Nauðsynlegt að breyta kosningalögum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. október 2017 06:00 Meðal þess sem nauðsynlegt er að laga er að framboð liggi fyrir þegar utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst. vísir/ernir Nauðsynlegt er að breyta kosningalögum að mati formanns landskjörstjórnar. Breytingatillögur starfshóps um efnið hafa legið óhreyfðar í rúmt ár. Um helgina dró Íslenska þjóðfylkingin fjóra framboðslista fyrir þingkosningarnar til baka eftir að í ljós kom að fólk á meðmælalistum flokksins kannaðist ekki við að hafa ritað nafn sitt á þá. Annmarkar voru á meðmælalistum hjá fleiri flokkum en þeim var gefinn kostur á að færa þá til betri vegar.Í ágúst í fyrra skilaði vinnuhópur um endurskoðun kosningalaga drögum að nýju frumvarpi til kosningalaga auk skýrslu um tillögur og vinnu sína. Meðal þess sem lagt var til var að heimilt væri að safna meðmælendum rafrænt. „Þjóðskrá er nú með kerfi þannig að meðmælendur fá tilkynningu inn á Ísland.is um undirskrift sína. Það sem þetta strandar hins vegar á er að fresturinn er svo stuttur að það næst ekki að koma tilkynningunni til fólks áður en listarnir eru staðfestir af kjörstjórn,“ segir Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar. Að mati Kristínar myndu breytingatillögurnar gera það að verkum að ólíklegt væri að tilvik, sambærileg þeim sem komu upp nú, gætu endurtekið sig. Þá segir hún algjöra nauðsyn að breytingar verði gerðar á lögunum og það sem fyrst. „Það sem ég teldi mikilvægast væru breytingar varðandi tímalínu í aðdraganda kosninga og ýmsa fresti. Þá sérstaklega varðandi framboðsfrest og kosningu utan kjörfundar.“ Nú er fyrirkomulagið svo að hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar átta vikum fyrir kjördag þótt framboðslistar liggi ekki fyrir fyrr en fimmtán dögum fyrir kjördag. Eins telur hún brýnt að kjörskrá verði gerð rafræn svo fólk geti kosið hvar sem er innan síns kjördæmis. „Það átti enginn von á því að kjörtímabilið yrði svona stutt núna og fólk er ekki að hugsa um þetta fyrr en líða fer að kosningum. En þetta eru orðnar afar brýnar breytingar,“ segir Kristín. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Grunur um falsaðar undirskriftir hjá fleiri flokkum Íslenska þjóðfylkingin virðist ekki vera eina framboðið sem skilaði inn framboðslistum með röngum undirskriftum fyrir komandi þingkosningar, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru forsvarsmenn minnst tveggja flokka í viðbót kallaðir á fund kjörstjórna vegna falsaðra undirskrifta. 14. október 2017 19:30 Þjóðfylkingin dregur alla lista til baka: Undirskriftir margar með sömu rithönd Íslenska þjóðfylkingin tilkynnti yfirkjörstjórnum í morgun að flokkurinn hefur dregið alla framboðslista sína til komandi þingkosninga til baka. 14. október 2017 11:22 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Nauðsynlegt er að breyta kosningalögum að mati formanns landskjörstjórnar. Breytingatillögur starfshóps um efnið hafa legið óhreyfðar í rúmt ár. Um helgina dró Íslenska þjóðfylkingin fjóra framboðslista fyrir þingkosningarnar til baka eftir að í ljós kom að fólk á meðmælalistum flokksins kannaðist ekki við að hafa ritað nafn sitt á þá. Annmarkar voru á meðmælalistum hjá fleiri flokkum en þeim var gefinn kostur á að færa þá til betri vegar.Í ágúst í fyrra skilaði vinnuhópur um endurskoðun kosningalaga drögum að nýju frumvarpi til kosningalaga auk skýrslu um tillögur og vinnu sína. Meðal þess sem lagt var til var að heimilt væri að safna meðmælendum rafrænt. „Þjóðskrá er nú með kerfi þannig að meðmælendur fá tilkynningu inn á Ísland.is um undirskrift sína. Það sem þetta strandar hins vegar á er að fresturinn er svo stuttur að það næst ekki að koma tilkynningunni til fólks áður en listarnir eru staðfestir af kjörstjórn,“ segir Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar. Að mati Kristínar myndu breytingatillögurnar gera það að verkum að ólíklegt væri að tilvik, sambærileg þeim sem komu upp nú, gætu endurtekið sig. Þá segir hún algjöra nauðsyn að breytingar verði gerðar á lögunum og það sem fyrst. „Það sem ég teldi mikilvægast væru breytingar varðandi tímalínu í aðdraganda kosninga og ýmsa fresti. Þá sérstaklega varðandi framboðsfrest og kosningu utan kjörfundar.“ Nú er fyrirkomulagið svo að hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar átta vikum fyrir kjördag þótt framboðslistar liggi ekki fyrir fyrr en fimmtán dögum fyrir kjördag. Eins telur hún brýnt að kjörskrá verði gerð rafræn svo fólk geti kosið hvar sem er innan síns kjördæmis. „Það átti enginn von á því að kjörtímabilið yrði svona stutt núna og fólk er ekki að hugsa um þetta fyrr en líða fer að kosningum. En þetta eru orðnar afar brýnar breytingar,“ segir Kristín.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Grunur um falsaðar undirskriftir hjá fleiri flokkum Íslenska þjóðfylkingin virðist ekki vera eina framboðið sem skilaði inn framboðslistum með röngum undirskriftum fyrir komandi þingkosningar, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru forsvarsmenn minnst tveggja flokka í viðbót kallaðir á fund kjörstjórna vegna falsaðra undirskrifta. 14. október 2017 19:30 Þjóðfylkingin dregur alla lista til baka: Undirskriftir margar með sömu rithönd Íslenska þjóðfylkingin tilkynnti yfirkjörstjórnum í morgun að flokkurinn hefur dregið alla framboðslista sína til komandi þingkosninga til baka. 14. október 2017 11:22 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Grunur um falsaðar undirskriftir hjá fleiri flokkum Íslenska þjóðfylkingin virðist ekki vera eina framboðið sem skilaði inn framboðslistum með röngum undirskriftum fyrir komandi þingkosningar, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru forsvarsmenn minnst tveggja flokka í viðbót kallaðir á fund kjörstjórna vegna falsaðra undirskrifta. 14. október 2017 19:30
Þjóðfylkingin dregur alla lista til baka: Undirskriftir margar með sömu rithönd Íslenska þjóðfylkingin tilkynnti yfirkjörstjórnum í morgun að flokkurinn hefur dregið alla framboðslista sína til komandi þingkosninga til baka. 14. október 2017 11:22
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“