Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: Simbi á loft á Akureyri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þetta er bara alveg eins
Þetta er bara alveg eins
Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds gerðu upp aðra umferðina í Domion's deild karla í gærkvöld.

Þegar þeir fóru yfir frábæran sigur Þórs Akureyri á Keflavík vakti vítaskotatækni Pálma Geirs Jónssonar athygli.

Hann lyfti boltanum upp í loft áður en hann kom sér fyrir og minnti það Stefán Snæ Geirmundsson, klippara þáttarins, á það þegar ljónshvolpinum Simba er lyft til himins í teiknimyndinni alkunnu Konungi ljónanna.

„Ég elska fólk með þetta ímyndunarafl,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, einn spekinga þáttarins.

Þennan stórskemmtilega samanburð má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Domino's Körfuboltakvöld: Lið og leikmenn umferðarinnar

Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi völdu lið og leikmann 2. umferðar Domino's deildar karla í uppgjörsþættinum í gærkvöldi, jafnframt því að gera upp þriðju umferð í Domino's deild kvenna.

Domino's Körfuboltakvöld: Matareitrun, já ertu ekki orðinn fínn bara?

Leikmenn Þórs frá Þorlákshöfn hafa ekki byrjað tímabilið í Domino's deild karla eins og þeir hefðu óskað, en margir leikmanna liðsins þjáðust af matareitrun í upphafi móts. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu frestunina í gær og hnakkrifust um hana eins og þeim einum er lagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×