Lausir kjarasamningar BHM – skýr krafa um afturvirkni Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 16. október 2017 06:00 Sautján aðildarfélög BHM hafa verið með lausa samninga við ríkið frá 1. sept. sl. eða frá því að úrskurður gerðardóms, sem settur var í kjölfar lagasetningar á lögmætar verkfallsaðgerðir, féll úr gildi. Um er að ræða 6.000 starfsmenn á 200 ríkisstofnunum. Hvert félaganna sautján fer með samningsréttinn fyrir hönd félagsmanna sinna. Það eru um margt óvenjulegar aðstæður uppi í stjórnarráðinu. Ríkisstjórnin er fallin tæpu ári eftir kosningar og boðað hefur verið að nýju til alþingiskosninga. Í þessu róti er mikilvægt að missa ekki sjónar á því mikilvæga verkefni að ná kjarasamningum við BHM-félögin. Af okkar hálfu er skýrt að samningur tekur við af samningi, þ.e.a.s. nýir kjarasamningar þurfa að gilda frá 1. september 2017. Fyrir afturvirkni eru fjölmörg fordæmi og varla þarf að eyða orku samningafólks í að þrasa um sjálfsagða hluti. Það er nóg annað um að ræða við samningaborðið. Samninganefndir BHM hafa ítrekað bent ríkinu á þann vanda sem skapast þegar launasetning stétta er ólík á milli stofnana, auk þess sem fyrir liggur hvaða ríkisstofnanir eru krónískar láglaunastofnanir og hverjar ekki. Stofnanasamningakerfið stendur víða á brauðfótum. Nýtt lífeyriskerfi opinberra starfsmanna kallar á leiðréttingu launa á milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins og enn er krafan um að menntun skuli metin til launa jafn brýn og áður. Ríkið er stærsti vinnuveitandi landsins en ber einnig ásamt sveitarfélögunum ábyrgð á almannaþjónustu við alla landsmenn á sviði heilbrigðis- og menntamála. Það heldur úti stjórnsýslu og réttarvörslukerfi og ber ábyrgð á uppbyggingu innviða hvort heldur er samgöngum eða sjúkrahúsbyggingum. Það er afar mikilvægt að stjórnvöld hafi vilja og getu til að aðgreina þetta tvíþætta hlutverk hins opinbera sem framkvæmdarvald annars vegar og vinnuveitandi hins vegar í kjaraviðræðum vetrarins.Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Sautján aðildarfélög BHM hafa verið með lausa samninga við ríkið frá 1. sept. sl. eða frá því að úrskurður gerðardóms, sem settur var í kjölfar lagasetningar á lögmætar verkfallsaðgerðir, féll úr gildi. Um er að ræða 6.000 starfsmenn á 200 ríkisstofnunum. Hvert félaganna sautján fer með samningsréttinn fyrir hönd félagsmanna sinna. Það eru um margt óvenjulegar aðstæður uppi í stjórnarráðinu. Ríkisstjórnin er fallin tæpu ári eftir kosningar og boðað hefur verið að nýju til alþingiskosninga. Í þessu róti er mikilvægt að missa ekki sjónar á því mikilvæga verkefni að ná kjarasamningum við BHM-félögin. Af okkar hálfu er skýrt að samningur tekur við af samningi, þ.e.a.s. nýir kjarasamningar þurfa að gilda frá 1. september 2017. Fyrir afturvirkni eru fjölmörg fordæmi og varla þarf að eyða orku samningafólks í að þrasa um sjálfsagða hluti. Það er nóg annað um að ræða við samningaborðið. Samninganefndir BHM hafa ítrekað bent ríkinu á þann vanda sem skapast þegar launasetning stétta er ólík á milli stofnana, auk þess sem fyrir liggur hvaða ríkisstofnanir eru krónískar láglaunastofnanir og hverjar ekki. Stofnanasamningakerfið stendur víða á brauðfótum. Nýtt lífeyriskerfi opinberra starfsmanna kallar á leiðréttingu launa á milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins og enn er krafan um að menntun skuli metin til launa jafn brýn og áður. Ríkið er stærsti vinnuveitandi landsins en ber einnig ásamt sveitarfélögunum ábyrgð á almannaþjónustu við alla landsmenn á sviði heilbrigðis- og menntamála. Það heldur úti stjórnsýslu og réttarvörslukerfi og ber ábyrgð á uppbyggingu innviða hvort heldur er samgöngum eða sjúkrahúsbyggingum. Það er afar mikilvægt að stjórnvöld hafi vilja og getu til að aðgreina þetta tvíþætta hlutverk hins opinbera sem framkvæmdarvald annars vegar og vinnuveitandi hins vegar í kjaraviðræðum vetrarins.Höfundur er formaður BHM.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar