Sport

Umboðsmaður McGregor vill ekki útiloka fjölbragðaglímu

Hvar sem Conor er, þar er yfirleitt fjör.
Hvar sem Conor er, þar er yfirleitt fjör. vísir/getty
Umboðsmaður Conor McGregor, Audie Attar, vill ekki útiloka að skjólstæðingur sinn muni taka þátt í fjölbragðaglímu (e. WWE) einn daginn.

McGregor vakti heimsathygli er hann skellti sér í hnefaleikahringinn með einum besta bardagakappa sögunnar, Floyd Mayweather, fyrr í sumar.

Talið er víst að hann muni snúa aftur í UFC eftir verðskuldað frí en umboðsmaður hans segist skilja að bardagasamtök noti nafn hans og að hann sé tilbúinn til að skoða allt.

„Með Conor kemur athygli, þar sem hann er er yfirleitt metáhorf og það skiptir ekki máli hvort um er að ræða WWE eða UFC. Það verður uppselt. Hann er að skoða sína möguleika og mun berjast á nýju ári.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×