni vikunnar. Þetta gerir stórkostlega hluti fyrir Total War leik. Í flestum þeirra, ekki öllum, hefur seinni helmingur leikjanna verið allt of auðveldur. Maður komst yfir ákveðinn punkt þar sem enginn var eftir til að stöðva mann og klukkutímar fóru einungis í uppsópun. Það er ekki til staðar hér. Leikurinn verður erfiðari og erfiðari allan tímann. Þá er mikill munur á milli fylkinga og kallar hver þeirra eftir eigin spilunarstíl, ef svo má að orði komast. Þá spilar veðurfar stóra rullu í leiknum, en flestar fylkingar eru með ákveðið veðurfar sem hentar þeim. Sé farið of norðarlega eða of sunnarlega fylgja ákveðnir kvillar því að taka yfir borgir. Það verður dýrara að byggja þær og það dregur úr fólksfjölgun. Stundum borgar það sig jafnvel ekki að hertaka borgir óvina og er betra að eyða þeim. Þar kemur Rottufólkið vel inn. Borgirnar þeirra líta út eins og rústir og því er nauðsynlegt að fara ávalt með ágætlega stóra heri til að reyna að byggja þær upp að nýju. Maður veit ekkert að hverju maður kemur, nema hetja sé send á undan til að kanna rústirnar. Dulbúnar borgir Skaven virka betur þar sem það er ekkert óeðlilegt að koma að rústum á gríðarstóru korti leiksins. Víða um kortið, út á sjó, má finna fjársjóði í sokknum skipum eða á kyngimögnuðum eyjum. Þangað þarf að senda heri og þar er hægt að fá ágætis bónusa. Það er nýtt og það má segja að í raun allar nýjungar komi vel út. Total War Warhammer 2 lítur mjög vel út og spilunin er frábær en það er einn stór galli á honum sem hefur verið viðloðandi leikjaseríunna um mjög langt skeið. Það eru stjórnmálin og samskipti við aðrar fylkingar. Þær eiga það til að lýsa yfir stríði af ástæðulausu og gera jafnvel ekki neitt í því. Þeir ráðast ekkert á mann og á endanum eiga þeir það til að henda í mann peningum til þess að lýsa yfir friði. Það er svo sem ekkert slæmt að fá ókeypis peninga en þetta er leiðinlegur og viðvarandi galli, sem erfitt virðist vera að laga.Ég veit lítið sem ekki neitt um Warhammer, en það kemur ekkert niður á spilun leiksins. TWW2 vakti einungis áhuga á þeim söguheimi. Spilarar sem hafa ekki spilað aðra Total War leiki munu þó líklegast þurfa að verja nokkrum tíma í að læra á hin fjölmörgu kerfi leiksins og sömuleiðis taktíkina.Vinna að megaleik Það er vert að taka fram að spilarar þurfa ekki að eiga Warhammer eitt til að spila þennan. Það er hins vegar ekkert slæm hugmynd að eiga báða. Creative Assembly vinnur nú að því að sameina báða leikina í einum megaleik sem mun gerast á fáránlega stóru korti með líklega allt of mörgum fylkingum. Ég get ekki beðið, og sömuleiðis hef ég miklar áhyggjur yfir því hvað ég mun eyða miklum tíma í þessum leik á næstu mánuðum. Ætli það sé ekki best að taka þetta saman með því að segja að ég hef aldrei skemmt mér betur yfir Total War leik. Hér að neðan má svo sjá eina tiltölulega stóra orrustu úr leiknum.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira