Kynfrelsi og samþykki Jón Steindór Valdimarsson skrifar 14. október 2017 12:18 Kynferðislegt ofbeldi og nauðganir eru samfélagslegt mein sem þarf að ráðast gegn með fræðslu, viðhorfsbreytingu og nauðsynlegum lagabreytingum. Breyting á skilgreiningu nauðgunar er liður í því að breyta viðhorfum sem feðraveldi fortíðar hefur skapað og eru enn ríkjandi eða eimir sterkt af á mörgum stöðum. Hverfa þarf frá þeim karllægu sjónarmiðum sem endurspeglast víða að við tilteknar aðstæður eigi karlmaður nánast rétt á kynlífi með konu. Þá eru þau viðhorf lífseig að þegar fólk er í sambandi, hvort sem það er innan hjónabands eða utan, ryðji það með einhverjum hætti úr vegi kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti þegar kynlíf á í hlut. Klámvæðing og hlutgerving kvenna ýtir enn frekar undir að líta á konur sem kynverur fyrst og fremst sem séu með einhverju móti til þess eins að svala þörf karla fyrir kynlíf. Í vor lagði höfundur, ásamt öðrum þingmönnun Viðreisnar, fram frumvarp sem hefur að markmiði að draga úr kynferðisafbrotum og breyta viðhorfum með nútímalegri skilgreiningu á afbrotinu nauðgun. Lagt er til að að samþykki verði sett í forgrunn, með öðrum orðum að sá, sem á samræði eða önnur kynferðismök við annan án samþykkis hans, sé sekur um nauðgun. Þannig er það skortur á samþykki til samræðis eða annarra kynferðismaka sem skilgreinir nauðgunina. Samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum þarf að hafa verið tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef það er fengið með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung, eða með því að beita blekkingum eða hagnýta sér villu viðkomandi um aðstæður. Nauðsynlegt er að skilgreina nauðgun út frá skorti á samþykki til þess að unnt sé að veita kynfrelsi fullnægjandi réttarvernd. Þekkt er að þolendur nauðgana geta ekki í öllum tilvikum veitt geranda mótspyrnu, t.d. vegna þess að þeir frjósa eða lamast af hræðslu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi viðbrögð eru algeng og að gerandi þarf þá ekki að beita miklu líkamlegu afli til að ná fram vilja sínum. Það verður sömuleiðis til þess að í reynd er óalgengt að þolendur beri mikla líkamlega áverka eftir nauðgun. Sýnilegt líkamlegt ofbeldi er því ekki sérstaklega algengt í kærumálum vegna nauðgana. Ný skilgreining á nauðgun er vissulega engin töfralausn. Hún felur í sér að mikilvægi kynfrelsis er gert mun hærra undir höfði en áður og verður til þess, samhliða aukinni fræðslu, að fólk verði meðvitað um mikilvægi þess að samþykki liggi fyrir þegar kynferðislegar athafnir eiga í hlut. Almenn varnaðaráhrif slíks ákvæðis geta orðið mikil. Líklegt er að einstaklingar verði meðvitaðri um mikilvægi þess að samþykki er alltaf forsenda kynferðislegra athafna. Einn helsti sérfræðingur Ragnheiðar Bragadóttur, prófessor í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands hefur fagnað frumvarpinu og telur að það sé mjög til bóta. Á sviði kynbundis ofbeldid er enn margt ógert, t.d. eru lögregla og ákæruvald að drukkna í fjölda mála. Málsmeðferðartími kynferðisbrotamála er of langur. Það er þungbært fyrir þolendur að þurfa bíða eftir því mánuðum og jafnvel árum saman að vita hvernig mál þeirra fara innan kerfisins. Hluti af því að sýna að samfélagið taki þessi brot alvarlega er þess vegna að lögregla og ákæruvald hafi burði til þess að vinna að þessu málum ekki aðeins faglega heldur líka innan eðlilegra tímamarka. Með stöðugt vaxandi þætti samfélagsmiðla og jafnvel sérstakra vefsíðna sem miðla stafrænu kynferðisofbeldi hefur tíðni glæpanna aukist verulega. Brotin eru alvarleg gagnvart friðhelgi þolendanna og afleiðingarnar oft og tíðum langvarandi. Afar torvelt er, ef ekki útilokað, að eyða að fullu myndefni sem dreift hefur verið á netinu. Hér þarf bæði fræðslu, forvarnir og breytta löggjöf til að stemma stigu við þessum áfögnuði. Viðreisn hefur sýnt og sannað að barátta fyrir jafnrétti er grunnstef í stefnu og störfum flokksins og þar ætlum við áfram að ganga fumlaust til verka.Jón Steindór Valdimarsson, alþingismaður fyrir Viðreisn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Kosningar 2017 Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Kynferðislegt ofbeldi og nauðganir eru samfélagslegt mein sem þarf að ráðast gegn með fræðslu, viðhorfsbreytingu og nauðsynlegum lagabreytingum. Breyting á skilgreiningu nauðgunar er liður í því að breyta viðhorfum sem feðraveldi fortíðar hefur skapað og eru enn ríkjandi eða eimir sterkt af á mörgum stöðum. Hverfa þarf frá þeim karllægu sjónarmiðum sem endurspeglast víða að við tilteknar aðstæður eigi karlmaður nánast rétt á kynlífi með konu. Þá eru þau viðhorf lífseig að þegar fólk er í sambandi, hvort sem það er innan hjónabands eða utan, ryðji það með einhverjum hætti úr vegi kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti þegar kynlíf á í hlut. Klámvæðing og hlutgerving kvenna ýtir enn frekar undir að líta á konur sem kynverur fyrst og fremst sem séu með einhverju móti til þess eins að svala þörf karla fyrir kynlíf. Í vor lagði höfundur, ásamt öðrum þingmönnun Viðreisnar, fram frumvarp sem hefur að markmiði að draga úr kynferðisafbrotum og breyta viðhorfum með nútímalegri skilgreiningu á afbrotinu nauðgun. Lagt er til að að samþykki verði sett í forgrunn, með öðrum orðum að sá, sem á samræði eða önnur kynferðismök við annan án samþykkis hans, sé sekur um nauðgun. Þannig er það skortur á samþykki til samræðis eða annarra kynferðismaka sem skilgreinir nauðgunina. Samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum þarf að hafa verið tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef það er fengið með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung, eða með því að beita blekkingum eða hagnýta sér villu viðkomandi um aðstæður. Nauðsynlegt er að skilgreina nauðgun út frá skorti á samþykki til þess að unnt sé að veita kynfrelsi fullnægjandi réttarvernd. Þekkt er að þolendur nauðgana geta ekki í öllum tilvikum veitt geranda mótspyrnu, t.d. vegna þess að þeir frjósa eða lamast af hræðslu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi viðbrögð eru algeng og að gerandi þarf þá ekki að beita miklu líkamlegu afli til að ná fram vilja sínum. Það verður sömuleiðis til þess að í reynd er óalgengt að þolendur beri mikla líkamlega áverka eftir nauðgun. Sýnilegt líkamlegt ofbeldi er því ekki sérstaklega algengt í kærumálum vegna nauðgana. Ný skilgreining á nauðgun er vissulega engin töfralausn. Hún felur í sér að mikilvægi kynfrelsis er gert mun hærra undir höfði en áður og verður til þess, samhliða aukinni fræðslu, að fólk verði meðvitað um mikilvægi þess að samþykki liggi fyrir þegar kynferðislegar athafnir eiga í hlut. Almenn varnaðaráhrif slíks ákvæðis geta orðið mikil. Líklegt er að einstaklingar verði meðvitaðri um mikilvægi þess að samþykki er alltaf forsenda kynferðislegra athafna. Einn helsti sérfræðingur Ragnheiðar Bragadóttur, prófessor í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands hefur fagnað frumvarpinu og telur að það sé mjög til bóta. Á sviði kynbundis ofbeldid er enn margt ógert, t.d. eru lögregla og ákæruvald að drukkna í fjölda mála. Málsmeðferðartími kynferðisbrotamála er of langur. Það er þungbært fyrir þolendur að þurfa bíða eftir því mánuðum og jafnvel árum saman að vita hvernig mál þeirra fara innan kerfisins. Hluti af því að sýna að samfélagið taki þessi brot alvarlega er þess vegna að lögregla og ákæruvald hafi burði til þess að vinna að þessu málum ekki aðeins faglega heldur líka innan eðlilegra tímamarka. Með stöðugt vaxandi þætti samfélagsmiðla og jafnvel sérstakra vefsíðna sem miðla stafrænu kynferðisofbeldi hefur tíðni glæpanna aukist verulega. Brotin eru alvarleg gagnvart friðhelgi þolendanna og afleiðingarnar oft og tíðum langvarandi. Afar torvelt er, ef ekki útilokað, að eyða að fullu myndefni sem dreift hefur verið á netinu. Hér þarf bæði fræðslu, forvarnir og breytta löggjöf til að stemma stigu við þessum áfögnuði. Viðreisn hefur sýnt og sannað að barátta fyrir jafnrétti er grunnstef í stefnu og störfum flokksins og þar ætlum við áfram að ganga fumlaust til verka.Jón Steindór Valdimarsson, alþingismaður fyrir Viðreisn
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun