Körfubolti

Bonneau kominn til Stjörnunnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bonneau á ferðinni með Njarðvík
Bonneau á ferðinni með Njarðvík vísir/stefán
Stjarnan hefur samið við bandaríska leikmanninn Stefan Bonneau. Þetta kemur fram á karfan.is.



Leikmaðurinn lék áður með Njarðvík og gæti mætt sínum gömlu félögum í fyrsta leik, en hann lenti á Íslandi nú í morgun. Stjarnan og Njarðvík eigast við á fimmtudaginn.

„Þetta er þekkt stærð, leikmaður sem getur búið til hluti úr engu sem getur verið gagnlegt að setja inn í vissa leiki. Tímabililð er langt og ástæða þess að við bætum honum við er sú að hópurinn má ekki við miklum skakkaföllum þegar líður á mótið,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari Stjörnunar.

Bonneau lennti í því að slíta báðar hásinar þegar hann spilaði með Njarðvík og hefur lagt mikið á sig til að komast aftur í form.

„Samningurinn er með ákvæði í byrjun sem er einskonar reynslutími svo við getum skoðað hvernig líkamsástand hans er,“ sagði Hrafn, en Stjarnan er nú þegar með einn bandarískan leikmann innanborðs, Collin Pryor.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×